Gætu ekki brugðist við stóru slysi í Reykjavík með fullnægjandi hætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2023 19:02 Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. vísir/arnar Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára Mikaelssonar, yfirlæknis. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. En hvað er til ráða? Fyrst og fremst þurfi að stórbæta vinnurými starfsfólks, sem sinni starfi sínu mikið til á göngum og biðstofum. Og fleira þurfi til. „Við erum að eldast sem þjóð og það þarf að finna önnur úrræði en spítalana. Ég held að það sé stærst,“ segir Mikael. Óhugnanleg tilhugsun ef slysið hefði verið nær Vel hafi þó gengið að losa rúm á bráðamóttökunni þegar tíu voru fluttir á spítalann með flugi eftir stórt umferðarslys á Suðurlandsvegi í fyrradag, aðallega sökum þess að fyrirvarinn var svo góður. Stórt slys á borð við þetta væri hins vegar óhugnanleg tilhugsun innan borgarmarkanna. Yrði hérna stórt slys í Reykjavík, væri hægt að bregðast við því með fullnægjandi hætti? „Nei, því miður. Ekki ef það er stórt. En hópslys eru þannig að þau eru í eðli sínu erfið að bregðast við, meira að segja í góðum kerfum,“ segir Mikael. Tvenns konar áhyggjuefni Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til Landlæknis á nýliðnu ári, sem virðist meira en vanalegt er. Síðast á milli jóla og nýárs lést karlmaður á sextugsaldri daginn eftir að hann var sendur heim af bráðamóttökunni. Mikael er uggandi yfir fjölda atvika. „Auðvitað, þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er tvenns konar áhyggjuefni. Fólk er vanara minni atvikunum og er ekki að tilkynna þau jafnvel, grunar okkur. Hins vegar vitum við að þegar við vinnum öðruvísi en við viljum þá fylgir því áhætta og atvik. Óttastu að þeim fjölgi? „Ég er að vonast til að ástandið versni ekki og þá munum við kannski halda í stað. En auðvitað óttast ég það,“ segir Mikael. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára Mikaelssonar, yfirlæknis. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. En hvað er til ráða? Fyrst og fremst þurfi að stórbæta vinnurými starfsfólks, sem sinni starfi sínu mikið til á göngum og biðstofum. Og fleira þurfi til. „Við erum að eldast sem þjóð og það þarf að finna önnur úrræði en spítalana. Ég held að það sé stærst,“ segir Mikael. Óhugnanleg tilhugsun ef slysið hefði verið nær Vel hafi þó gengið að losa rúm á bráðamóttökunni þegar tíu voru fluttir á spítalann með flugi eftir stórt umferðarslys á Suðurlandsvegi í fyrradag, aðallega sökum þess að fyrirvarinn var svo góður. Stórt slys á borð við þetta væri hins vegar óhugnanleg tilhugsun innan borgarmarkanna. Yrði hérna stórt slys í Reykjavík, væri hægt að bregðast við því með fullnægjandi hætti? „Nei, því miður. Ekki ef það er stórt. En hópslys eru þannig að þau eru í eðli sínu erfið að bregðast við, meira að segja í góðum kerfum,“ segir Mikael. Tvenns konar áhyggjuefni Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til Landlæknis á nýliðnu ári, sem virðist meira en vanalegt er. Síðast á milli jóla og nýárs lést karlmaður á sextugsaldri daginn eftir að hann var sendur heim af bráðamóttökunni. Mikael er uggandi yfir fjölda atvika. „Auðvitað, þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er tvenns konar áhyggjuefni. Fólk er vanara minni atvikunum og er ekki að tilkynna þau jafnvel, grunar okkur. Hins vegar vitum við að þegar við vinnum öðruvísi en við viljum þá fylgir því áhætta og atvik. Óttastu að þeim fjölgi? „Ég er að vonast til að ástandið versni ekki og þá munum við kannski halda í stað. En auðvitað óttast ég það,“ segir Mikael.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira