„Framsókn“ Sigurðar Inga Heimir Eyvindarson skrifar 9. janúar 2023 11:01 Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Svo framsýnar voru hugmyndirnar að við austurbæjarstöð var einnig gert ráð fyrir aðkomu lesta utan af landsbyggðinni. Því miður fáum við aldrei að vita hvernig samfélagið hefði þróast ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika - og ekki hefði verið ráðist í að gera borgina að bílaborg að bandarískri fyrirmynd. Ekki frekar en við fáum nokkurn tíma að vita hvort almenningur hefði það betra ef framsóknarmenn hefðu ekki ákveðið að gefa nokkrum vel völdum vinum sínum fiskveiði auðlindina á sínum tíma, eins og velt var upp í áramótaskaupinu. Ætli þeir í framsókn viti hvað orðið framsókn þýði? Líklega ekki Sigurður Ingi, sem sló hugmyndir um lest milli Reykjaness og Reykjavíkur út af borðinu í gær. Taldi viturlegra að byggja upp vegi. „Ahhhhaahhha, haldið þið að lestir komist leiðar sinnar þegar okkar stærstu díselhákar komast hvorki lönd né strönd? Ahhahahhhahh!“ Kannski ekki Sigurður, en þær ættu a.m.k. að komast þegar vegirnir eru lokaðir vegna fastra smábíla þvers og kruss. Þessi framsýni Sigurðar Inga minnir á annan ámóta framtíðarsnilling, Steingrím J., sem sagði eitthvað á þessa leið, þegar til stóð að byggja Leifsstöð á sínum tíma: „Ahhhhaahhha, þetta er algjört rugl! Haldið þið að það verði endalaust til af flugfarþegum?! Það er miklu nær að efla skipaflotann. Siglingar eru framtíðin. Ahhahahhhahh.“ Nýsköpun, sjálfbærni og umhverfisvernd eru meðal markmiða sem viðurkennt er að manneskjunni sé nauðsynlegt að stefna að, eigi henni ekki að takast að tortíma sjálfri sér í endalausum ahhahahhhahh belgingi. Þeim markmiðum náum við ekki með því að neita að sjá aðrar lausnir en einkabílinn. Þeir voru framsýnir Bretarnir sem byggðu fyrstu almenningsjárnbraut veraldar, milli Liverpool og Manchester fyrir næstum 200 árum. Hvað hefði Steingrímur J. sagt við þeim pælingum? Kannski: „Ahhhhaahhha, hvaða rugl er í ykkur, það eru fullgóðir skipaskurðir milli borganna. Það er miklu nær að styrkja þá enn frekar.“? Þeir voru líka framsýnir Danirnir sem byrjuðu að byggja upp lestarkerfið þar skömmu á eftir Bretunum. Þegar lest milli Roskilde og Køben var tekin í notkun 1847 bjuggu líklega álíka margir á þessum tveimur stöðum og búa í dag í Reykjavík og Reykjanesbæ. Skipulagsmál ættu ætíð að vera á ábyrgð þeirra sem sjá lengra fram í tímann en nef þeirra nær. Sagan sýnir að öll viðleitni mannsins til þess að liðka um fyrir bílaumferð hefur orðið til þess að auka hana. Líklega veit Sigurður Ingi það ekki. Eða honum er kannski bara sama? Við ráðum því nefnilega sjálf, í hvernig samfélagi við viljum búa. Til þess höfum við alls konar lýðræðistól. Við getum látið skoðun okkar í ljós og komið athugasemdum á framfæri. Og svo getum við líka hætt að kjósa olíubelgi yfir okkur, hvort sem þeir eru úr framsókn, VG eða öðrum flokkum. Það er t.d. engin tilviljun eða náttúrulögmál að Amsterdam og Køben eru annálaðar reiðhjólaborgir. Það kostaði baráttu fólks og skilning yfirvalda. Upp úr 1970 stefndi allt í að báðar þessar borgir yrðu ósköp venjulegar bílaborgir, þrátt fyrir ríka hjólreiðahefð í báðum löndum. Einkabíllinn var einfaldlega málið. „Ahhhhaahhha, ætliði bara að hjóla út um allt? „Ahhhhaahhha!“ Höfundur er kennari og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Hjólreiðar Skipulag Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Svo framsýnar voru hugmyndirnar að við austurbæjarstöð var einnig gert ráð fyrir aðkomu lesta utan af landsbyggðinni. Því miður fáum við aldrei að vita hvernig samfélagið hefði þróast ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika - og ekki hefði verið ráðist í að gera borgina að bílaborg að bandarískri fyrirmynd. Ekki frekar en við fáum nokkurn tíma að vita hvort almenningur hefði það betra ef framsóknarmenn hefðu ekki ákveðið að gefa nokkrum vel völdum vinum sínum fiskveiði auðlindina á sínum tíma, eins og velt var upp í áramótaskaupinu. Ætli þeir í framsókn viti hvað orðið framsókn þýði? Líklega ekki Sigurður Ingi, sem sló hugmyndir um lest milli Reykjaness og Reykjavíkur út af borðinu í gær. Taldi viturlegra að byggja upp vegi. „Ahhhhaahhha, haldið þið að lestir komist leiðar sinnar þegar okkar stærstu díselhákar komast hvorki lönd né strönd? Ahhahahhhahh!“ Kannski ekki Sigurður, en þær ættu a.m.k. að komast þegar vegirnir eru lokaðir vegna fastra smábíla þvers og kruss. Þessi framsýni Sigurðar Inga minnir á annan ámóta framtíðarsnilling, Steingrím J., sem sagði eitthvað á þessa leið, þegar til stóð að byggja Leifsstöð á sínum tíma: „Ahhhhaahhha, þetta er algjört rugl! Haldið þið að það verði endalaust til af flugfarþegum?! Það er miklu nær að efla skipaflotann. Siglingar eru framtíðin. Ahhahahhhahh.“ Nýsköpun, sjálfbærni og umhverfisvernd eru meðal markmiða sem viðurkennt er að manneskjunni sé nauðsynlegt að stefna að, eigi henni ekki að takast að tortíma sjálfri sér í endalausum ahhahahhhahh belgingi. Þeim markmiðum náum við ekki með því að neita að sjá aðrar lausnir en einkabílinn. Þeir voru framsýnir Bretarnir sem byggðu fyrstu almenningsjárnbraut veraldar, milli Liverpool og Manchester fyrir næstum 200 árum. Hvað hefði Steingrímur J. sagt við þeim pælingum? Kannski: „Ahhhhaahhha, hvaða rugl er í ykkur, það eru fullgóðir skipaskurðir milli borganna. Það er miklu nær að styrkja þá enn frekar.“? Þeir voru líka framsýnir Danirnir sem byrjuðu að byggja upp lestarkerfið þar skömmu á eftir Bretunum. Þegar lest milli Roskilde og Køben var tekin í notkun 1847 bjuggu líklega álíka margir á þessum tveimur stöðum og búa í dag í Reykjavík og Reykjanesbæ. Skipulagsmál ættu ætíð að vera á ábyrgð þeirra sem sjá lengra fram í tímann en nef þeirra nær. Sagan sýnir að öll viðleitni mannsins til þess að liðka um fyrir bílaumferð hefur orðið til þess að auka hana. Líklega veit Sigurður Ingi það ekki. Eða honum er kannski bara sama? Við ráðum því nefnilega sjálf, í hvernig samfélagi við viljum búa. Til þess höfum við alls konar lýðræðistól. Við getum látið skoðun okkar í ljós og komið athugasemdum á framfæri. Og svo getum við líka hætt að kjósa olíubelgi yfir okkur, hvort sem þeir eru úr framsókn, VG eða öðrum flokkum. Það er t.d. engin tilviljun eða náttúrulögmál að Amsterdam og Køben eru annálaðar reiðhjólaborgir. Það kostaði baráttu fólks og skilning yfirvalda. Upp úr 1970 stefndi allt í að báðar þessar borgir yrðu ósköp venjulegar bílaborgir, þrátt fyrir ríka hjólreiðahefð í báðum löndum. Einkabíllinn var einfaldlega málið. „Ahhhhaahhha, ætliði bara að hjóla út um allt? „Ahhhhaahhha!“ Höfundur er kennari og tónlistarmaður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun