Hafa áhyggjur af öryggi fólks eftir árás á lestarstöð Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 09:30 Franskir ráðamenn hafa áhyggjur af öryggismálum í kringum ÓL 2024 í París. Getty Samkvæmt skýrslu sem lögð hefur verið fyrir franska þingið þarf að hafa hraðar hendur varðandi öryggisáætlun í kringum Ólympíuleikana sem fara fram í París á næsta ári. Tíðindin berast í skugga hnífsstunguárásar á lestarstöð í borginni í fyrrimorgun. Áhersla var lögð á fimmtán meginatriði í skýrslunni sem var einnig lögð fyrir skipulagsnefnd leikanna. Þar er of mikil áhersla sögð lögð á einkafyrirtæki í öryggismálum, til að vernda almenning, en þá voru einnig gerðar athugasemdir við samgöngumál í borginni, þar sem tafir hafa orðið á byggingu nýrra lestarteina. Greint er frá atriðum skýrslunnar í skugga árásar á Gare du Nord-lestarstöðina í París í fyrradag þar sem árásarmaður særði sex með hnífi áður en hann var skotinn af lögreglumanni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum liggur árásarmaðurinn í lífshættu á sjúkrahúsi. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, fór fyrir nefndinni sem ber ábyrgð á úttektarskýrslunni. Hann leggur áherslu á að lögregluyfirvöld eigi stærri þátt í öryggismálum tengda leikunum og hefur óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra þátta sem snert er á skýrslunni svo allt geti farið vel fram að ári. Ófremdarástand skapaðist í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París síðasta vor vegna slaks skipulags.Getty Images Gera má ráð fyrir að allt að 600 þúsund manns muni mæta á opnunarhátíð leikanna, þar sem flest sætanna verði staðsett meðfram ánni Seine sem rennur í gegnum París. Löndin sem taki þátt muni sigla á bátum niður ána sem hluti af opnunarhátíðinni. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Real Madrid og Liverpool fór fram í París síðasta vor. Framkvæmd leiksins einkenndist af öryggisvandræðum og mistökum í skipulagi sem ollu því að tugir þúsunda komust ekki inn á Stade de France-völlinn, hvar leikurinn fór fram, og frestaðist upphafsspark leiksins um hálftíma vegna þess. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa yfir til 11. ágúst á næsta ári. Ólympíumót fatlaðra tekur svo við og fer fram 28. ágúst til 8. september. Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Áhersla var lögð á fimmtán meginatriði í skýrslunni sem var einnig lögð fyrir skipulagsnefnd leikanna. Þar er of mikil áhersla sögð lögð á einkafyrirtæki í öryggismálum, til að vernda almenning, en þá voru einnig gerðar athugasemdir við samgöngumál í borginni, þar sem tafir hafa orðið á byggingu nýrra lestarteina. Greint er frá atriðum skýrslunnar í skugga árásar á Gare du Nord-lestarstöðina í París í fyrradag þar sem árásarmaður særði sex með hnífi áður en hann var skotinn af lögreglumanni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum liggur árásarmaðurinn í lífshættu á sjúkrahúsi. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, fór fyrir nefndinni sem ber ábyrgð á úttektarskýrslunni. Hann leggur áherslu á að lögregluyfirvöld eigi stærri þátt í öryggismálum tengda leikunum og hefur óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra þátta sem snert er á skýrslunni svo allt geti farið vel fram að ári. Ófremdarástand skapaðist í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París síðasta vor vegna slaks skipulags.Getty Images Gera má ráð fyrir að allt að 600 þúsund manns muni mæta á opnunarhátíð leikanna, þar sem flest sætanna verði staðsett meðfram ánni Seine sem rennur í gegnum París. Löndin sem taki þátt muni sigla á bátum niður ána sem hluti af opnunarhátíðinni. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Real Madrid og Liverpool fór fram í París síðasta vor. Framkvæmd leiksins einkenndist af öryggisvandræðum og mistökum í skipulagi sem ollu því að tugir þúsunda komust ekki inn á Stade de France-völlinn, hvar leikurinn fór fram, og frestaðist upphafsspark leiksins um hálftíma vegna þess. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa yfir til 11. ágúst á næsta ári. Ólympíumót fatlaðra tekur svo við og fer fram 28. ágúst til 8. september.
Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira