Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sem stefnir að því að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar.

Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns.

Þá förum við yfir stöðuna í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og heyrum í Ríkissáttasemjara. 

Einnig ræðum við græna orku en þótt nánast öll orka sem framleidd er á Íslandi teljist græn endurnýjanleg orka er hún það ekki á pappírunum. Aðeins 13 prósent raforku eru rakin til endurnýjanlegra orkugjafa en 63 prósent til kola og olíu og 24 prósent til kjarnorku.

Að lokum fjöllum við um viðsnúning í ferðaþjónustunni á síðasta ári sem var hraðari en ferðamálastofa bjóst við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×