Fluginu frestað eftir árekstur á Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 20:45 Farþegar vélarinnar voru beðnir að safnast saman í töskusal flugstöðvarinnar og bíða frekari upplýsinga. Una María Flugvél á vegum hollenska flugfélagsins Transavia, sem áætlað var að flygi til Amsterdam nú í kvöld, er ekki á förum í bráð. Ástæðan er sú að ökutæki við störf á flugvellinum var ekið á vélina. Í samtali við Vísi segir Una María Magnúsdóttir, sem var stödd inni í vélinni þegar fréttastofa náði af henni tali, að flugmaðurinn hefði tjáð farþegum að því miður yrði ekki flogið í kvöld vegna þessa óhapps sem varð meðan vélin var í stæði. „Við fengum tilkynningu um að það hefði ökutæki keyrt á vélina og hún væri of sködduð til að fljúga,“ segir Una. Farþegar bíði frekari upplýsinga Farþegar hafi verið beðnir að fara frá borði og safnast saman í töskusal flugstöðvarinnar þar sem þeim var tjáð að þeir fengju nýtt flug klukkan 9:30 í fyrramálið. „Flugmaðurinn sagði að vélin væri það sködduð að þau þyrftu að fá einhverja skoðun til að mega fljúga með okkur. Helst hefðu þau viljað setja okkur í nýja vél en það væri engin laus. Þannig að það eru bara allir á hótel og reynt aftur á morgun,“ sagði Una. Sjálf ætlaði hún þó ekki að verja nóttinni á hóteli, heldur hafði hún þegar hringt í kærastann sinn sem ætlaði að koma um hæl og sækja hana. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, staðfesti í samtali við fréttastofu að ekið hefði verið á vélina og málið væri í skoðun. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 20:56. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Una María Magnúsdóttir, sem var stödd inni í vélinni þegar fréttastofa náði af henni tali, að flugmaðurinn hefði tjáð farþegum að því miður yrði ekki flogið í kvöld vegna þessa óhapps sem varð meðan vélin var í stæði. „Við fengum tilkynningu um að það hefði ökutæki keyrt á vélina og hún væri of sködduð til að fljúga,“ segir Una. Farþegar bíði frekari upplýsinga Farþegar hafi verið beðnir að fara frá borði og safnast saman í töskusal flugstöðvarinnar þar sem þeim var tjáð að þeir fengju nýtt flug klukkan 9:30 í fyrramálið. „Flugmaðurinn sagði að vélin væri það sködduð að þau þyrftu að fá einhverja skoðun til að mega fljúga með okkur. Helst hefðu þau viljað setja okkur í nýja vél en það væri engin laus. Þannig að það eru bara allir á hótel og reynt aftur á morgun,“ sagði Una. Sjálf ætlaði hún þó ekki að verja nóttinni á hóteli, heldur hafði hún þegar hringt í kærastann sinn sem ætlaði að koma um hæl og sækja hana. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, staðfesti í samtali við fréttastofu að ekið hefði verið á vélina og málið væri í skoðun. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 20:56.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira