Seinni bylgjan: Er ekki svolítið skrýtið að baráttumaðurinn hverfi í heilan mánuð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2023 12:00 Ágúst Þór Jóhannsson er að gera frábæra hluti sem þjálfari kvennaliðs Vals en liðið tapar öllum leikjum þegar hann er upptekinn með karlalandsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í Olís deild kvenna, er upptekinn með karlalandsliðinu þessa dagana í tengslum við HM í handbolta og stýrir því ekki sínu liði í Olís deild kvenna í þessum mánuði. Dagur Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari, og Óskar Bjarni Óskarsson munu stýra Valsliðinu á þessum tíma eins og í fyrra. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta í Seinni bylgjunni í gær. „Nú spyr ég ykkur. Byrjun á þér Einar. Ég veit að þú þekkir Gústa vel og allt það. Hvað finnst þér samt sem áður um þetta,“ spurði Svava Kristín. Ég myndi ekki sætta mig við þetta „Mér finnst þetta alls ekki gott. Auðvitað á bara þjálfarinn að sinna sinni vinnu sem þjálfari Vals. Hann á bara að vera á staðnum að mínu mati. Hann er mjög mikilvægur í þessu þjálfarateymi í karlalandsliðinu og þetta er bara að stangast á. Þetta er ákvörðun sem þau öll saman taka. Ef ég væri stjórnarmaður Vals þá myndi ég ekki sætta mig við þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Í fyrra töpuðu þær öllum leikjunum þegar hann var ekki. Fyrsti leikurinn er kominn núna og það er tap. Þetta er náttúrulega bara áhyggjuefni og þú getur alveg sett spurningarmerki við þetta. Ef að það tapast allir leikirnir þegar hann er í burtu þá get ég ekki ímyndað mér að Valur sé til í það að hann geri þetta aftur,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Ágúst Jóhannsson ekki með liði sínu Svava Kristín sýndi leikina sem Ágúst mun missa af en þar á meðal eru mögulega útileikir á móti Stjörnunni og KA/Þór. Hroðaleg tölfræði Hún fór síðan yfir tölfræði yfir árangur Valsliðsins þegar Ágúst er á staðnum eða þegar hann er upptekinn annars staðar. Valur hefur unnið 24 af 28 deildarleikjum og aðeins tapað þremur með hann á bekknum en hafa tapað öllum fjórum leikjum þegar hann er fjarverandi. „Það er engin tilviljun að Valur ræður Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hann er frábær þjálfari og væntanlega vilja þau hafa hann hjá liðinu til þess að þjálfa liðið í þeim leikjum sem eru í mótinu. Þetta segir sig sjálft. Dagur er frábær og Óskar er þarna líka og allt það. Ágúst er þjálfari liðsins. Hann dettur út í einhvern tíma og tölfræðin er náttúrulega bara hroðaleg,“ sagði Einar. Formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda „Þetta er alla vega einhver formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda miðað við töpin í deildinni. Svo þarftu bara að vega og meta. Ég held að þetta sé rosalega erfitt að vera í þjálfarateymi hjá karlalandsliðinu. Það er erfitt þegar þú ert með karlalið en hvað þá þegar þú ert með kvennalið og deildin er í gangi á meðan þeir fara út,“ sagði Sigurlaug. „Ef eitthvað er þá er Ágúst Jóhannsson einn harðasti baráttumaður íslenska kvennahandboltans. Hann lætur okkur vita af öllu sem honum vanhagar um og við kunnum vel að meta það. Alvöru baráttumál hjá Ágústi og við viljum koma kvennahandboltanum sem lengst. Er þá ekki svolítið skrýtið að þessi baráttumaður láti sig hverfa í heilan mánuð,“ spurði Svava Kristín. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Dagur Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari, og Óskar Bjarni Óskarsson munu stýra Valsliðinu á þessum tíma eins og í fyrra. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta í Seinni bylgjunni í gær. „Nú spyr ég ykkur. Byrjun á þér Einar. Ég veit að þú þekkir Gústa vel og allt það. Hvað finnst þér samt sem áður um þetta,“ spurði Svava Kristín. Ég myndi ekki sætta mig við þetta „Mér finnst þetta alls ekki gott. Auðvitað á bara þjálfarinn að sinna sinni vinnu sem þjálfari Vals. Hann á bara að vera á staðnum að mínu mati. Hann er mjög mikilvægur í þessu þjálfarateymi í karlalandsliðinu og þetta er bara að stangast á. Þetta er ákvörðun sem þau öll saman taka. Ef ég væri stjórnarmaður Vals þá myndi ég ekki sætta mig við þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Í fyrra töpuðu þær öllum leikjunum þegar hann var ekki. Fyrsti leikurinn er kominn núna og það er tap. Þetta er náttúrulega bara áhyggjuefni og þú getur alveg sett spurningarmerki við þetta. Ef að það tapast allir leikirnir þegar hann er í burtu þá get ég ekki ímyndað mér að Valur sé til í það að hann geri þetta aftur,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Ágúst Jóhannsson ekki með liði sínu Svava Kristín sýndi leikina sem Ágúst mun missa af en þar á meðal eru mögulega útileikir á móti Stjörnunni og KA/Þór. Hroðaleg tölfræði Hún fór síðan yfir tölfræði yfir árangur Valsliðsins þegar Ágúst er á staðnum eða þegar hann er upptekinn annars staðar. Valur hefur unnið 24 af 28 deildarleikjum og aðeins tapað þremur með hann á bekknum en hafa tapað öllum fjórum leikjum þegar hann er fjarverandi. „Það er engin tilviljun að Valur ræður Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hann er frábær þjálfari og væntanlega vilja þau hafa hann hjá liðinu til þess að þjálfa liðið í þeim leikjum sem eru í mótinu. Þetta segir sig sjálft. Dagur er frábær og Óskar er þarna líka og allt það. Ágúst er þjálfari liðsins. Hann dettur út í einhvern tíma og tölfræðin er náttúrulega bara hroðaleg,“ sagði Einar. Formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda „Þetta er alla vega einhver formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda miðað við töpin í deildinni. Svo þarftu bara að vega og meta. Ég held að þetta sé rosalega erfitt að vera í þjálfarateymi hjá karlalandsliðinu. Það er erfitt þegar þú ert með karlalið en hvað þá þegar þú ert með kvennalið og deildin er í gangi á meðan þeir fara út,“ sagði Sigurlaug. „Ef eitthvað er þá er Ágúst Jóhannsson einn harðasti baráttumaður íslenska kvennahandboltans. Hann lætur okkur vita af öllu sem honum vanhagar um og við kunnum vel að meta það. Alvöru baráttumál hjá Ágústi og við viljum koma kvennahandboltanum sem lengst. Er þá ekki svolítið skrýtið að þessi baráttumaður láti sig hverfa í heilan mánuð,“ spurði Svava Kristín. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira