Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2023 09:31 Samninganefnd Eflingar. EFLING Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að tilboðinu fylgi útfærsla á nýrri launatöflu; hækkanir á töflunni séu á bilinu 40 til 59 þúsund krónur, sem sé innan þess ramma sem samið var um við önnur stéttarfélög í byrjun desember. Forsvarsmenn SA hafa lagt mikla áherslu á að ekki verði vikið frá þeim ramma. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sem sé sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Hönnun launatöflunnar setur hlutfallslega mesta í vikt í annað og þriðja starfsaldursþrep, ólíkt töflu SGS samningsins sem setur langmesta vikt á efsta þrepið (5 ára starfsaldur). Þá er nokkrum störfum endurraðað í töfluna og lögð er fram bókun um sameiginlegan skilning aðila á rétti trúnaðarmanna til að starfa í samninganefndum án launataps. Samþykkt er að hagvaxtarauki falli niður og aðrar hækkanir á launaliðum komi í hans stað,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu. Þar segir einnig að forsendur tilboðsins séu þær að aðlaga launatöfluna í samningi Starfsgreinasambandsins og SA að samsetningu félagsmannahóps Eflingar og koma til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu, „einkum vegna stjórnlauss húsnæðismarkaðar“. „Þá er horft til þess að verja kaupmátt launa, tryggja hlutdeild verkafólks í miklum hagvexti og að fylgja eftir hugmyndafræði Lífskjarasamningsins um hækkun lægstu launa umfram önnur laun.“ Í tilkynningunni segir að samninganefnd Eflingar hafni því með öllu að Eflingarfélagar séu bundnir af kjarasamningagerð annarra stéttarfélaga. Yfirlýsingar SA þess efnis séu í algjörri andstöðu við lagarétt vinnumarkaðarins og samninganefndin gefi sér að ríkissáttasemjari muni beita sér eins og þurfa þykir á næstu sólahringum tli að tryggja að aðilar virði sjálfstæðan og lögvarin samningsrétt hvors annars. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. 7. janúar 2023 18:34 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Þar segir að tilboðinu fylgi útfærsla á nýrri launatöflu; hækkanir á töflunni séu á bilinu 40 til 59 þúsund krónur, sem sé innan þess ramma sem samið var um við önnur stéttarfélög í byrjun desember. Forsvarsmenn SA hafa lagt mikla áherslu á að ekki verði vikið frá þeim ramma. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sem sé sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Hönnun launatöflunnar setur hlutfallslega mesta í vikt í annað og þriðja starfsaldursþrep, ólíkt töflu SGS samningsins sem setur langmesta vikt á efsta þrepið (5 ára starfsaldur). Þá er nokkrum störfum endurraðað í töfluna og lögð er fram bókun um sameiginlegan skilning aðila á rétti trúnaðarmanna til að starfa í samninganefndum án launataps. Samþykkt er að hagvaxtarauki falli niður og aðrar hækkanir á launaliðum komi í hans stað,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu. Þar segir einnig að forsendur tilboðsins séu þær að aðlaga launatöfluna í samningi Starfsgreinasambandsins og SA að samsetningu félagsmannahóps Eflingar og koma til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu, „einkum vegna stjórnlauss húsnæðismarkaðar“. „Þá er horft til þess að verja kaupmátt launa, tryggja hlutdeild verkafólks í miklum hagvexti og að fylgja eftir hugmyndafræði Lífskjarasamningsins um hækkun lægstu launa umfram önnur laun.“ Í tilkynningunni segir að samninganefnd Eflingar hafni því með öllu að Eflingarfélagar séu bundnir af kjarasamningagerð annarra stéttarfélaga. Yfirlýsingar SA þess efnis séu í algjörri andstöðu við lagarétt vinnumarkaðarins og samninganefndin gefi sér að ríkissáttasemjari muni beita sér eins og þurfa þykir á næstu sólahringum tli að tryggja að aðilar virði sjálfstæðan og lögvarin samningsrétt hvors annars.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. 7. janúar 2023 18:34 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46
Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08
Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. 7. janúar 2023 18:34
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent