Arnar heldur með Hetti: Ég er utan af landi og held með landsbyggðinni Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2023 20:29 Arnar á hliðarlínunni í leiknum í dag. Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega gríðarlega sáttur eftir sigurinn á Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikarsins í kvöld. Stjarnan hefur gengið í gegnum nokkuð mikla leikmannaveltu að undanförnu en lét það ekki hafa áhrif á sig. „Ég er glaður í dag, ég er glaður flestalla daga,“ sagði Arnar er hann settist niður með fréttamanni eftir leik. „Þetta var erfiður leikur á móti vel þjálfuðu liði. Þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var. Við náðum góðum kafla og þegar þeir finna góðan kafla þá er leikurinn sem betur fer að klárast, guði sé lof. Þessi leikur hefði ekki mátt vera mikið lengi, þeir voru að ná tökum á okkur.“ Góður kafli undir lok þriðja leikhluta lagði grunninn að þessum frábæra sigri Garðbæinga í Laugardalshöllinni. „Það gerði gæfumuninn fyrir okkur að ná andrými, það skipti öllu. Mér fannst allir koma með eitthvað að borðinu hjá okkur.“ Ahmad Gilbert var fenginn frá Hrunamönnum í umtöluðum lánssamningi til að spila þessa bikarhelgi og hjálpa liðinu að vinna enn einn bikarmeistaratitilinn. Hann átti flottan leik í dag, líkt og Dagur Kár Jónsson og William Gutenius sem eru einnig nýir hjá félaginu. „Hann var fínn í dag, eins og allt liðið. Ég er ánægður með hann,“ sagði Arnar um Gilbert, en núna klukkan 20:00 er hinn undanúrslitaleikurinn á milli Vals og Hattar að hefjast. „Ég á örugglega eftir að horfa eitthvað aðeins á þetta. Mér er alveg sama um hvaða lið við fáum, en ég ætla ekki að ljúga neitt - ég held með Hetti. Ég held líka með Keflavík á móti Haukum. Ég er utan af landi og held með landsbyggðarliðunum. Ég er ættaður af Austurlandi og held með Hetti. Mér er samt sama hvort liðið við fáum, við þurfum bara að vinna þá sem bíða okkar.“ Arnar tók við þjálfun Stjörnuliðsins fyrir 2018-19 tímabilið og Garðbæjarliðið tapaði ekki bikarleik undir hans stjórn fyrstu tvö árin. Stjarnan varð bikarmeistari 2019 eftir stórsigur á Njarðvík í bikarúrslitaleiknum og varði titilinn árið eftir með því að vinna Grindavík með fjórtán stiga mun í bikarúrslitaleiknum. Stjarnan vann fyrstu þrettán bikarleikina sína undir stjórn Arnars og hefur nú aftur unnið sjö bikarleiki í röð undir hans stjórn. Arnar á möguleika á því að stýra Stjörnunni til sigurs í bikarnum í fjórða sinn á laugardag. „Þetta er ótrúleg tölfræði hjá Stjörnunni - ég er bara að þjálfa.“ „Stjarnan var búin að vinna þjár bikarmeistaratitla áður en ég kom. Félagið er búið að vinna tvo bikartitla í handboltanum og einn í fótboltanum. Þá er ég bara að tala um karlaboltann. Í karlaboltanum hefur Stjarnan verið með bikarhefð í öllum boltaíþróttum.“ Hvað er það sem skapar þessa bikarhefð? „Að vinna bikarleiki. Ef þú tapar, þá verður hefðin ekki til,“ sagði Arnar léttur að lokum. VÍS-bikarinn Stjarnan Keflavík ÍF Höttur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
„Ég er glaður í dag, ég er glaður flestalla daga,“ sagði Arnar er hann settist niður með fréttamanni eftir leik. „Þetta var erfiður leikur á móti vel þjálfuðu liði. Þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var. Við náðum góðum kafla og þegar þeir finna góðan kafla þá er leikurinn sem betur fer að klárast, guði sé lof. Þessi leikur hefði ekki mátt vera mikið lengi, þeir voru að ná tökum á okkur.“ Góður kafli undir lok þriðja leikhluta lagði grunninn að þessum frábæra sigri Garðbæinga í Laugardalshöllinni. „Það gerði gæfumuninn fyrir okkur að ná andrými, það skipti öllu. Mér fannst allir koma með eitthvað að borðinu hjá okkur.“ Ahmad Gilbert var fenginn frá Hrunamönnum í umtöluðum lánssamningi til að spila þessa bikarhelgi og hjálpa liðinu að vinna enn einn bikarmeistaratitilinn. Hann átti flottan leik í dag, líkt og Dagur Kár Jónsson og William Gutenius sem eru einnig nýir hjá félaginu. „Hann var fínn í dag, eins og allt liðið. Ég er ánægður með hann,“ sagði Arnar um Gilbert, en núna klukkan 20:00 er hinn undanúrslitaleikurinn á milli Vals og Hattar að hefjast. „Ég á örugglega eftir að horfa eitthvað aðeins á þetta. Mér er alveg sama um hvaða lið við fáum, en ég ætla ekki að ljúga neitt - ég held með Hetti. Ég held líka með Keflavík á móti Haukum. Ég er utan af landi og held með landsbyggðarliðunum. Ég er ættaður af Austurlandi og held með Hetti. Mér er samt sama hvort liðið við fáum, við þurfum bara að vinna þá sem bíða okkar.“ Arnar tók við þjálfun Stjörnuliðsins fyrir 2018-19 tímabilið og Garðbæjarliðið tapaði ekki bikarleik undir hans stjórn fyrstu tvö árin. Stjarnan varð bikarmeistari 2019 eftir stórsigur á Njarðvík í bikarúrslitaleiknum og varði titilinn árið eftir með því að vinna Grindavík með fjórtán stiga mun í bikarúrslitaleiknum. Stjarnan vann fyrstu þrettán bikarleikina sína undir stjórn Arnars og hefur nú aftur unnið sjö bikarleiki í röð undir hans stjórn. Arnar á möguleika á því að stýra Stjörnunni til sigurs í bikarnum í fjórða sinn á laugardag. „Þetta er ótrúleg tölfræði hjá Stjörnunni - ég er bara að þjálfa.“ „Stjarnan var búin að vinna þjár bikarmeistaratitla áður en ég kom. Félagið er búið að vinna tvo bikartitla í handboltanum og einn í fótboltanum. Þá er ég bara að tala um karlaboltann. Í karlaboltanum hefur Stjarnan verið með bikarhefð í öllum boltaíþróttum.“ Hvað er það sem skapar þessa bikarhefð? „Að vinna bikarleiki. Ef þú tapar, þá verður hefðin ekki til,“ sagði Arnar léttur að lokum.
VÍS-bikarinn Stjarnan Keflavík ÍF Höttur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira