„Þessu er auðsvarað, viðbrögð mín eru engin. Við bíðum bara átekta eftir tilboði Eflingar sem þau ætla að leggja fram eftir helgi. Það er ekkert nýtt sem kemur fram í þessu, nákvæmlega ekki neitt nýtt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, inntur eftir viðbrögðum við yfirlýsingu Eflingar.

