Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:30 Jadon Sancho hefur ekki spilað með liði Manchester United í marga mánuði. Getty/Matthew Ashton - Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. Sancho hefur ekki komið við sögu hjá United síðan í október og fór ekki með út til Spánar í æfingarbúðirnar sem fóru fram á meðan HM í Katar stóð. Sancho fór í staðinn til Hollands og æfði þar einn. Hinn 22 ára gamli sóknarmaður er kominn aftur til Manchester en Erik ten Hag segir hann ekki enn tilbúinn til að snúa aftur í liðið. Vandamálið er að hans mati ekki bara líkamlegt. Erik ten Hag insisted he will not compromise Jadon Sancho s physical and mental recovery by rushing him back despite Manchester United s "lack of options" in attack. Sancho latest detailed here #MUFC https://t.co/bPMOC4WNgZ— James Ducker (@TelegraphDucker) January 5, 2023 „Á þessari stundu þá er hann er ekki í líkamlegu formi til þess,“ sagði Erik ten Hag á blaðamannafundi. United keypti Jadon Sancho fyrir 85 milljónir evra í júlí 2021 en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og tíminn á Old Trafford hefur reynt mikið á ungan mann. „Þetta er líkamlegt en er líka tengt andlega hlutanum. Mér finnst hann þó vera að sýna framfarir hvað varðar líkamlega þáttinn og það mun hjálpa honum. Ég vona að hann geti snúið aftur sem fyrst en ég get samt ekki sagt hér hvenær það verður,“ sagði Ten Hag. Ten Hag ætlar ekki að reka á eftir fyrrverandi leikmanni Manchester City og Borussia Dortmund. „Ég vildi fá Jadon til baka eins fljótt og auðið er. Á sama tíma er ekki hægt að þvinga fram þetta ferli. Ég mun gera allt mitt til að hjálpa en sumt ræður maður ekki við. Ég verð því að sýna þolinmæði,“ sagði Ten Hag. Ten Hag on Sancho: "Football players aren't robots. He is back in Carrington and that shows he is making progress and he is ready for the next step". #MUFC"I would like to have Jadon back as soon as possible. But some processes you can't force - and this is one of them". pic.twitter.com/7feIdUpfVk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2023 „Við höfum ekki alltaf marga kosti fram á völlinn. Jadan er einn af þeim leikmönnum sem geta hjálpað okkur þar. Þegar hann kemur til baka þá höfum við einn möguleika í viðbót og um leið höfðum við meiri möguleika á að vinna fullt af leikjum,“ sagði Ten Hag. „Fótboltamenn eru ekki vélmenni. Enginn er eins. Ég held að þú þurfti að nálgast hvern og einn á sérstakan hátt. Við héldum það með Jadon og það hefur verið best fyrir alla,“ sagði Ten Hag. Manchester United mætir Everton í kvöld í enska bikarnum en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending klukkan 19.45. Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Sancho hefur ekki komið við sögu hjá United síðan í október og fór ekki með út til Spánar í æfingarbúðirnar sem fóru fram á meðan HM í Katar stóð. Sancho fór í staðinn til Hollands og æfði þar einn. Hinn 22 ára gamli sóknarmaður er kominn aftur til Manchester en Erik ten Hag segir hann ekki enn tilbúinn til að snúa aftur í liðið. Vandamálið er að hans mati ekki bara líkamlegt. Erik ten Hag insisted he will not compromise Jadon Sancho s physical and mental recovery by rushing him back despite Manchester United s "lack of options" in attack. Sancho latest detailed here #MUFC https://t.co/bPMOC4WNgZ— James Ducker (@TelegraphDucker) January 5, 2023 „Á þessari stundu þá er hann er ekki í líkamlegu formi til þess,“ sagði Erik ten Hag á blaðamannafundi. United keypti Jadon Sancho fyrir 85 milljónir evra í júlí 2021 en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og tíminn á Old Trafford hefur reynt mikið á ungan mann. „Þetta er líkamlegt en er líka tengt andlega hlutanum. Mér finnst hann þó vera að sýna framfarir hvað varðar líkamlega þáttinn og það mun hjálpa honum. Ég vona að hann geti snúið aftur sem fyrst en ég get samt ekki sagt hér hvenær það verður,“ sagði Ten Hag. Ten Hag ætlar ekki að reka á eftir fyrrverandi leikmanni Manchester City og Borussia Dortmund. „Ég vildi fá Jadon til baka eins fljótt og auðið er. Á sama tíma er ekki hægt að þvinga fram þetta ferli. Ég mun gera allt mitt til að hjálpa en sumt ræður maður ekki við. Ég verð því að sýna þolinmæði,“ sagði Ten Hag. Ten Hag on Sancho: "Football players aren't robots. He is back in Carrington and that shows he is making progress and he is ready for the next step". #MUFC"I would like to have Jadon back as soon as possible. But some processes you can't force - and this is one of them". pic.twitter.com/7feIdUpfVk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2023 „Við höfum ekki alltaf marga kosti fram á völlinn. Jadan er einn af þeim leikmönnum sem geta hjálpað okkur þar. Þegar hann kemur til baka þá höfum við einn möguleika í viðbót og um leið höfðum við meiri möguleika á að vinna fullt af leikjum,“ sagði Ten Hag. „Fótboltamenn eru ekki vélmenni. Enginn er eins. Ég held að þú þurfti að nálgast hvern og einn á sérstakan hátt. Við héldum það með Jadon og það hefur verið best fyrir alla,“ sagði Ten Hag. Manchester United mætir Everton í kvöld í enska bikarnum en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending klukkan 19.45.
Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira