Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 15:46 Mikið hefur gengið á hjá Twitter að undanförnu og verulega kvarnast úr starfsliðinu. Gögnunum virðist þó hafa verið stolið í lok árs 2021, mörgum mánuðum áður en eigendaskipti urðu hjá samfélagsmiðlinum. AP/Jeff Chiu Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks. Washington Post segir að svo virðist sem að gögnin hafi verið tekin saman síðla árs 2021 og þau birt á vinsælu markaðstorgi tölvuþrjóta. Þjófarnir hafi notfært sér galla í kerfi Twitter sem gerði óviðkomandi kleift að að finna notendur miðilsins með tölvupóstfangi eða símanúmeri þeirra. Öryggissérfræðingur sem blaðið ræðir við segir að lekinn skapi hættu á að fólk sem notar Twitter til þess að gagnrýna stjórnvöld eða valdamikla einstaklinga í skjóli nafnleysis verði afhjúpað, handtekið eða beitt ofbeldi eða fjárkúgunum. Þrír af hverjum fjórum notendum miðilsins eru utan Bandaríkjanna og Kanada. Þrjótarnir gætu enn fremur notað tölvupóstföngin til þess að skipta um lykilorð notenda og taka reikninga þeirra yfir, sérstaklega þeirra sem eru ekki með tvífasaauðkenningu. Forsvarsmenn Twitters sögðust hafa fengið vitneskju um gallann í janúar en hann hafi verið til staðar í um sjö mánuði eftir uppfærslu á hugbúnaðinum. Tölvuþrjótar hafi reynt að selja upplýsingar um 5,4 milljónir notenda í júlí. Nær öruggt er talið að þeim gögnum hafi verið stolið með sama hætti og þeim sem nú eru til sölu. Eftirlitsstofnanir beggja vegna Atlantsála fylgjast nú þegar grannt með Twitter vegna brota á persónuverndarlögum. Talið er að aukinn kraftur færist í þær rannsóknir vegna tíðindanna af meiriháttar gagnalekanum. Stjórnendur Twitter svöruðu ekki fyrirspurnum Washington Post um lekann. Twitter Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira
Washington Post segir að svo virðist sem að gögnin hafi verið tekin saman síðla árs 2021 og þau birt á vinsælu markaðstorgi tölvuþrjóta. Þjófarnir hafi notfært sér galla í kerfi Twitter sem gerði óviðkomandi kleift að að finna notendur miðilsins með tölvupóstfangi eða símanúmeri þeirra. Öryggissérfræðingur sem blaðið ræðir við segir að lekinn skapi hættu á að fólk sem notar Twitter til þess að gagnrýna stjórnvöld eða valdamikla einstaklinga í skjóli nafnleysis verði afhjúpað, handtekið eða beitt ofbeldi eða fjárkúgunum. Þrír af hverjum fjórum notendum miðilsins eru utan Bandaríkjanna og Kanada. Þrjótarnir gætu enn fremur notað tölvupóstföngin til þess að skipta um lykilorð notenda og taka reikninga þeirra yfir, sérstaklega þeirra sem eru ekki með tvífasaauðkenningu. Forsvarsmenn Twitters sögðust hafa fengið vitneskju um gallann í janúar en hann hafi verið til staðar í um sjö mánuði eftir uppfærslu á hugbúnaðinum. Tölvuþrjótar hafi reynt að selja upplýsingar um 5,4 milljónir notenda í júlí. Nær öruggt er talið að þeim gögnum hafi verið stolið með sama hætti og þeim sem nú eru til sölu. Eftirlitsstofnanir beggja vegna Atlantsála fylgjast nú þegar grannt með Twitter vegna brota á persónuverndarlögum. Talið er að aukinn kraftur færist í þær rannsóknir vegna tíðindanna af meiriháttar gagnalekanum. Stjórnendur Twitter svöruðu ekki fyrirspurnum Washington Post um lekann.
Twitter Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira