Einskismannsland veitingareksturs Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 11. janúar 2023 16:59 Veitingamenn, fjölskyldur þeirra og starfsfólk mæta nýju ári með hnút í maganum. Sumir hafa þegar tekið af sér svuntuna og hætt veitingarekstri en aðrir ætla að halda áfram störfum við fordæmalausar aðstæður. Himinhátt hráefnisverð, hæstu áfengisskatta í heimi, síhækkandi leiguverð, tíföldun stýrivaxta, hæstu álagsgreiðslur í heimi og ein mestu laun í heimi (reiknuð sem hlutfall af veltu). Svo bætast nú við áætluð verkföll Eflingar sem ná til stærsta hluta stafsmanna í veitingarekstri. Allt dynur þetta á rekstraraðilum sem neituðu að gefast upp í heimsfaraldri og komust aftur upp á hnén eftir langvarandi samkomubönn og kvaðir sem stjórnvöld lögðu á greinina yfir tveggja ára skeið. Lokum Covid-tímabilsins fögnuðu stjórnvöld svo með því að hækka skatta og opinber gjöld á atvinnugreinina frá og með síðustu áramótum, sem voru fyrir meðal þeirra hæstu í heimi. Er nema von, að fólki blöskri? HELMINGUR TEKNA FER BEINT Í LAUNAGREIÐSLUR Um 12 þúsund manns starfa í íslenska veitingageiranum, sem veltir um 100 milljörðum króna. Um helmingur þeirrar upphæðar fer í launakostnað, u.þ.b. 30-35% fer í kaup á hráefnum og 15-20% þurfa því að duga fyrir restinni; leigu, kaupum og viðhaldi á tækjum, tólum og húsbúnaði, tryggingum, gjöldum og þjónustu af ýmsu tagi o.s.frv. Meirihluti vinnustunda er utan hefðbundins vinnutíma og álagsgreiðslur eru því tvöfalt hærri en á almennum markaði, kvöld-, nætur- helgar- og stórhátíðarálag. Þá er 80% starfsfólks í hlutastörfum, samanborið við 22% á almennum markaði, og 65% starfsfólks í veitingageiranum er yngra en 25 ára. Helmingur starfsfólks hefur minna en árs starfsreynslu í greininni. Öllum má vera ljóst, að aðstæður í veitingageiranum hafa lengi verið afar erfiðar. Raunar svo, að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) telja greinina ekki eiga samleið með öðrum og fulla ástæðu vera til að gera sérstaka kjarasamninga í stað þess að starfa eftir almennum kjarasamningum sem eru hannaðir fyrir allt annan veruleika. Verkalýðsfélögin, með Eflingu í fararbroddi, hafa hafnað slíkum hugmyndum og telja sérstakar aðstæður ekki kalla á sérstaka samninga, heldur skuli það sama ganga yfir allar atvinnugreinar sama þó að starfsumhverfi þeirra sé gjör ólíkt. Samtök atvinnulífsins (SA) halda auk þess uppi sama málflutningi sem eru ómæld vonbrigði, þar sem maður hefði haldið að forsvarar atvinnulífins hefðu betri skilning á atvinnulífinu. SVEIT eru samtök með 150 rekstraraðila sem reka 260 veitingastaði og eru með um 6000 manns í vinnu. Eðlilegt væri að svo umfangsmikil samtök kæmu með einhverjum hætti að því að móta rekstrarumhverfið og framtíð greinarinnar en verkalýðsfélögin hafa ekki viljað semja við SVEIT þrátt fyrir að vera stærstu hagsmunasamtök veitingahúsa. Því miður gefa nýjustu fréttir af kjaraviðræðum ekki tilefni til bjartsýni því Efling brýnir nú verkfallsvopnin sem myndu ótvírætt reynast fyrirtækjum í þröngri stöðu afar skaðleg. Vandséð er að blæðingin sem hlytist af beitingu þessa skæða vopns yrði stöðvuð. VIÐ ERUM ÖLL Í SAMA LIÐINU ... LIÐINU SEM VINNUR Í almennri umræðu er fyrirtækjum og launþegum stillt upp í andstæðar fylkingar. Það viðhorf er skiljanlegt í hörðum kjaraviðræðum en staðreyndin er sú að hagsmunir fylkinganna eru á margan hátt sameiginlegir. Því fyrr sem fyrirtæki, verkalýðshreyfingin og ríkið sýna ólíkum sjónarmiðum skilning, því fyrr komumst við að góðri niðurstöðu. Fyrirtæki þurfa samkeppnishæft starfsumhverfi til að borga laun og það segir sig sjálft að ósjálfbær rekstur er dauðadæmdur. Rekstrarumhverfið sem ríkið, SA og stéttarfélögin hafa búið til fyrir veitingarekstur virðist hafa það markmið að knésetja veitingarekstur. Á þessum tímapunkti, miðað við viðmót umræddra stofnanna í garð veitingareksturs, veltir maður því hreinlega fyrir sér hvort stofnanirnar séu ekki komin í mótsögn við tilgang sinn? Gjaldþrota fyrirtæki greiðir ekki skatta eða opinber gjöld og því þarf ríkið að halda í sér og gefa greininni tækifæri til að ná vopnum sínum aftur í stað þess að leggja nýjar álögur og hækka skatta á atvinnugrein sem stendur á brauðfótum – ekki síst vegna aðgerða ríkisins sem bannaði fyrirtækjunum að starfa um langt skeið í misheppnuðum tilraunum til að sporna gegn útbreiðslu veiru. Að óbreyttu mun fyrirtækjum í veitingarekstri fækka á næstunni. Framboðið mun minnka og störf munu tapast. Aukaverkanir af því gætu orðið verulegar því veitingaþjónusta er mikilvægur hornsteinn í þeirri atvinnugrein sem hefur vaxið hvað hraðast undanfarin ár og skapað ómældar tekjur fyrir land og þjóð; ferðaþjónustunni. Í greininni hefur byggst upp mikil fagþekking og margir íslenskir veitingastaðir eru í heimsklassa, líkt og ráða má af árangri íslenskra matreiðslumanna í alþjóðlegum keppnum. Hnitmiðaðir kjarasamningar sem taka mið af eðli stafsumhverfis og vinnutíma er enn sem áður krafa SVEIT. Leggjumst saman á árarnar og tryggjum vöxt og viðgang fyrirtækja í íslenskum veitingarekstri – þau gera samfélagið okkar betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Veitingamenn, fjölskyldur þeirra og starfsfólk mæta nýju ári með hnút í maganum. Sumir hafa þegar tekið af sér svuntuna og hætt veitingarekstri en aðrir ætla að halda áfram störfum við fordæmalausar aðstæður. Himinhátt hráefnisverð, hæstu áfengisskatta í heimi, síhækkandi leiguverð, tíföldun stýrivaxta, hæstu álagsgreiðslur í heimi og ein mestu laun í heimi (reiknuð sem hlutfall af veltu). Svo bætast nú við áætluð verkföll Eflingar sem ná til stærsta hluta stafsmanna í veitingarekstri. Allt dynur þetta á rekstraraðilum sem neituðu að gefast upp í heimsfaraldri og komust aftur upp á hnén eftir langvarandi samkomubönn og kvaðir sem stjórnvöld lögðu á greinina yfir tveggja ára skeið. Lokum Covid-tímabilsins fögnuðu stjórnvöld svo með því að hækka skatta og opinber gjöld á atvinnugreinina frá og með síðustu áramótum, sem voru fyrir meðal þeirra hæstu í heimi. Er nema von, að fólki blöskri? HELMINGUR TEKNA FER BEINT Í LAUNAGREIÐSLUR Um 12 þúsund manns starfa í íslenska veitingageiranum, sem veltir um 100 milljörðum króna. Um helmingur þeirrar upphæðar fer í launakostnað, u.þ.b. 30-35% fer í kaup á hráefnum og 15-20% þurfa því að duga fyrir restinni; leigu, kaupum og viðhaldi á tækjum, tólum og húsbúnaði, tryggingum, gjöldum og þjónustu af ýmsu tagi o.s.frv. Meirihluti vinnustunda er utan hefðbundins vinnutíma og álagsgreiðslur eru því tvöfalt hærri en á almennum markaði, kvöld-, nætur- helgar- og stórhátíðarálag. Þá er 80% starfsfólks í hlutastörfum, samanborið við 22% á almennum markaði, og 65% starfsfólks í veitingageiranum er yngra en 25 ára. Helmingur starfsfólks hefur minna en árs starfsreynslu í greininni. Öllum má vera ljóst, að aðstæður í veitingageiranum hafa lengi verið afar erfiðar. Raunar svo, að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) telja greinina ekki eiga samleið með öðrum og fulla ástæðu vera til að gera sérstaka kjarasamninga í stað þess að starfa eftir almennum kjarasamningum sem eru hannaðir fyrir allt annan veruleika. Verkalýðsfélögin, með Eflingu í fararbroddi, hafa hafnað slíkum hugmyndum og telja sérstakar aðstæður ekki kalla á sérstaka samninga, heldur skuli það sama ganga yfir allar atvinnugreinar sama þó að starfsumhverfi þeirra sé gjör ólíkt. Samtök atvinnulífsins (SA) halda auk þess uppi sama málflutningi sem eru ómæld vonbrigði, þar sem maður hefði haldið að forsvarar atvinnulífins hefðu betri skilning á atvinnulífinu. SVEIT eru samtök með 150 rekstraraðila sem reka 260 veitingastaði og eru með um 6000 manns í vinnu. Eðlilegt væri að svo umfangsmikil samtök kæmu með einhverjum hætti að því að móta rekstrarumhverfið og framtíð greinarinnar en verkalýðsfélögin hafa ekki viljað semja við SVEIT þrátt fyrir að vera stærstu hagsmunasamtök veitingahúsa. Því miður gefa nýjustu fréttir af kjaraviðræðum ekki tilefni til bjartsýni því Efling brýnir nú verkfallsvopnin sem myndu ótvírætt reynast fyrirtækjum í þröngri stöðu afar skaðleg. Vandséð er að blæðingin sem hlytist af beitingu þessa skæða vopns yrði stöðvuð. VIÐ ERUM ÖLL Í SAMA LIÐINU ... LIÐINU SEM VINNUR Í almennri umræðu er fyrirtækjum og launþegum stillt upp í andstæðar fylkingar. Það viðhorf er skiljanlegt í hörðum kjaraviðræðum en staðreyndin er sú að hagsmunir fylkinganna eru á margan hátt sameiginlegir. Því fyrr sem fyrirtæki, verkalýðshreyfingin og ríkið sýna ólíkum sjónarmiðum skilning, því fyrr komumst við að góðri niðurstöðu. Fyrirtæki þurfa samkeppnishæft starfsumhverfi til að borga laun og það segir sig sjálft að ósjálfbær rekstur er dauðadæmdur. Rekstrarumhverfið sem ríkið, SA og stéttarfélögin hafa búið til fyrir veitingarekstur virðist hafa það markmið að knésetja veitingarekstur. Á þessum tímapunkti, miðað við viðmót umræddra stofnanna í garð veitingareksturs, veltir maður því hreinlega fyrir sér hvort stofnanirnar séu ekki komin í mótsögn við tilgang sinn? Gjaldþrota fyrirtæki greiðir ekki skatta eða opinber gjöld og því þarf ríkið að halda í sér og gefa greininni tækifæri til að ná vopnum sínum aftur í stað þess að leggja nýjar álögur og hækka skatta á atvinnugrein sem stendur á brauðfótum – ekki síst vegna aðgerða ríkisins sem bannaði fyrirtækjunum að starfa um langt skeið í misheppnuðum tilraunum til að sporna gegn útbreiðslu veiru. Að óbreyttu mun fyrirtækjum í veitingarekstri fækka á næstunni. Framboðið mun minnka og störf munu tapast. Aukaverkanir af því gætu orðið verulegar því veitingaþjónusta er mikilvægur hornsteinn í þeirri atvinnugrein sem hefur vaxið hvað hraðast undanfarin ár og skapað ómældar tekjur fyrir land og þjóð; ferðaþjónustunni. Í greininni hefur byggst upp mikil fagþekking og margir íslenskir veitingastaðir eru í heimsklassa, líkt og ráða má af árangri íslenskra matreiðslumanna í alþjóðlegum keppnum. Hnitmiðaðir kjarasamningar sem taka mið af eðli stafsumhverfis og vinnutíma er enn sem áður krafa SVEIT. Leggjumst saman á árarnar og tryggjum vöxt og viðgang fyrirtækja í íslenskum veitingarekstri – þau gera samfélagið okkar betra.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun