Kláraði vaktina sárþjáður og veitingastaðurinn tilkynnti ekki slysið Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. janúar 2023 20:00 Veitingastaðurinn er í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð vinnuveitanda í máli starfsmanns sem varð fyrir vinnuslysi á veitingastað. Starfsmaðurinn hóf störf á umræddum veitingastað í september árið 2019 en á þeim tíma var veitingastaðurinn í eigu annars fyrirtækis en nú. Starfsmaðurinn höfðaði málið gegn hinum nýju eigendum. Rök starfsmannsins voru þau að skaðabótaskylda fyrrum eigenda hefði flust yfir til fyrirtækisins um leið og aðilaskipti að ráðningarsambandi urðu þann 1. nóvember 2019. Sagðist hafa verið sárkvalinn Forsaga málsins er sú að þann 25. október 2019 var starfsmaðurinn við störf í eldhúsi veitingastaðarins þegar hann rann til á eldhúsgólfinu, með þeim afleiðingum að bak hans og öxl lentu á veggföstum vaski. Hann lauk vaktinni um kvöldið en fór að henni lokinni á bráðamóttöku Landspítalans og var að eigin sögn sárþjáður. Er tildrögum slyssins lýst á þann veg að starfsmaðurinn hafi staðið jafnfætis í afgreiðslu og hallað sér að vegg þegar fætur hafi runnið undan honum, hann fallið til jarðar og fengið horn á vaski í bak. Fyrir dómi sagðist starfsmaðurinn enn vera með áverka eftir slysið. Sagðist hann vera með eymsli í hægri öxl, álagstengda verki og þá sagðist hann finna til verkja við hreyfingar um axlarlið. Sagðist hann hafa lýst því fyrir heilbrigðisstarfsfólki að tímabilið eftir slysið hafi verið „verstu ár ævinnar.“ Gagnrýndi nýtt verklag Fyrirtækið sem dæmt hefur verið skaðabótaskylt í málinu tók við rekstri veitingastaðarins og þar með launagreiðslum til starfsmannsins þann 1.nóvember 2019. Þann 6.nóvember sneri starfsmaðurinn aftur til starfa og hætti síðan störfum hjá fyrirtækinu í ágúst 2021. Atvikið var ekki tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins en starfsmaðurinn tilkynnti það sjálfur til Sjúkratrygginga Íslands í desember 2019. Engin rannsókn fór því fram á slysinu og þess vegna skortir upplýsingar um það hvernig aðbúnaði á vinnustaðnum var háttað þegar slysið varð. Í byrjun desember 2021 fór starfsmaðurinn fram á að fyrirtækið sem tekið hafði við rekstrinum myndi greiða honum skaðabætur vegna umrædds slyss. Fyrirtækið hafnaði kröfunni og í kjölfarið höfðaði starfsmaðurinn málið. Starfsmaðurinn benti á að innan við viku áður en hann varð fyrir slysinu, eftir að nýir eigendur tóku við rekstrinum, var verklagi á vinnustaðnum breytt þannig að aðeins mátti þrífa vinnusvæðið á þrjátíu mínútum. Áður hafði ótakmarkaður tími verið gefinn til þrifa á svæðinu. Taldi starfsmaðurinn að augljós tengsl væru milli nýs verklags á vinnustað í aðdraganda vinnuslyssins og tjónsins sem hann hlaut. Sögðu slysið sér óviðkomandi Fyrirtækið sem dæmt var skaðabótaskylt byggði sýknukröfu sína á því umrætt slys og tjón væri fyrirtækinu með öllu óviðkomandi. Benti fyrirtækið á að slysið hefði orðið þegar starfsmaðurinn var í vinnu fyrir annað félag. Fyrirtækið sagðist ekki hafa haft neitt með slysið að gera og sagðist ekki geta hafa borið ábyrgð á að tilkynna um slys sem varðaði ekki fyrirtækið. Fyrirtækið bar því einnig fyrir sig að ráðningarsamningur starfsmannsins var ekki á meðal þegar fyrirtækið keypti tilteknar eignir og rekstur á veitingstaðnum af fyrri eigendum. Þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki yfirtekið skyldur fyrri vinnuveitanda starfsmannsins með því að ráða hann síðar til starfa hjá sér, líkt og starfsmaðurinn hélt fram. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að slysið hafi ekki verið tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins eins og skylt er samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Taldi dómurinn að þess vegna þyrfti að leggja til grundvallar frásögn starfsmannsins um slysið og ófullnægjandi aðbúnað og verklagsreglur á vinnustaðnum, að gólfið hafi ekki verið nægilega stamt og að starfsfólki hafi verið gefinn takmarkaður tími til að þrífa gólf. Var það því niðurstaða dómsins að um skaðabótaskylt tjón væri að ræða sem vinnuveitandi ber ábyrgð á. Hér má finna dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni. Vinnuslys Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Starfsmaðurinn hóf störf á umræddum veitingastað í september árið 2019 en á þeim tíma var veitingastaðurinn í eigu annars fyrirtækis en nú. Starfsmaðurinn höfðaði málið gegn hinum nýju eigendum. Rök starfsmannsins voru þau að skaðabótaskylda fyrrum eigenda hefði flust yfir til fyrirtækisins um leið og aðilaskipti að ráðningarsambandi urðu þann 1. nóvember 2019. Sagðist hafa verið sárkvalinn Forsaga málsins er sú að þann 25. október 2019 var starfsmaðurinn við störf í eldhúsi veitingastaðarins þegar hann rann til á eldhúsgólfinu, með þeim afleiðingum að bak hans og öxl lentu á veggföstum vaski. Hann lauk vaktinni um kvöldið en fór að henni lokinni á bráðamóttöku Landspítalans og var að eigin sögn sárþjáður. Er tildrögum slyssins lýst á þann veg að starfsmaðurinn hafi staðið jafnfætis í afgreiðslu og hallað sér að vegg þegar fætur hafi runnið undan honum, hann fallið til jarðar og fengið horn á vaski í bak. Fyrir dómi sagðist starfsmaðurinn enn vera með áverka eftir slysið. Sagðist hann vera með eymsli í hægri öxl, álagstengda verki og þá sagðist hann finna til verkja við hreyfingar um axlarlið. Sagðist hann hafa lýst því fyrir heilbrigðisstarfsfólki að tímabilið eftir slysið hafi verið „verstu ár ævinnar.“ Gagnrýndi nýtt verklag Fyrirtækið sem dæmt hefur verið skaðabótaskylt í málinu tók við rekstri veitingastaðarins og þar með launagreiðslum til starfsmannsins þann 1.nóvember 2019. Þann 6.nóvember sneri starfsmaðurinn aftur til starfa og hætti síðan störfum hjá fyrirtækinu í ágúst 2021. Atvikið var ekki tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins en starfsmaðurinn tilkynnti það sjálfur til Sjúkratrygginga Íslands í desember 2019. Engin rannsókn fór því fram á slysinu og þess vegna skortir upplýsingar um það hvernig aðbúnaði á vinnustaðnum var háttað þegar slysið varð. Í byrjun desember 2021 fór starfsmaðurinn fram á að fyrirtækið sem tekið hafði við rekstrinum myndi greiða honum skaðabætur vegna umrædds slyss. Fyrirtækið hafnaði kröfunni og í kjölfarið höfðaði starfsmaðurinn málið. Starfsmaðurinn benti á að innan við viku áður en hann varð fyrir slysinu, eftir að nýir eigendur tóku við rekstrinum, var verklagi á vinnustaðnum breytt þannig að aðeins mátti þrífa vinnusvæðið á þrjátíu mínútum. Áður hafði ótakmarkaður tími verið gefinn til þrifa á svæðinu. Taldi starfsmaðurinn að augljós tengsl væru milli nýs verklags á vinnustað í aðdraganda vinnuslyssins og tjónsins sem hann hlaut. Sögðu slysið sér óviðkomandi Fyrirtækið sem dæmt var skaðabótaskylt byggði sýknukröfu sína á því umrætt slys og tjón væri fyrirtækinu með öllu óviðkomandi. Benti fyrirtækið á að slysið hefði orðið þegar starfsmaðurinn var í vinnu fyrir annað félag. Fyrirtækið sagðist ekki hafa haft neitt með slysið að gera og sagðist ekki geta hafa borið ábyrgð á að tilkynna um slys sem varðaði ekki fyrirtækið. Fyrirtækið bar því einnig fyrir sig að ráðningarsamningur starfsmannsins var ekki á meðal þegar fyrirtækið keypti tilteknar eignir og rekstur á veitingstaðnum af fyrri eigendum. Þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki yfirtekið skyldur fyrri vinnuveitanda starfsmannsins með því að ráða hann síðar til starfa hjá sér, líkt og starfsmaðurinn hélt fram. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að slysið hafi ekki verið tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins eins og skylt er samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Taldi dómurinn að þess vegna þyrfti að leggja til grundvallar frásögn starfsmannsins um slysið og ófullnægjandi aðbúnað og verklagsreglur á vinnustaðnum, að gólfið hafi ekki verið nægilega stamt og að starfsfólki hafi verið gefinn takmarkaður tími til að þrífa gólf. Var það því niðurstaða dómsins að um skaðabótaskylt tjón væri að ræða sem vinnuveitandi ber ábyrgð á. Hér má finna dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni.
Vinnuslys Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira