Innlent

Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu

Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Frá fyrri fundi Eflingar.
Frá fyrri fundi Eflingar. Vísir/Vilhelm

Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf.

„Ef það tilboð sem við höfum lagt fram er ekki grundvöllur að frekara samtali þá er samninganefnd Eflingar að fara í næsta fasa,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þegar hún mætti til fundarins. Þá verði verkfallsboðun næsta skref.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vildi ekki ræða við fréttatofu fyrir fundinn. 

Vísir fylgist með gangi mála í Borgartúni í beinni hér að neðan. Við fylgjumst með í vaktinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×