Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2023 10:00 Leikmennirnir sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á þeim bestu í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 35. Halldór Sigfússon Lið: KA (2000-02, 2004-05), Fram (2007-12) Staða: Leikstjórnandi Fæðingarár: 1978 Íslandsmeistari: 2002 Deildarmeistari: 2001 Silfur: 2001 Bestur í meistaraliði: 2002 Markakóngur í deild: 2005 Markahæstur í úrslitakeppni: 2002 Markahæstur í lokaúrslitum: 2002 Leikir í deild: 154 Mörk í deild: 560 Leikir í úrslitakeppni: 25 Mörk í úrslitakeppni: 133 Sjaldan hefur leikmaður lagt saman jöfn góð úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og Halldór Sigfússon gerði 2001 og 2002. Bæði árin réðust úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik. Halldór spilaði því tíu leiki í úrslitum á þessum tíma. Markaskor hans eftir leikjum var eftirfarandi: 6, 10, 3, 4, 10, 8, 10, 11, 2, 8. Mörkin voru samtals 72, eða 7,2 að meðaltali í leik. Það er rugluð tölfræði miðað við að þetta var fyrir tíma 120 sókna leikja og í sumum þeirra var mjög lítið skorað. Í úrslitunum 2001 var Halldór vængmaður fyrir eitt stykki Guðjón Val Sigurðsson en árið 2002 var hann aðalkallinn. Og hann þurfti að vera framúrskarandi þar sem hann var nánast eina sóknarógn KA fyrir utan Andrius Stelmokas. Halldór skoraði 39 mörk í úrslitunum 2002, Stelmokas 21 en næsti maður þar á eftir var aðeins með þrettán mörk. Halldór Sigfússon átti stóran þátt í því að KA varð Íslandsmeistari 2002 eftir eftirminnilega endurkomu gegn Val.þórir tryggvason KA varð að sætta sig við silfur 2001 en varð meistari ári seinna eftir sögulega endurkomu gegn Val. KA er eina liðið sem hefur orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Halldór sneri aftur heim 2004 og varð markakóngur tímabilið 2004-05. Hann lék seinna með Fram áður en hann fór út í þjálfun. En fjöðurin í hatti hans sem leikmanns eru úrslitin 2001-02. 34. Óðinn Þór Ríkharðsson Lið: HK (2013-15), Fram (2015-16), FH (2016-18), KA (2021-22) Staða: Hægra horn Fæðingarár: 1997 Deildarmeistari: 2017 Silfur: 2017, 2018 Besti leikmaður: 2022 Markakóngur: 2022 Markahæstur í úrslitakeppni: 2018 Markahæstur í úrslitum: 2018 Leikir í deild: 130 Mörk í deild: 581 Leikir í úrslitakeppni: 27 Mörk í úrslitakeppni: 146 Ef Árni Bragi Eyjólfsson er Bjarki Sigurðsson sinnar kynslóðar er Óðinn Þór Ríkharðsson Valdimar Grímsson sinnar kynslóðar. Líkt og Valdimar er Óðinn markagráðugri en allt og hefur allt að bera til að skora mikið. Hann er með mergjaða skottækni og eldsnöggur fram. Þá er hann góður á ögurstundu eins og hann sýndi með KA á síðasta tímabili. Það var nefnilega hans besta tímabil. Eftir þrjú ár í atvinnumennsku sneri Óðinn heim fyrir síðasta tímabil og líkt og Árni Bragi tímabilið 2020-21 var hann besti leikmaður deildarinnar og markakóngur hennar. Óðinn skoraði og skoraði og skoraði svo meira, með snúningum, vippum og þessum fáránlegu aftur á bak skotum sem hann lætur líta út fyrir að vera hin venjulegustu. KA komst í bikarúrslit í fyrsta sinn í átján ár og lenti svo í mögnuðu einvígi gegn Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Óðinn tryggði KA-mönnum sigur í fyrsta leiknum á Ásvöllum úr vítakasti eftir að leiktíminn rann út. Haukar unnu hins vegar næstu tvo leiki með samtals tveimur mörkum og fór áfram. Óðinn var magnaður í einvíginu og skoraði 29 mörk í leikjunum þremur. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar eftir að hafa tryggt KA sigur á Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í fyrra.vísir/hulda margrét Óðinn hóf ferilinn með HK og stökk í Safamýrina í eitt tímabil áður en hann fór í FH 2016. Þar var hann hluti af gríðarlega sterku liði sem varð deildarmeistari 2017 og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 2017 og 2018. Óðinn var sérstaklega öflugur í úrslitakeppninni 2018 þar sem hann var með tæplega sjö mörk að meðaltali í leik. Miðað við frammistöðu Óðins með íslenska landsliðinu að undanförnu verður þess eflaust langt að bíða að hann spili aftur í Olís-deildinni. En mikið svakalega var hann góður meðan hann spilaði hérna heima. 33. Jón Karl Björnsson Lið: Haukar (2000-08), Grótta (2009-10) Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1975 Íslands: 2001, 2003, 2004, 2005, 2008 Bikar: 2001, 2002 Deildarmeistari: 2002, 2003, 2004, 2005 Leikir í deild: 216 Mörk í deild: 693 Leikir í úrslitakeppni: 38 Mörk í úrslitakeppni: 104 Jón Karl Björnsson átti tvennt sem kemur mönnum ofarlega á lista sem þennan; flott titlasafn og svo eftirminnilegt augnablik. Mark hans fyrir Hauka gegn Aftureldingu á Ásvöllum 26. apríl gleymist seint. Jón Karl skoraði þá úr vítakasti með því að sparka boltanum með lærinu yfir markvörð Aftureldingar. Útfærslan var svo frumleg og óvenjuleg að enginn veit hvort markið átti að standa. En það gerði það sem betur fer. Jón Karl Björnsson með Íslandsmeistarabikarinn eftir leikinn gegn Aftureldingu þar sem hann skoraði markið fræga úr vítakastinu.fréttablaðið Jón Karl er annars einn sigursælasti leikmaður í sögu efstu deildar. Hann varð sex sinnum Íslandsmeistari með Haukum og á því tímabili sem er hér til umfjöllunar vann hann ellefu stóra titla. Geri aðrir betur. Jón Karl verður aldrei sakaður um að hafa verið í toppformi. En hann vann það upp með miklum hæfileikum og öryggi í færum og sérstaklega í vítaköstum. Og hann var nógu góður til að vera oftast nær byrjunarliðsmaður í besta liði landsins. Það er meira en flestir geta sagt. 32. Baldvin Þorsteinsson Lið: KA (2000-03), Valur (2003-10), FH (2010-12) Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1983 Íslandsmeistari: 2002, 2007, 2011 Bikarmeistari: 2008, 2009 Silfur: 2001, 2004, 2010, 2012 Markahæstur í úrslitakeppni: 2004 Leikir í deild: 183 Mörk í deild: 736 Leikir í úrslitakeppni: 52 Mörk í úrslitakeppni: 173 Því miður tengja fæstir Baldvin Þorsteinsson við handbolta þessa dagana án þess að farið sé nánar út í sálma. En gaurinn var hörkuspilari, mikill keppnismaður og sigurvegari. Ásamt Róberti Aroni Hostert er Baldvin eini leikmaðurinn sem hefur orðið Íslandsmeistari með þremur liðum, allavega sem lykilmaður. Baldvin kom fyrst fram á sjónarsviðið með KA og var hent út í djúpu laugina í úrslitaeinvíginu gegn Val 2002. Í fjórða leiknum, sem KA, varð að vinna var Roland Eradze búinn að fara ansi illa með sóknarmenn Akureyrarliðsins. Þegar KA fékk vítakast undir lokin brá Atli Hilmarsson, þjálfari KA, þá á það ráð að senda nítján ára gamlan Baldvin á vítalínuna gegn besta markverði deildarinnar. Hann skoraði og tók svo annað víti sem KA fékk skömmu síðar. Þar sýndi Baldvin enn meiri yfirvegun, eða fífldirfsku, og „hausaði“ Roland. Hann skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum KA sem vann leikinn, 17-16, og tryggði sér svo Íslandsmeistaratitilinn í Valsheimilinu í oddaleik. Baldvini Þorsteinssyni fagnað eftir frægan sigur KA og Val í úrslitaeinvíginu 2002.þórir tryggvason Baldvin gekk seinna í raðir Vals, varð markahæstur í úrslitakeppninni 2004 þar sem Valsmenn enduðu í 2. sæti, tróð eftirminnilega í körfu í Valsheimilinu gegn Þór 2005 og varð svo Íslandsmeistari 2007 og bikarmeistari 2008 og 2009. Baldvin fór síðan til FH og átti stóran þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari 2011, í fyrsta sinn í nítján ár. Hjá FH skoraði hann minna en áður en var gríðarlega mikilvægur í vörninni. 31. Finnur Ingi Stefánsson Lið: Grótta (2009-10), Valur (2010-15), Grótta (2015-18), Afturelding (2018-19), Valur (2019-) Staða: Hægra horn Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2021, 2022 Bikarmeistari: 2011, 2021, 2022 Deildarmeistari: 2015, 2020, 2022 Leikir í deild: 251 Mörk í deild: 1036 Leikir í úrslitakeppni: 31 Mörk í úrslitakeppni: 149 Herra áreiðanlegur og herra óhjákvæmilegur. Af hverju? Þú veist að þegar Finnur Ingi Stefánsson fer inn úr hægra horninu eru cirka áttatíu prósent líkur á að boltinn endi í netinu. Ótrúlega skotviss leikmaður og það er leitun að manni sem klárar færin sín af jafn mikilli sannfæringu og Finnur Ingi. Eftir að hafa slitið handboltaskónun hjá Gróttu fór Finnur Ingi til Vals. Hann var eiginlega hjá Val á röngum tíma. Liðið vann reyndar tvo titla en þrjú af fimm tímabilum Finns Inga hjá því var það í verulegum vandræðum. Finnur Ingi sneri aftur í Gróttu og var hluti af gríðarlegu sterku liði tímabilið 2015-16. Grótta, sem var þá nýliði, endaði í 5. sæti Olís-deildarinnar og komst í bikarúrslit. Auk Finns Inga voru leikmenn á borð við Viggó Kristjánsson, Aron Dag Pálsson, Þráinn Orri Jónsson og bróðir hans, Júlíus Þórir, í burðarhlutverkum hjá liðinu. Finnur Ingi Stefánsson hefur skorað yfir þúsund mörk í efstu deild á Íslandi.vísir/hulda margrét Eftir stutt stopp í Mosfellsbænum fór Finnur Ingi svo til Vals á nýjan leik 2019 og hefur síðan þá unnið sex stóra titla með liðinu. Finnur Ingi er óumdeildur fyrsti kostur í stöðu hægri hornamanns í langbesta liði landsins. Finnur Ingi hefur verið einn af bestu leikmönnum í sinni stöðu, og stundum sá besti, í fjórtán tímabil og sýnt mikinn stöðugleika. Og það er fátt sem bendir til þess að hann sé eitthvað að fara að gefa eftir. Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
35. Halldór Sigfússon Lið: KA (2000-02, 2004-05), Fram (2007-12) Staða: Leikstjórnandi Fæðingarár: 1978 Íslandsmeistari: 2002 Deildarmeistari: 2001 Silfur: 2001 Bestur í meistaraliði: 2002 Markakóngur í deild: 2005 Markahæstur í úrslitakeppni: 2002 Markahæstur í lokaúrslitum: 2002 Leikir í deild: 154 Mörk í deild: 560 Leikir í úrslitakeppni: 25 Mörk í úrslitakeppni: 133 Sjaldan hefur leikmaður lagt saman jöfn góð úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og Halldór Sigfússon gerði 2001 og 2002. Bæði árin réðust úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik. Halldór spilaði því tíu leiki í úrslitum á þessum tíma. Markaskor hans eftir leikjum var eftirfarandi: 6, 10, 3, 4, 10, 8, 10, 11, 2, 8. Mörkin voru samtals 72, eða 7,2 að meðaltali í leik. Það er rugluð tölfræði miðað við að þetta var fyrir tíma 120 sókna leikja og í sumum þeirra var mjög lítið skorað. Í úrslitunum 2001 var Halldór vængmaður fyrir eitt stykki Guðjón Val Sigurðsson en árið 2002 var hann aðalkallinn. Og hann þurfti að vera framúrskarandi þar sem hann var nánast eina sóknarógn KA fyrir utan Andrius Stelmokas. Halldór skoraði 39 mörk í úrslitunum 2002, Stelmokas 21 en næsti maður þar á eftir var aðeins með þrettán mörk. Halldór Sigfússon átti stóran þátt í því að KA varð Íslandsmeistari 2002 eftir eftirminnilega endurkomu gegn Val.þórir tryggvason KA varð að sætta sig við silfur 2001 en varð meistari ári seinna eftir sögulega endurkomu gegn Val. KA er eina liðið sem hefur orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Halldór sneri aftur heim 2004 og varð markakóngur tímabilið 2004-05. Hann lék seinna með Fram áður en hann fór út í þjálfun. En fjöðurin í hatti hans sem leikmanns eru úrslitin 2001-02. 34. Óðinn Þór Ríkharðsson Lið: HK (2013-15), Fram (2015-16), FH (2016-18), KA (2021-22) Staða: Hægra horn Fæðingarár: 1997 Deildarmeistari: 2017 Silfur: 2017, 2018 Besti leikmaður: 2022 Markakóngur: 2022 Markahæstur í úrslitakeppni: 2018 Markahæstur í úrslitum: 2018 Leikir í deild: 130 Mörk í deild: 581 Leikir í úrslitakeppni: 27 Mörk í úrslitakeppni: 146 Ef Árni Bragi Eyjólfsson er Bjarki Sigurðsson sinnar kynslóðar er Óðinn Þór Ríkharðsson Valdimar Grímsson sinnar kynslóðar. Líkt og Valdimar er Óðinn markagráðugri en allt og hefur allt að bera til að skora mikið. Hann er með mergjaða skottækni og eldsnöggur fram. Þá er hann góður á ögurstundu eins og hann sýndi með KA á síðasta tímabili. Það var nefnilega hans besta tímabil. Eftir þrjú ár í atvinnumennsku sneri Óðinn heim fyrir síðasta tímabil og líkt og Árni Bragi tímabilið 2020-21 var hann besti leikmaður deildarinnar og markakóngur hennar. Óðinn skoraði og skoraði og skoraði svo meira, með snúningum, vippum og þessum fáránlegu aftur á bak skotum sem hann lætur líta út fyrir að vera hin venjulegustu. KA komst í bikarúrslit í fyrsta sinn í átján ár og lenti svo í mögnuðu einvígi gegn Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Óðinn tryggði KA-mönnum sigur í fyrsta leiknum á Ásvöllum úr vítakasti eftir að leiktíminn rann út. Haukar unnu hins vegar næstu tvo leiki með samtals tveimur mörkum og fór áfram. Óðinn var magnaður í einvíginu og skoraði 29 mörk í leikjunum þremur. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar eftir að hafa tryggt KA sigur á Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í fyrra.vísir/hulda margrét Óðinn hóf ferilinn með HK og stökk í Safamýrina í eitt tímabil áður en hann fór í FH 2016. Þar var hann hluti af gríðarlega sterku liði sem varð deildarmeistari 2017 og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 2017 og 2018. Óðinn var sérstaklega öflugur í úrslitakeppninni 2018 þar sem hann var með tæplega sjö mörk að meðaltali í leik. Miðað við frammistöðu Óðins með íslenska landsliðinu að undanförnu verður þess eflaust langt að bíða að hann spili aftur í Olís-deildinni. En mikið svakalega var hann góður meðan hann spilaði hérna heima. 33. Jón Karl Björnsson Lið: Haukar (2000-08), Grótta (2009-10) Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1975 Íslands: 2001, 2003, 2004, 2005, 2008 Bikar: 2001, 2002 Deildarmeistari: 2002, 2003, 2004, 2005 Leikir í deild: 216 Mörk í deild: 693 Leikir í úrslitakeppni: 38 Mörk í úrslitakeppni: 104 Jón Karl Björnsson átti tvennt sem kemur mönnum ofarlega á lista sem þennan; flott titlasafn og svo eftirminnilegt augnablik. Mark hans fyrir Hauka gegn Aftureldingu á Ásvöllum 26. apríl gleymist seint. Jón Karl skoraði þá úr vítakasti með því að sparka boltanum með lærinu yfir markvörð Aftureldingar. Útfærslan var svo frumleg og óvenjuleg að enginn veit hvort markið átti að standa. En það gerði það sem betur fer. Jón Karl Björnsson með Íslandsmeistarabikarinn eftir leikinn gegn Aftureldingu þar sem hann skoraði markið fræga úr vítakastinu.fréttablaðið Jón Karl er annars einn sigursælasti leikmaður í sögu efstu deildar. Hann varð sex sinnum Íslandsmeistari með Haukum og á því tímabili sem er hér til umfjöllunar vann hann ellefu stóra titla. Geri aðrir betur. Jón Karl verður aldrei sakaður um að hafa verið í toppformi. En hann vann það upp með miklum hæfileikum og öryggi í færum og sérstaklega í vítaköstum. Og hann var nógu góður til að vera oftast nær byrjunarliðsmaður í besta liði landsins. Það er meira en flestir geta sagt. 32. Baldvin Þorsteinsson Lið: KA (2000-03), Valur (2003-10), FH (2010-12) Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1983 Íslandsmeistari: 2002, 2007, 2011 Bikarmeistari: 2008, 2009 Silfur: 2001, 2004, 2010, 2012 Markahæstur í úrslitakeppni: 2004 Leikir í deild: 183 Mörk í deild: 736 Leikir í úrslitakeppni: 52 Mörk í úrslitakeppni: 173 Því miður tengja fæstir Baldvin Þorsteinsson við handbolta þessa dagana án þess að farið sé nánar út í sálma. En gaurinn var hörkuspilari, mikill keppnismaður og sigurvegari. Ásamt Róberti Aroni Hostert er Baldvin eini leikmaðurinn sem hefur orðið Íslandsmeistari með þremur liðum, allavega sem lykilmaður. Baldvin kom fyrst fram á sjónarsviðið með KA og var hent út í djúpu laugina í úrslitaeinvíginu gegn Val 2002. Í fjórða leiknum, sem KA, varð að vinna var Roland Eradze búinn að fara ansi illa með sóknarmenn Akureyrarliðsins. Þegar KA fékk vítakast undir lokin brá Atli Hilmarsson, þjálfari KA, þá á það ráð að senda nítján ára gamlan Baldvin á vítalínuna gegn besta markverði deildarinnar. Hann skoraði og tók svo annað víti sem KA fékk skömmu síðar. Þar sýndi Baldvin enn meiri yfirvegun, eða fífldirfsku, og „hausaði“ Roland. Hann skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum KA sem vann leikinn, 17-16, og tryggði sér svo Íslandsmeistaratitilinn í Valsheimilinu í oddaleik. Baldvini Þorsteinssyni fagnað eftir frægan sigur KA og Val í úrslitaeinvíginu 2002.þórir tryggvason Baldvin gekk seinna í raðir Vals, varð markahæstur í úrslitakeppninni 2004 þar sem Valsmenn enduðu í 2. sæti, tróð eftirminnilega í körfu í Valsheimilinu gegn Þór 2005 og varð svo Íslandsmeistari 2007 og bikarmeistari 2008 og 2009. Baldvin fór síðan til FH og átti stóran þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari 2011, í fyrsta sinn í nítján ár. Hjá FH skoraði hann minna en áður en var gríðarlega mikilvægur í vörninni. 31. Finnur Ingi Stefánsson Lið: Grótta (2009-10), Valur (2010-15), Grótta (2015-18), Afturelding (2018-19), Valur (2019-) Staða: Hægra horn Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2021, 2022 Bikarmeistari: 2011, 2021, 2022 Deildarmeistari: 2015, 2020, 2022 Leikir í deild: 251 Mörk í deild: 1036 Leikir í úrslitakeppni: 31 Mörk í úrslitakeppni: 149 Herra áreiðanlegur og herra óhjákvæmilegur. Af hverju? Þú veist að þegar Finnur Ingi Stefánsson fer inn úr hægra horninu eru cirka áttatíu prósent líkur á að boltinn endi í netinu. Ótrúlega skotviss leikmaður og það er leitun að manni sem klárar færin sín af jafn mikilli sannfæringu og Finnur Ingi. Eftir að hafa slitið handboltaskónun hjá Gróttu fór Finnur Ingi til Vals. Hann var eiginlega hjá Val á röngum tíma. Liðið vann reyndar tvo titla en þrjú af fimm tímabilum Finns Inga hjá því var það í verulegum vandræðum. Finnur Ingi sneri aftur í Gróttu og var hluti af gríðarlegu sterku liði tímabilið 2015-16. Grótta, sem var þá nýliði, endaði í 5. sæti Olís-deildarinnar og komst í bikarúrslit. Auk Finns Inga voru leikmenn á borð við Viggó Kristjánsson, Aron Dag Pálsson, Þráinn Orri Jónsson og bróðir hans, Júlíus Þórir, í burðarhlutverkum hjá liðinu. Finnur Ingi Stefánsson hefur skorað yfir þúsund mörk í efstu deild á Íslandi.vísir/hulda margrét Eftir stutt stopp í Mosfellsbænum fór Finnur Ingi svo til Vals á nýjan leik 2019 og hefur síðan þá unnið sex stóra titla með liðinu. Finnur Ingi er óumdeildur fyrsti kostur í stöðu hægri hornamanns í langbesta liði landsins. Finnur Ingi hefur verið einn af bestu leikmönnum í sinni stöðu, og stundum sá besti, í fjórtán tímabil og sýnt mikinn stöðugleika. Og það er fátt sem bendir til þess að hann sé eitthvað að fara að gefa eftir.
Lið: KA (2000-02, 2004-05), Fram (2007-12) Staða: Leikstjórnandi Fæðingarár: 1978 Íslandsmeistari: 2002 Deildarmeistari: 2001 Silfur: 2001 Bestur í meistaraliði: 2002 Markakóngur í deild: 2005 Markahæstur í úrslitakeppni: 2002 Markahæstur í lokaúrslitum: 2002 Leikir í deild: 154 Mörk í deild: 560 Leikir í úrslitakeppni: 25 Mörk í úrslitakeppni: 133
Lið: HK (2013-15), Fram (2015-16), FH (2016-18), KA (2021-22) Staða: Hægra horn Fæðingarár: 1997 Deildarmeistari: 2017 Silfur: 2017, 2018 Besti leikmaður: 2022 Markakóngur: 2022 Markahæstur í úrslitakeppni: 2018 Markahæstur í úrslitum: 2018 Leikir í deild: 130 Mörk í deild: 581 Leikir í úrslitakeppni: 27 Mörk í úrslitakeppni: 146
Lið: Haukar (2000-08), Grótta (2009-10) Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1975 Íslands: 2001, 2003, 2004, 2005, 2008 Bikar: 2001, 2002 Deildarmeistari: 2002, 2003, 2004, 2005 Leikir í deild: 216 Mörk í deild: 693 Leikir í úrslitakeppni: 38 Mörk í úrslitakeppni: 104
Lið: KA (2000-03), Valur (2003-10), FH (2010-12) Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1983 Íslandsmeistari: 2002, 2007, 2011 Bikarmeistari: 2008, 2009 Silfur: 2001, 2004, 2010, 2012 Markahæstur í úrslitakeppni: 2004 Leikir í deild: 183 Mörk í deild: 736 Leikir í úrslitakeppni: 52 Mörk í úrslitakeppni: 173
Lið: Grótta (2009-10), Valur (2010-15), Grótta (2015-18), Afturelding (2018-19), Valur (2019-) Staða: Hægra horn Fæðingarár: 1987 Íslandsmeistari: 2021, 2022 Bikarmeistari: 2011, 2021, 2022 Deildarmeistari: 2015, 2020, 2022 Leikir í deild: 251 Mörk í deild: 1036 Leikir í úrslitakeppni: 31 Mörk í úrslitakeppni: 149
Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01