Laus brunndæla til bjargar þegar farþegaskip sigldi á hval Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 16:15 Frá Hesteyri þangað sem Sif var á leiðinni. Vísir/Kolbeinn Tumi Talið er líklegast að farþegaskipið Sif sem ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerir út hafi siglt á hval á leið sinni frá Ísafirði til Hesteyrar í Jökulfjörðum. Höggið leiddi til talsverðs leka í vélarrúminu. Laus brunndæla í skipinu kom í veg fyrir að það sykki. Fjallað er um atvikið í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Það var 8. ágúst sumarið 2022 sem atvikið varð eftir um hálftíma siglingu frá Ísafirði. Nánast á sama tíma og skipverjar urðu varir við hval í nokkurra hundruð metra fjarlægð kom mikið högg undir skipið. Viðvörun kom frá bakborðsvél og í ljós kom talsverður leki að vélarrúminu. Snúið var við og siglt á átta til níu sjómílna ferð til hafnar á stjórnborðsvélinni. Í skýrslu nefndarinnar, sem lesa má hér neðst í fréttinni, segir að tvær aðalvélar hafi verið í skipinu með sameiginlegt vélarrúm. Við höggið hafi sjóinntakið fyrir bakborðsvélina gengið til og sjór farið að leka inn með því. Fram kemur að leki hafi verið með bakborðs og skrúfuþétti í nokkrar vikur fyrir atvikið en sjálfvirka lensidælan haft undan þeim leka. Þá hafi stór lensidæla, sem var véldrifin á annarri vélinni, verið biluð og þannig hafi staðan verið í nokkra mánuði. Laus brunndæla um borð hafi verið notuð þegar lekinn kom upp og það komið í veg fyrir að það sykki. Þegar skipið var híft upp á bryggju kom í ljós að skrúfuöxullinn fyrir bakborðsvélina hafði gengið eina fimmtán sentímetra aftur og bognað. Upphengjan fyrir öxulinn hafði líka bognað það mikið að skrúfan náði að gera gat á skrokkinn inn í stýrisvélarýmið. Stýrisblað við bakborðsskrúfuna var bogið og hafði gengið til. Einnig hafði gírhúsið fyrir framdriftsgírinn á bakborðsvélinni brotnað þegar skrúfuöxullinn gekk aftur. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar framkvæmdi Samgöngustofa ekki vélaskoðun á skipinu þegar það var skráð á íslenska skipaskrá. Vélaskoðun hjá norsku siglingastofnuninni sem framkvæmd hafði verið í desember 2020 hafði verið látin gilda. Þá var skipið ekki rétt lögskráð. Tengd skjöl Skýrsla_RNSPDF132KBSækja skjal Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Hornstrandir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Fjallað er um atvikið í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Það var 8. ágúst sumarið 2022 sem atvikið varð eftir um hálftíma siglingu frá Ísafirði. Nánast á sama tíma og skipverjar urðu varir við hval í nokkurra hundruð metra fjarlægð kom mikið högg undir skipið. Viðvörun kom frá bakborðsvél og í ljós kom talsverður leki að vélarrúminu. Snúið var við og siglt á átta til níu sjómílna ferð til hafnar á stjórnborðsvélinni. Í skýrslu nefndarinnar, sem lesa má hér neðst í fréttinni, segir að tvær aðalvélar hafi verið í skipinu með sameiginlegt vélarrúm. Við höggið hafi sjóinntakið fyrir bakborðsvélina gengið til og sjór farið að leka inn með því. Fram kemur að leki hafi verið með bakborðs og skrúfuþétti í nokkrar vikur fyrir atvikið en sjálfvirka lensidælan haft undan þeim leka. Þá hafi stór lensidæla, sem var véldrifin á annarri vélinni, verið biluð og þannig hafi staðan verið í nokkra mánuði. Laus brunndæla um borð hafi verið notuð þegar lekinn kom upp og það komið í veg fyrir að það sykki. Þegar skipið var híft upp á bryggju kom í ljós að skrúfuöxullinn fyrir bakborðsvélina hafði gengið eina fimmtán sentímetra aftur og bognað. Upphengjan fyrir öxulinn hafði líka bognað það mikið að skrúfan náði að gera gat á skrokkinn inn í stýrisvélarýmið. Stýrisblað við bakborðsskrúfuna var bogið og hafði gengið til. Einnig hafði gírhúsið fyrir framdriftsgírinn á bakborðsvélinni brotnað þegar skrúfuöxullinn gekk aftur. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar framkvæmdi Samgöngustofa ekki vélaskoðun á skipinu þegar það var skráð á íslenska skipaskrá. Vélaskoðun hjá norsku siglingastofnuninni sem framkvæmd hafði verið í desember 2020 hafði verið látin gilda. Þá var skipið ekki rétt lögskráð. Tengd skjöl Skýrsla_RNSPDF132KBSækja skjal
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Hornstrandir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira