Vill meira gagnsæi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. janúar 2023 19:27 Stjórnarandstaðan kallar eftir meira gagnsæi þegar sala á ríkiseignum er til rannsóknar. Fjármálaeftirlitið telur lög hafa verið brotin við söluna á Íslandsbanka samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær. Í tilkynningunni frá Íslandsbanka kemur fram að hafið sé sáttaferli eftir frumathugun fjármálaeftirlitsins. Það er mjög algengt að málum sem FME rannsakar sé lokið með sátt og hefur það gerst á annað hundrað sinnum á síðan 2007, en þá var heimild til sátta fest í lög. Í ensku útgáfu tilkynningarinnar kemur fram að sáttaferlið sjálft hafi hafist af frumkvæði Íslandsbanka. Bankinn hyggst ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, Fjármálaráðherra var heldur ekki til viðtals um málið í dag og fjármálaeftirlitið ber fyrir sig þagnarskyldu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar vill meira gagnsæi. „Auðvitað er það þannig að núna er bara málið í lögformlegu ferli og í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En af því að þarna undir er sala á ríkiseign að þá finnst mér bæði að þeir sem eru til rannsóknar og þeir sem eru að rannsaka, að það hvíli kannski svona aðeins meiri tilkynningaskylda til almennings þegar að þannig háttar.“ Mikilvægt sé að halda áfram sölunni á bankanum. „En á endanum og þetta er algert grundvallaratriði, á endanum snýst þetta um það að það verður að vera hægt að selja restina af Íslandsbanka til þess að lækka skuldir ríkissjóðs svo við þurfum ekki að borga þessa óskaplegu vexti af lánunum eins og reyndin er. Það er auðvitað lykilatriði í þessu." Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir rannsóknarnefnd. „Já sko bara um leið og þetta mál svolítið á flug þá fór stjórnarandstaðan að krefjast þess að stofnuð yrði rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málið frá a til ö.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59 Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04 Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í tilkynningunni frá Íslandsbanka kemur fram að hafið sé sáttaferli eftir frumathugun fjármálaeftirlitsins. Það er mjög algengt að málum sem FME rannsakar sé lokið með sátt og hefur það gerst á annað hundrað sinnum á síðan 2007, en þá var heimild til sátta fest í lög. Í ensku útgáfu tilkynningarinnar kemur fram að sáttaferlið sjálft hafi hafist af frumkvæði Íslandsbanka. Bankinn hyggst ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, Fjármálaráðherra var heldur ekki til viðtals um málið í dag og fjármálaeftirlitið ber fyrir sig þagnarskyldu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar vill meira gagnsæi. „Auðvitað er það þannig að núna er bara málið í lögformlegu ferli og í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En af því að þarna undir er sala á ríkiseign að þá finnst mér bæði að þeir sem eru til rannsóknar og þeir sem eru að rannsaka, að það hvíli kannski svona aðeins meiri tilkynningaskylda til almennings þegar að þannig háttar.“ Mikilvægt sé að halda áfram sölunni á bankanum. „En á endanum og þetta er algert grundvallaratriði, á endanum snýst þetta um það að það verður að vera hægt að selja restina af Íslandsbanka til þess að lækka skuldir ríkissjóðs svo við þurfum ekki að borga þessa óskaplegu vexti af lánunum eins og reyndin er. Það er auðvitað lykilatriði í þessu." Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir rannsóknarnefnd. „Já sko bara um leið og þetta mál svolítið á flug þá fór stjórnarandstaðan að krefjast þess að stofnuð yrði rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málið frá a til ö.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59 Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04 Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu. 10. janúar 2023 15:59
Frekar tilkynning en sáttameðferð Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. 10. janúar 2023 13:04
Íslandsbanki kunni að hafa brotið lög við útboðið Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda. 9. janúar 2023 18:57