Þetta er ekki nóg Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 9. janúar 2023 15:00 Í Silfrinu á RÚV 8. janúar ræddi Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um heildarlaun nokkurra heilbrigðisstétta, byggðum á upplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins frá janúar til september 2022. Í þeim gögnum er máluð mjög skökk mynd af þeim launakjörum sem þessar stéttir búa við og er það miður. Mér finnst miklu máli skipta að þegar fólk tjáir sig um þessi mál, þá viti það hvað það er að segja og hvað liggur að baki slíkum tölum eins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, gerði svo vel á í sama þætti. Á bakvið heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru t.d. greiðslur fyrir vaktaálag en það er greitt fyrir þann tíma sem unninn er utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta á við um vinnu á kvöldin, nóttunni, um helgar og á lögbundnum frídögum eins og t.d. um páska eða þegar aðrir eru í fríi. Jafnframt vantar hjúkrunarfræðinga til starfa og er því viðvarandi krafa um yfirvinnu á hjúkrunarfræðinga og margar aðrar heilbrigðisstéttir, svo hægt sé að veita þá grunnheilbrigðisþjónustu sem við stærum okkur af að sé svo góð og landsmenn gera kröfu um. Yfirvinnan er ekki bara vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, heldur einnig vegna afleiðinga heimsfaraldurs sem við erum enn þá að glíma við. Á sama tíma hafa veikindi og þar með talið langvarandi veikindi aukist og allt eykur þetta á kröfu um frekari óumbeðna yfirvinnu svo hægt sé að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Allt endurspeglar þetta mikla yfirvinnu og aukið vinnuálag sem er ekki til að laða fólk til starfa eða halda því í starfi, eins og við sjáum raungerast þessa mánuðina í flótta úr þessum störfum. Samkvæmt könnun sem við gerðum meðal hjúkrunarfræðinga síðasta haust kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hafa alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að hjúkrunarfræðingar haldi áfram að vinna þessa gífurlegu yfirvinnu að öllu óbreyttu. Af umræddum launaupplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, eru dagvinnulaun aðeins 65% hlutfall heildarlaunanna. Restin af laununum eru t.d. vaktaálagið og yfirvinnan. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er í dagvinnu. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Launin eru því í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu og starfstengt álag. Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg. Það eru ekki allir sem hafa tækifæri til eða vilja vinna yfirvinnu og því eru þetta tölurnar sem þarf að ræða. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör sín síðan 2011 og eru með tvo gerðardóma í farteskinu, sá seinni rennur út 31. mars. Nú þurfa yfirvöld að sína kjark og fara í stóra verkefnið sem er að tryggja launajafnrétti milli kynja. Þetta er tíminn til að leiðrétta það. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Kjaramál Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Í Silfrinu á RÚV 8. janúar ræddi Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um heildarlaun nokkurra heilbrigðisstétta, byggðum á upplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins frá janúar til september 2022. Í þeim gögnum er máluð mjög skökk mynd af þeim launakjörum sem þessar stéttir búa við og er það miður. Mér finnst miklu máli skipta að þegar fólk tjáir sig um þessi mál, þá viti það hvað það er að segja og hvað liggur að baki slíkum tölum eins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, gerði svo vel á í sama þætti. Á bakvið heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru t.d. greiðslur fyrir vaktaálag en það er greitt fyrir þann tíma sem unninn er utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta á við um vinnu á kvöldin, nóttunni, um helgar og á lögbundnum frídögum eins og t.d. um páska eða þegar aðrir eru í fríi. Jafnframt vantar hjúkrunarfræðinga til starfa og er því viðvarandi krafa um yfirvinnu á hjúkrunarfræðinga og margar aðrar heilbrigðisstéttir, svo hægt sé að veita þá grunnheilbrigðisþjónustu sem við stærum okkur af að sé svo góð og landsmenn gera kröfu um. Yfirvinnan er ekki bara vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, heldur einnig vegna afleiðinga heimsfaraldurs sem við erum enn þá að glíma við. Á sama tíma hafa veikindi og þar með talið langvarandi veikindi aukist og allt eykur þetta á kröfu um frekari óumbeðna yfirvinnu svo hægt sé að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Allt endurspeglar þetta mikla yfirvinnu og aukið vinnuálag sem er ekki til að laða fólk til starfa eða halda því í starfi, eins og við sjáum raungerast þessa mánuðina í flótta úr þessum störfum. Samkvæmt könnun sem við gerðum meðal hjúkrunarfræðinga síðasta haust kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hafa alvarlega íhugað að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Það er ekki hægt að ganga að því vísu að hjúkrunarfræðingar haldi áfram að vinna þessa gífurlegu yfirvinnu að öllu óbreyttu. Af umræddum launaupplýsingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, eru dagvinnulaun aðeins 65% hlutfall heildarlaunanna. Restin af laununum eru t.d. vaktaálagið og yfirvinnan. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er í dagvinnu. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Launin eru því í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu og starfstengt álag. Svanhildur spurði hvað væri nóg? Þetta er ekki nóg. Það eru ekki allir sem hafa tækifæri til eða vilja vinna yfirvinnu og því eru þetta tölurnar sem þarf að ræða. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör sín síðan 2011 og eru með tvo gerðardóma í farteskinu, sá seinni rennur út 31. mars. Nú þurfa yfirvöld að sína kjark og fara í stóra verkefnið sem er að tryggja launajafnrétti milli kynja. Þetta er tíminn til að leiðrétta það. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun