Vinkonurnar óttast að nýi kærastinn spilli hlaupunum Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 22:49 Mari Järsk er ein fremsta hlaupakona landsins. Vonandi breytir nýr kærasti því ekki. Vísir/Sigurjón Hlaupakonan Mari Järsk segir vinkonur sínar hafa miklar áhyggjur af því að nýlegt ástarævintýri hennar spilli hlaupaferli hennar. Mari ræddi við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þau fóru yfir árið sem leið en það var Mari gjöfult. Hún varð landsþekkt nánast yfir nótt þegar hún vann hlaupakeppnina Bakgarð 101 með því að hlaupa hvorki meira né minna en 288,1 kílómetra á 43 klukkustundum. Hún vakti ekki síður athygli fyrir framkomu sína í fjölmiðlum í kjölfarið en hún greindi meðal annars frá því að hún hafi hrunið í gólfið þegar hún ætlaði á salernið eftir hlaup og að hún reyki ávallt sígarettu milli hringja í bakgarðshlaupum. Þá keppti hún einnig í Bakgarðshlaupinu í haust og hljóp tæplega 250 kílómetra en laut í lægra haldi fyrir Þorleifi Þorleifssyni. Kynntist ástinni á Tene Að lokinni yfirferð yfir hlaupaárið hjá Mari spurðu þáttastjórnendur hana út í nýlegar fréttir af ástarlífi hennar, sem vöktu ekki síður athygli en hlaupaafrek hennar í lok árs. Vísir greindi frá því fyrir skömmu að hún væri komin á fast með badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Parið kynntist á eyjunni fögru Tenerife í lok árs þegar Mari var stödd þar að æfa hlaup. Eðli málsins samkvæmt var Mari spurð hvort Njörður væri líka hlaupari. „Nei, hann er ekki hlaupari. Hann sem sagt var í landsliðinu í badminton hérna í gamla daga, það eru svolítið mörg ár síðan,“ svarar Mari og hlær. Ég vona að þetta ástarævintýri hafi þá ekki skemmt hlaupavikuna. „Nei, ég vona það líka. Vinkonur mínar hafa miklar áhyggjur af þessu,“ segir Mari hlæjandi að lokum. Stórskemmtilegt viðtal við Mari má heyra í spilaranum hér að neðan: Ástin og lífið Hlaup Bítið Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Mari ræddi við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þau fóru yfir árið sem leið en það var Mari gjöfult. Hún varð landsþekkt nánast yfir nótt þegar hún vann hlaupakeppnina Bakgarð 101 með því að hlaupa hvorki meira né minna en 288,1 kílómetra á 43 klukkustundum. Hún vakti ekki síður athygli fyrir framkomu sína í fjölmiðlum í kjölfarið en hún greindi meðal annars frá því að hún hafi hrunið í gólfið þegar hún ætlaði á salernið eftir hlaup og að hún reyki ávallt sígarettu milli hringja í bakgarðshlaupum. Þá keppti hún einnig í Bakgarðshlaupinu í haust og hljóp tæplega 250 kílómetra en laut í lægra haldi fyrir Þorleifi Þorleifssyni. Kynntist ástinni á Tene Að lokinni yfirferð yfir hlaupaárið hjá Mari spurðu þáttastjórnendur hana út í nýlegar fréttir af ástarlífi hennar, sem vöktu ekki síður athygli en hlaupaafrek hennar í lok árs. Vísir greindi frá því fyrir skömmu að hún væri komin á fast með badmintonkempunni Nirði Lúðvíkssyni. Parið kynntist á eyjunni fögru Tenerife í lok árs þegar Mari var stödd þar að æfa hlaup. Eðli málsins samkvæmt var Mari spurð hvort Njörður væri líka hlaupari. „Nei, hann er ekki hlaupari. Hann sem sagt var í landsliðinu í badminton hérna í gamla daga, það eru svolítið mörg ár síðan,“ svarar Mari og hlær. Ég vona að þetta ástarævintýri hafi þá ekki skemmt hlaupavikuna. „Nei, ég vona það líka. Vinkonur mínar hafa miklar áhyggjur af þessu,“ segir Mari hlæjandi að lokum. Stórskemmtilegt viðtal við Mari má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ástin og lífið Hlaup Bítið Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira