Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2023 10:30 Sveitarfélögin Stykkishólmsbær og Helgafellssveit sameinuðust á síðasta ári. Vísir/Sigurjón Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Endanleg ákvörðun yrði svo tekin á næsta bæjarstjórnarfundi. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir að næsti fundur hafi þá verið ákveðinn 26. janúar. Þó hafi þurft að boða til aukafundar bæjarstjórnar milli jóla og nýárs til að ræða samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í kjölfarið hækka útsvarsálagningu. Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 „Bæjarfulltrúar ákváðu að halda sig við fyrri ákvörðun og taka ákvörðun um nafnið í lok janúar, þrátt fyrir þennan aukafund. Þannig að ég geri ráð fyrir því að bæjarfulltrúar noti janúar til þess að ræða þessi mál og taki ákvörðun svo 26. janúar um nafnið, það er velji annað hvort þessara tveggja nafna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær,“ segir Jakob Björgvin. Örnefnanefnd skilaði tillögum sínum í haust þar sem umsögn var veitt um átta tillögur að beiðni bæjarstjórnar. Áður hafði bæjarstjórn óskað eftir tillögum frá íbúum og bárust þá 72 tillögur. Örnefnanefnd mælti með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Umsögn örnefnanefndar var lögð fyrir bæjarstjórn á fundi 8. desember síðastliðinn þar sem forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir því að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Málinu var svo vísað til næsta bæjarstjórnarfundar, 26. janúar. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Endanleg ákvörðun yrði svo tekin á næsta bæjarstjórnarfundi. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir að næsti fundur hafi þá verið ákveðinn 26. janúar. Þó hafi þurft að boða til aukafundar bæjarstjórnar milli jóla og nýárs til að ræða samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í kjölfarið hækka útsvarsálagningu. Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 „Bæjarfulltrúar ákváðu að halda sig við fyrri ákvörðun og taka ákvörðun um nafnið í lok janúar, þrátt fyrir þennan aukafund. Þannig að ég geri ráð fyrir því að bæjarfulltrúar noti janúar til þess að ræða þessi mál og taki ákvörðun svo 26. janúar um nafnið, það er velji annað hvort þessara tveggja nafna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær,“ segir Jakob Björgvin. Örnefnanefnd skilaði tillögum sínum í haust þar sem umsögn var veitt um átta tillögur að beiðni bæjarstjórnar. Áður hafði bæjarstjórn óskað eftir tillögum frá íbúum og bárust þá 72 tillögur. Örnefnanefnd mælti með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Umsögn örnefnanefndar var lögð fyrir bæjarstjórn á fundi 8. desember síðastliðinn þar sem forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir því að bæjarfulltrúar væru sammála því að tvö nöfn kæmu til greina: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Málinu var svo vísað til næsta bæjarstjórnarfundar, 26. janúar.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira