Seinni bylgjan: Er ekki svolítið skrýtið að baráttumaðurinn hverfi í heilan mánuð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2023 12:00 Ágúst Þór Jóhannsson er að gera frábæra hluti sem þjálfari kvennaliðs Vals en liðið tapar öllum leikjum þegar hann er upptekinn með karlalandsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í Olís deild kvenna, er upptekinn með karlalandsliðinu þessa dagana í tengslum við HM í handbolta og stýrir því ekki sínu liði í Olís deild kvenna í þessum mánuði. Dagur Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari, og Óskar Bjarni Óskarsson munu stýra Valsliðinu á þessum tíma eins og í fyrra. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta í Seinni bylgjunni í gær. „Nú spyr ég ykkur. Byrjun á þér Einar. Ég veit að þú þekkir Gústa vel og allt það. Hvað finnst þér samt sem áður um þetta,“ spurði Svava Kristín. Ég myndi ekki sætta mig við þetta „Mér finnst þetta alls ekki gott. Auðvitað á bara þjálfarinn að sinna sinni vinnu sem þjálfari Vals. Hann á bara að vera á staðnum að mínu mati. Hann er mjög mikilvægur í þessu þjálfarateymi í karlalandsliðinu og þetta er bara að stangast á. Þetta er ákvörðun sem þau öll saman taka. Ef ég væri stjórnarmaður Vals þá myndi ég ekki sætta mig við þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Í fyrra töpuðu þær öllum leikjunum þegar hann var ekki. Fyrsti leikurinn er kominn núna og það er tap. Þetta er náttúrulega bara áhyggjuefni og þú getur alveg sett spurningarmerki við þetta. Ef að það tapast allir leikirnir þegar hann er í burtu þá get ég ekki ímyndað mér að Valur sé til í það að hann geri þetta aftur,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Ágúst Jóhannsson ekki með liði sínu Svava Kristín sýndi leikina sem Ágúst mun missa af en þar á meðal eru mögulega útileikir á móti Stjörnunni og KA/Þór. Hroðaleg tölfræði Hún fór síðan yfir tölfræði yfir árangur Valsliðsins þegar Ágúst er á staðnum eða þegar hann er upptekinn annars staðar. Valur hefur unnið 24 af 28 deildarleikjum og aðeins tapað þremur með hann á bekknum en hafa tapað öllum fjórum leikjum þegar hann er fjarverandi. „Það er engin tilviljun að Valur ræður Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hann er frábær þjálfari og væntanlega vilja þau hafa hann hjá liðinu til þess að þjálfa liðið í þeim leikjum sem eru í mótinu. Þetta segir sig sjálft. Dagur er frábær og Óskar er þarna líka og allt það. Ágúst er þjálfari liðsins. Hann dettur út í einhvern tíma og tölfræðin er náttúrulega bara hroðaleg,“ sagði Einar. Formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda „Þetta er alla vega einhver formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda miðað við töpin í deildinni. Svo þarftu bara að vega og meta. Ég held að þetta sé rosalega erfitt að vera í þjálfarateymi hjá karlalandsliðinu. Það er erfitt þegar þú ert með karlalið en hvað þá þegar þú ert með kvennalið og deildin er í gangi á meðan þeir fara út,“ sagði Sigurlaug. „Ef eitthvað er þá er Ágúst Jóhannsson einn harðasti baráttumaður íslenska kvennahandboltans. Hann lætur okkur vita af öllu sem honum vanhagar um og við kunnum vel að meta það. Alvöru baráttumál hjá Ágústi og við viljum koma kvennahandboltanum sem lengst. Er þá ekki svolítið skrýtið að þessi baráttumaður láti sig hverfa í heilan mánuð,“ spurði Svava Kristín. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
Dagur Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari, og Óskar Bjarni Óskarsson munu stýra Valsliðinu á þessum tíma eins og í fyrra. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta í Seinni bylgjunni í gær. „Nú spyr ég ykkur. Byrjun á þér Einar. Ég veit að þú þekkir Gústa vel og allt það. Hvað finnst þér samt sem áður um þetta,“ spurði Svava Kristín. Ég myndi ekki sætta mig við þetta „Mér finnst þetta alls ekki gott. Auðvitað á bara þjálfarinn að sinna sinni vinnu sem þjálfari Vals. Hann á bara að vera á staðnum að mínu mati. Hann er mjög mikilvægur í þessu þjálfarateymi í karlalandsliðinu og þetta er bara að stangast á. Þetta er ákvörðun sem þau öll saman taka. Ef ég væri stjórnarmaður Vals þá myndi ég ekki sætta mig við þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Í fyrra töpuðu þær öllum leikjunum þegar hann var ekki. Fyrsti leikurinn er kominn núna og það er tap. Þetta er náttúrulega bara áhyggjuefni og þú getur alveg sett spurningarmerki við þetta. Ef að það tapast allir leikirnir þegar hann er í burtu þá get ég ekki ímyndað mér að Valur sé til í það að hann geri þetta aftur,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Ágúst Jóhannsson ekki með liði sínu Svava Kristín sýndi leikina sem Ágúst mun missa af en þar á meðal eru mögulega útileikir á móti Stjörnunni og KA/Þór. Hroðaleg tölfræði Hún fór síðan yfir tölfræði yfir árangur Valsliðsins þegar Ágúst er á staðnum eða þegar hann er upptekinn annars staðar. Valur hefur unnið 24 af 28 deildarleikjum og aðeins tapað þremur með hann á bekknum en hafa tapað öllum fjórum leikjum þegar hann er fjarverandi. „Það er engin tilviljun að Valur ræður Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hann er frábær þjálfari og væntanlega vilja þau hafa hann hjá liðinu til þess að þjálfa liðið í þeim leikjum sem eru í mótinu. Þetta segir sig sjálft. Dagur er frábær og Óskar er þarna líka og allt það. Ágúst er þjálfari liðsins. Hann dettur út í einhvern tíma og tölfræðin er náttúrulega bara hroðaleg,“ sagði Einar. Formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda „Þetta er alla vega einhver formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda miðað við töpin í deildinni. Svo þarftu bara að vega og meta. Ég held að þetta sé rosalega erfitt að vera í þjálfarateymi hjá karlalandsliðinu. Það er erfitt þegar þú ert með karlalið en hvað þá þegar þú ert með kvennalið og deildin er í gangi á meðan þeir fara út,“ sagði Sigurlaug. „Ef eitthvað er þá er Ágúst Jóhannsson einn harðasti baráttumaður íslenska kvennahandboltans. Hann lætur okkur vita af öllu sem honum vanhagar um og við kunnum vel að meta það. Alvöru baráttumál hjá Ágústi og við viljum koma kvennahandboltanum sem lengst. Er þá ekki svolítið skrýtið að þessi baráttumaður láti sig hverfa í heilan mánuð,“ spurði Svava Kristín. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira