Bríet og Friðrik Dór: Kosmískir listamenn Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 9. janúar 2023 10:07 Á tíu til tuttugu ára fresti koma fram einstakir listamenn á sjónarsviðið ef við sem samfélag erum það lánsöm. Listamenn sem hafa eitthvað mjög sérstakt og dýrmætt með sér og snerta mann að innsta kjarna með tónlist sinni, myndlist eða öðru stórkostlegu listformi. Ég verð 38 ára á þessu ári þó mér líði stundum eins og ég sé tvítugur og verð að viðurkenna að ég þekki ekki mikið til af okkar yngri listamönnum í dag. Ég lifi frekar rólegu og einföldu lífi. Ég hafði heyrt eitt og eitt lag með Friðrik Dór sem hafði áhrif á mig og ég hugsaði með mér, þessi er einstakur og á eftir að ná langt. Bæði textarnir, melódíurnar, karakter hans og einlægni sem maður skynjar með honum sýndi mèr tónlistarmann sem hefur og mun hafa það sterk áhrif á samfélagið með list sinni að hann breytir því til hins betra á margþættan hátt. Hann er trúr og sannur sjálfum sér. Síðasta sumar eignaðist ég góðan vin sem heldur mikið upp á bæði Friðrik og Jón bróðir hans og hún fór að sýna mér lögin þeirra í gegnum tíðina og ég tengdist á mjög svo djúpan hátt við lögin hans Friðriks, sérstaklega í tengingu við aðra manneskju sem kom stuttlega inn í líf mitt. En það var ekki fyrr en hún leyfði mér að heyra Live upptöku frá Kaplakrika af laginu „Ekki stinga mig af“ eftir Friðrik Dór og sagði mér að hann hefði samið það um dóttir sína að ég varð gjörsamlega orðlaus. Þegar ég nota orðið orðlaus er ég kannski að reyna að fela upprunalegu líðan mína sem tveggja barna faðir þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta sinn. En ég hlustaði á lagið aftur og aftur og vildi helst vera einn þegar ég hlustaði á það ef þið skiljið mig hvort sem þið eruð foreldrar eða ekki. Í þessu fallega lagi nær Friðrik að fanga tengsl foreldris og barns á svo hreinan og djúpan hátt að sál hverrar manneskju situr eftir í þögninni með hugann við sín eigin börn og skilur nákvæmlega líðan og ást Friðriks til síns eigin barns og/eða barna. Þarna stóð tónlistarmaður á sviði umkringdur aðdáendum sínum og þarna var Friðrik einn með gítarinn sinn, einlægur, algjörlega berskjaldaður með opið hjarta og algjörlega í sínum eigin heimi og í sterkri andlegri tengingu við sjálfan sig sem gerði það að verkum að hann snerti hverja einustu manneskju í Kaplakrika að innsta kjarna þeirra. Að innstu hjartarótum. Í hindúisma er haft eftir einni holdtekju Guðs, Avatarnum Krishna, að svona tónlistarmenn séu þeim mjög hjartfólgnir og að þeir haldi þeim mjög nærri sér því þeir ná að lýsa hinu ólýsanlega og gefa fólki snertingu af því sem öll trúarbrögð kalla Guð, Almættið eða Sjálfið, sem er í raun bara hrein væntumþykja og ást hverrar manneskju. Þessir tónlistarmenn eins og Friðrik Dór miðla vellíðan, gleði og kærleika til annarra með því að vera algjörlega þeir sjálfir í sínum flutningi. Það er einmitt sem Friðrik Dór ber með sér, einstaka snilligáfu á sviði tónlistar sem kemur beint frá hans innsta kjarna og með flutningi sínum og nærveru þá opnar hann hjartastöðina í fólki og losar neikvæðar tilfinningastíflur sem hreinsa manneskjuna tilfinningalega. Friðrik dregur fólk algjörlega í sitt vitundarástand sem meirihluti listamanna getur ekki gert, er einfaldlega ekki fært um að gera, allavega ekki á þennan hátt. Svona einstaklingar eru oft kallaðir kosmískir tónlistarmenn sem hafa verið snertir af einhverju dýrmætu, snertir af hinum eilífa guðs neista guðdómsins og hafa þessa sterku köllun í lífinu eða jafnvel örlög myndu sumir segja. Tónlistarfólk og allir listamenn eins og svona eru heilarar af guðs náð, holdtekjur hreinnar sköpunargáfu, sannleika og væntumþykju. Við tengjum við textana þeirra sem heila okkur á takmarkalausan hátt og losa gamlar neikvæðar tilfinningastíflur sem við höfum kannski borið með okkur í langan tíma. Og við göngum oftar en ekki burt af tónleikum þeirra sem nýjar manneskjur. Lagið „Ekki stinga mig af“ er einfaldlega eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt á ævinni og er einmitt þess eðlis að ég get einfaldlega ekki lýst því til fulls með orðum. Það tekur mann í aðra vídd ef svo má að orði komast. Vegna þess að því tilfinningarnar, hugsanirnar og vitundarástandið sem maður upplifir með flutningnum er einmitt þetta ,,það" , þetta óútskýranlega; gull neisti frá guðdóminum sjálfum. Þetta lag gjörsamlega heltekur mann á allan mögulegan hátt og ég held að hvert einasta foreldri sem heyrir þetta lag tengi og skilji nákvæmlega hvað ég á við. Fram til þessa voru mín fallegustu og uppáhalds lög ,„Tvær Stjörnur“ eftir Megas, „Þú átt mig ein“ í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar, „Það er gott að elska“, „Velkominn“ og „Með þér“ eftir Bubba Morthens þó að það sé mjög erfitt að velja uppáhalds lag með Bubba því þau eru svo mörg. En allir þessir einstaklingar falla í sama flokk og Friðrik Dór; gullsins neistar frá guðdóminum sjálfum með sköpunargáfu sem læknar og heilar einstaklinginn og vekur upp manns andann. Friðrik Dór á eftir að ganga í spor Magnús Þórs Sigmundssonar sem samdi meðal annars lagið „Ást“ við texta Sigurðs Norðdals í flutningi Ragnheiðar Gröndal, eins besta tónlistarskálds okkar Íslendinga ásamt Megasi og Bubba. Það sem allir þessir listamenn eiga sameiginlegt er að hafa gengið í gegnum mikinn sársauka í lífinu en ekkert umbreytir manni eins mikið og mótar mann og þjáningin og tekur mann inn á nýjan andlegan veg í lífinu og úr þeirri vegferð fæðast svona fyrrnefnd meistaraverk sem þjóðin nýtur svo góðs af. Fyrir þó nokkru kom systir mín til mín og sagðist vera að fara á tónleika með söngkonunni BRÍET og ég spurði í fáfræði minni hver BRÍET væri og hún svaraði að hún væri rísandi stjarna í tónlistarheiminum. Þannig ég fór að kynna mér þessa einstöku listakonu. Það er bersýnilegt að BRÍET, þessi tónlistarsnillingur hefur gengið í gegnum margt í lífinu og er það sem ég kalla og sé sem „gamla sál“. Ég á mjög erfitt með að lýsa BRÍET því hún er eins og lagið hans Friðriks á ákveðinn hátt, ólýsanleg á alla vegu. Eitthvað svo sérstakt að maður getur bara hlustað og notið ferðarinnar með henni. Uppáhalds lagið mitt með BRÍET er lagið „Esjan„ þó erfitt sé að velja. En textinn sjálfur og melódían er eitthvað svo algjörlega út úr þessum heimi og þegar ég hlusta á þetta meistaraverk sem lagið ,,Esjan,, er, þá sé ég og upplifi allt mitt líf á einu andartaki; eins og að allsstaðar sé miðja alheimsins og í hverju augnabliki sé heil eilífð. Lagið „Esjan“ er afrakstur langrar sögu, þjáningar, sterkra tilfinninga og ástar. BRÍET á heima í sama hópi og fyrrnefndir listamenn og bæði hún og Friðrik munu taka við keflinu af þeim listamanni sem þarf ekki að nefna sem á flest frumsamin lög Íslendinga og farsælasta ferilinn í sögu íslenskrar tónlistar. En þau munu bæði gera það á sinn sérstaka og einstaka hátt sem einstakir listamenn. Ég hef aldrei farið á tónleika með BRÍET en það er ekki langt þangað til ég enda þar. Ég er sammála Megasi að Esjan sé sjúkleg á sinn hátt og að Akrafjallið sé geðbilað að sjá. En Esjan hennar BRÍETAR er bara svo miklu fallegri, glitrandi og töfrandi. Hún er algjörlega ólýsanleg og eitthvað sem aðeins er hægt að njóta og heilast af. En fyrir mér er bæði Megas og Bríet eins og tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Tveir tónlistarsnillingar sem gefa af sér ólík og framandi meistaraverk. Ég fæ stundum fólk til mín sem er svo uppfyllt af sársauka og þá bendi ég þeim oftar en ekki á heilun tónlistarinnar sem aðeins kosmískir tónlistarmenn geta gefið þeim. „Esjan er falleg en ekki fallegri en þú. Hvernig augu þín glitra eins og hafið svo djúpt.“ - Bríet „Ég ætla ekki að tala um sprengingar,Líkja augunum þínum við stjörnurnarMig dugar hér engar myndlíkingarÞú ert svo miklu merkilegri en þaðÉg vil þú vitir aðÉg mun elta þig út alla ævinaAlveg sama hvert og hversu hrattTíminn hleypur ég biðEkki stinga mig afEkki stinga mig afEkki stinga mig afEkki stinga mig afEkki stinga mig af.“ - Friðrik Dór Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Trúmál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á tíu til tuttugu ára fresti koma fram einstakir listamenn á sjónarsviðið ef við sem samfélag erum það lánsöm. Listamenn sem hafa eitthvað mjög sérstakt og dýrmætt með sér og snerta mann að innsta kjarna með tónlist sinni, myndlist eða öðru stórkostlegu listformi. Ég verð 38 ára á þessu ári þó mér líði stundum eins og ég sé tvítugur og verð að viðurkenna að ég þekki ekki mikið til af okkar yngri listamönnum í dag. Ég lifi frekar rólegu og einföldu lífi. Ég hafði heyrt eitt og eitt lag með Friðrik Dór sem hafði áhrif á mig og ég hugsaði með mér, þessi er einstakur og á eftir að ná langt. Bæði textarnir, melódíurnar, karakter hans og einlægni sem maður skynjar með honum sýndi mèr tónlistarmann sem hefur og mun hafa það sterk áhrif á samfélagið með list sinni að hann breytir því til hins betra á margþættan hátt. Hann er trúr og sannur sjálfum sér. Síðasta sumar eignaðist ég góðan vin sem heldur mikið upp á bæði Friðrik og Jón bróðir hans og hún fór að sýna mér lögin þeirra í gegnum tíðina og ég tengdist á mjög svo djúpan hátt við lögin hans Friðriks, sérstaklega í tengingu við aðra manneskju sem kom stuttlega inn í líf mitt. En það var ekki fyrr en hún leyfði mér að heyra Live upptöku frá Kaplakrika af laginu „Ekki stinga mig af“ eftir Friðrik Dór og sagði mér að hann hefði samið það um dóttir sína að ég varð gjörsamlega orðlaus. Þegar ég nota orðið orðlaus er ég kannski að reyna að fela upprunalegu líðan mína sem tveggja barna faðir þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta sinn. En ég hlustaði á lagið aftur og aftur og vildi helst vera einn þegar ég hlustaði á það ef þið skiljið mig hvort sem þið eruð foreldrar eða ekki. Í þessu fallega lagi nær Friðrik að fanga tengsl foreldris og barns á svo hreinan og djúpan hátt að sál hverrar manneskju situr eftir í þögninni með hugann við sín eigin börn og skilur nákvæmlega líðan og ást Friðriks til síns eigin barns og/eða barna. Þarna stóð tónlistarmaður á sviði umkringdur aðdáendum sínum og þarna var Friðrik einn með gítarinn sinn, einlægur, algjörlega berskjaldaður með opið hjarta og algjörlega í sínum eigin heimi og í sterkri andlegri tengingu við sjálfan sig sem gerði það að verkum að hann snerti hverja einustu manneskju í Kaplakrika að innsta kjarna þeirra. Að innstu hjartarótum. Í hindúisma er haft eftir einni holdtekju Guðs, Avatarnum Krishna, að svona tónlistarmenn séu þeim mjög hjartfólgnir og að þeir haldi þeim mjög nærri sér því þeir ná að lýsa hinu ólýsanlega og gefa fólki snertingu af því sem öll trúarbrögð kalla Guð, Almættið eða Sjálfið, sem er í raun bara hrein væntumþykja og ást hverrar manneskju. Þessir tónlistarmenn eins og Friðrik Dór miðla vellíðan, gleði og kærleika til annarra með því að vera algjörlega þeir sjálfir í sínum flutningi. Það er einmitt sem Friðrik Dór ber með sér, einstaka snilligáfu á sviði tónlistar sem kemur beint frá hans innsta kjarna og með flutningi sínum og nærveru þá opnar hann hjartastöðina í fólki og losar neikvæðar tilfinningastíflur sem hreinsa manneskjuna tilfinningalega. Friðrik dregur fólk algjörlega í sitt vitundarástand sem meirihluti listamanna getur ekki gert, er einfaldlega ekki fært um að gera, allavega ekki á þennan hátt. Svona einstaklingar eru oft kallaðir kosmískir tónlistarmenn sem hafa verið snertir af einhverju dýrmætu, snertir af hinum eilífa guðs neista guðdómsins og hafa þessa sterku köllun í lífinu eða jafnvel örlög myndu sumir segja. Tónlistarfólk og allir listamenn eins og svona eru heilarar af guðs náð, holdtekjur hreinnar sköpunargáfu, sannleika og væntumþykju. Við tengjum við textana þeirra sem heila okkur á takmarkalausan hátt og losa gamlar neikvæðar tilfinningastíflur sem við höfum kannski borið með okkur í langan tíma. Og við göngum oftar en ekki burt af tónleikum þeirra sem nýjar manneskjur. Lagið „Ekki stinga mig af“ er einfaldlega eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt á ævinni og er einmitt þess eðlis að ég get einfaldlega ekki lýst því til fulls með orðum. Það tekur mann í aðra vídd ef svo má að orði komast. Vegna þess að því tilfinningarnar, hugsanirnar og vitundarástandið sem maður upplifir með flutningnum er einmitt þetta ,,það" , þetta óútskýranlega; gull neisti frá guðdóminum sjálfum. Þetta lag gjörsamlega heltekur mann á allan mögulegan hátt og ég held að hvert einasta foreldri sem heyrir þetta lag tengi og skilji nákvæmlega hvað ég á við. Fram til þessa voru mín fallegustu og uppáhalds lög ,„Tvær Stjörnur“ eftir Megas, „Þú átt mig ein“ í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar, „Það er gott að elska“, „Velkominn“ og „Með þér“ eftir Bubba Morthens þó að það sé mjög erfitt að velja uppáhalds lag með Bubba því þau eru svo mörg. En allir þessir einstaklingar falla í sama flokk og Friðrik Dór; gullsins neistar frá guðdóminum sjálfum með sköpunargáfu sem læknar og heilar einstaklinginn og vekur upp manns andann. Friðrik Dór á eftir að ganga í spor Magnús Þórs Sigmundssonar sem samdi meðal annars lagið „Ást“ við texta Sigurðs Norðdals í flutningi Ragnheiðar Gröndal, eins besta tónlistarskálds okkar Íslendinga ásamt Megasi og Bubba. Það sem allir þessir listamenn eiga sameiginlegt er að hafa gengið í gegnum mikinn sársauka í lífinu en ekkert umbreytir manni eins mikið og mótar mann og þjáningin og tekur mann inn á nýjan andlegan veg í lífinu og úr þeirri vegferð fæðast svona fyrrnefnd meistaraverk sem þjóðin nýtur svo góðs af. Fyrir þó nokkru kom systir mín til mín og sagðist vera að fara á tónleika með söngkonunni BRÍET og ég spurði í fáfræði minni hver BRÍET væri og hún svaraði að hún væri rísandi stjarna í tónlistarheiminum. Þannig ég fór að kynna mér þessa einstöku listakonu. Það er bersýnilegt að BRÍET, þessi tónlistarsnillingur hefur gengið í gegnum margt í lífinu og er það sem ég kalla og sé sem „gamla sál“. Ég á mjög erfitt með að lýsa BRÍET því hún er eins og lagið hans Friðriks á ákveðinn hátt, ólýsanleg á alla vegu. Eitthvað svo sérstakt að maður getur bara hlustað og notið ferðarinnar með henni. Uppáhalds lagið mitt með BRÍET er lagið „Esjan„ þó erfitt sé að velja. En textinn sjálfur og melódían er eitthvað svo algjörlega út úr þessum heimi og þegar ég hlusta á þetta meistaraverk sem lagið ,,Esjan,, er, þá sé ég og upplifi allt mitt líf á einu andartaki; eins og að allsstaðar sé miðja alheimsins og í hverju augnabliki sé heil eilífð. Lagið „Esjan“ er afrakstur langrar sögu, þjáningar, sterkra tilfinninga og ástar. BRÍET á heima í sama hópi og fyrrnefndir listamenn og bæði hún og Friðrik munu taka við keflinu af þeim listamanni sem þarf ekki að nefna sem á flest frumsamin lög Íslendinga og farsælasta ferilinn í sögu íslenskrar tónlistar. En þau munu bæði gera það á sinn sérstaka og einstaka hátt sem einstakir listamenn. Ég hef aldrei farið á tónleika með BRÍET en það er ekki langt þangað til ég enda þar. Ég er sammála Megasi að Esjan sé sjúkleg á sinn hátt og að Akrafjallið sé geðbilað að sjá. En Esjan hennar BRÍETAR er bara svo miklu fallegri, glitrandi og töfrandi. Hún er algjörlega ólýsanleg og eitthvað sem aðeins er hægt að njóta og heilast af. En fyrir mér er bæði Megas og Bríet eins og tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Tveir tónlistarsnillingar sem gefa af sér ólík og framandi meistaraverk. Ég fæ stundum fólk til mín sem er svo uppfyllt af sársauka og þá bendi ég þeim oftar en ekki á heilun tónlistarinnar sem aðeins kosmískir tónlistarmenn geta gefið þeim. „Esjan er falleg en ekki fallegri en þú. Hvernig augu þín glitra eins og hafið svo djúpt.“ - Bríet „Ég ætla ekki að tala um sprengingar,Líkja augunum þínum við stjörnurnarMig dugar hér engar myndlíkingarÞú ert svo miklu merkilegri en þaðÉg vil þú vitir aðÉg mun elta þig út alla ævinaAlveg sama hvert og hversu hrattTíminn hleypur ég biðEkki stinga mig afEkki stinga mig afEkki stinga mig afEkki stinga mig afEkki stinga mig af.“ - Friðrik Dór Höfundur er eilífðarstúdent.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar