Ótrúleg saga Árna Þórðar: „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2023 14:11 Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður Þ. Ragnarsson. Myndin er tekin þegar Árni Þórður útskrifaðist sem tollari en Sigurður starfaði einmitt á árum áður sem slíkur. Facebook Árni Þórður Sigurðsson hefur náð ótrúlegum bata eftir að hafa veikst af svokallaðri fjöllíffærabilun. Honum var haldið sofandi í fimm mánuði og var talinn í lífshættu í heilt ár. Árni er sonur Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem er betur þekktur sem Siggi stormur. Þeir segja sögu Árna og reynslu sína af löngu bataferlinu í helgarviðtali Fréttablaðsins. Siggi hélt vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns á Facebooksíðu sinni. „Ég er mikil tilfinningavera og þetta tók svakalega á mig. Hann er í heildina í lífshættu í meira en tíu mánuði og þegar maður byrjar hvern einasta dag, mánuð eftir mánuð, á því að vera hræddur um barnið sitt þá tærist maður einhvern veginn upp,“ segir Siggi í samtali við Fréttablaðið. Í október á síðasta ári útskrifaðist Árni loks af spítala. Eftir að Árna hafði verði haldið sofandi í um fjóra og hálfan mánuð vaknaði hann loks og horfði þá til betri vegar. Var í framhaldinu ákveðið að Árni færi í endurhæfingu á Grensás sem Sigga fannst of snemmt þar sem hann átti enn í erfiðleikum með að nærast. Hann ákvað þó að treysta læknum. „Þarna verður mikið bakslag og ég er afar bitur út í Grensás. Afsakaðu orðalagið, en þeir vorum næstum búnir að drepa hann,“ er haft eftir Sigga. „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum.“ Árna hrakaði sem sagt mikið og greindist með svæsna lungnabólgu í kjölfarið. Var hann þá færður aftur á Landspítala þar sem læknar og hjúkrunarteymi voru ekki bjartsýn á bata Árna. „Einn daginn hringir í okkur læknir og segir okkur að Árna hafi hrakað mikið, staðan hafi versnað hratt og að það gangi illa að halda uppi súrefnismettun. Við erum eiginlega beðin um að koma bara strax, þarna var bara verið að biðja okkur um að koma og kveðja hann,“ er haft eftir Sigga. Á gjörgæslu var kallað til Tómasar Guðbjartssonar, Lækna-Tómasar, sem lagði það örþrifaráð til að snúa Árna á grúfu. Við tók erfið bið en loks sýndi Árni svörun og björgunin tókst. Við tók endurhæfingarferli á Spáni en Siggi var ákveðinn í að senda son sinn ekki aftur á Grensás. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Árni er sonur Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem er betur þekktur sem Siggi stormur. Þeir segja sögu Árna og reynslu sína af löngu bataferlinu í helgarviðtali Fréttablaðsins. Siggi hélt vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns á Facebooksíðu sinni. „Ég er mikil tilfinningavera og þetta tók svakalega á mig. Hann er í heildina í lífshættu í meira en tíu mánuði og þegar maður byrjar hvern einasta dag, mánuð eftir mánuð, á því að vera hræddur um barnið sitt þá tærist maður einhvern veginn upp,“ segir Siggi í samtali við Fréttablaðið. Í október á síðasta ári útskrifaðist Árni loks af spítala. Eftir að Árna hafði verði haldið sofandi í um fjóra og hálfan mánuð vaknaði hann loks og horfði þá til betri vegar. Var í framhaldinu ákveðið að Árni færi í endurhæfingu á Grensás sem Sigga fannst of snemmt þar sem hann átti enn í erfiðleikum með að nærast. Hann ákvað þó að treysta læknum. „Þarna verður mikið bakslag og ég er afar bitur út í Grensás. Afsakaðu orðalagið, en þeir vorum næstum búnir að drepa hann,“ er haft eftir Sigga. „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum.“ Árna hrakaði sem sagt mikið og greindist með svæsna lungnabólgu í kjölfarið. Var hann þá færður aftur á Landspítala þar sem læknar og hjúkrunarteymi voru ekki bjartsýn á bata Árna. „Einn daginn hringir í okkur læknir og segir okkur að Árna hafi hrakað mikið, staðan hafi versnað hratt og að það gangi illa að halda uppi súrefnismettun. Við erum eiginlega beðin um að koma bara strax, þarna var bara verið að biðja okkur um að koma og kveðja hann,“ er haft eftir Sigga. Á gjörgæslu var kallað til Tómasar Guðbjartssonar, Lækna-Tómasar, sem lagði það örþrifaráð til að snúa Árna á grúfu. Við tók erfið bið en loks sýndi Árni svörun og björgunin tókst. Við tók endurhæfingarferli á Spáni en Siggi var ákveðinn í að senda son sinn ekki aftur á Grensás.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28
Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12