„Af hverju varð hún sextán ára allt í einu?“ spyr Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir sem ræddi málið í Brennslutei vikunnar.
Abdul verður sextíu og eins árs gömul á árinu. Á nýlegum myndum á Instagram síðu hennar lítur hún hins vegar ekki út fyrir að vera deginum eldri en tvítug.
Abdul hefur vissulega haldið sér við með fegrunaraðgerðum í gegnum tíðina eins og svo margar Hollywood stjörnur. Birta Líf telur það þó ekki vera skýringuna á bak við þessa miklu breytingu, heldur séu myndir hennar einfaldlega mikið unnar.
„Margir telja að þetta sé bara „photoshop fail“. En hún tekur svo margar myndir, lét hún bara photoshoppa þær allar?,“ spyr Birta.
Ef við berum Instagram myndir Abdul saman við nýlegar myndir teknar af götuljósmyndurum, má sjá að líklega hefur Birta rétt fyrir sér.

Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni.