Karólína Lea um Glódísi: Liðfélagarnir í Bayern eru í áfalli hvað hún er góð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 08:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir bregða á leik í myndatöku fyrir Meistaradeildina. Getty/Christian Hofer Karólína Lea Vilhjálmsdóttir talar vel um liðsfélaga sinn Glódísi Perlu Viggósdóttur en þær eru saman í bæði Bayern München og íslenska A-landsliðinu. Karólína Lea missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og um leið mjög mikilvægum leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Karólína fór yfir stöðuna á sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á dögunum. Þessi erfiðu meiðsli hafa reynt mikið á hina 21 árs gömul Karólínu Leu og þá er gott að vera með eina Mömmu Gló hjá sér eins og Glódís Perla Viggósdóttir er jafnan kölluð innan fjölskyldunnar og hjá fleirum líka. Andlega hliðin alltaf mjög góð af því að þær eru hjá mér Svava Kristín vildi fá að vita hvernig væri fyrir Karólínu að eiga eina Glódísi að. „Það er alveg geggjað. Að hafa Glóu og Cessu (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þarna þýðir að mér líður ekki eins og ég sé í einhverju ströggli þannig séð. Andlega hliðin er alltaf mjög góð út af því að þær eru hjá mér. Við erum bara fjölskylda þarna í Þýskalandi og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Mamma Gló sér vel um mig,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir brosandi. Klippa: Karólína Lea um Glódísi Perlu og Cecilíu Rán Það er kannski erfitt að hugsa það til enda ef að Karólína hefði verið eini Íslendingurinn í Bayern-liðinu. „Ég get alveg sagt það að ég veit ekki hvort ég væri enn þá í Þýskalandi ef ég væri bara ein. Maður getur ekki sagt það en þær hafa gert þennan tíma mun betri og stundum líður manni eins og maður sé bara á Íslandi. Þær eru búnar að vera æðislegar,“ sagði Karólína Lea. Hvernig myndi hin unga Karólína lýsa reynsluboltanum Glódísi Perlu sem leikmanni og leiðtoga inn á vellinum? Allt annað lið þegar vantar hana „Hún er bara engri lík. Það er erfitt að lýsa henni því hún hefur einhvern veginn allt sem góður leikmaður þarf að hafa. Hún er með kraft, er algjör leiðtogi og maður sér það þegar það vantar hana á vellinum þá er þetta bara allt annað lið, bæði í landsliðinu og í Bayern úti,“ sagði Karólína. „Hún er búin að stimpla sig inn svakalega úti, komin inn í fyrirliðateymið og er algjör lykilmanneskja. Hún er með sendingar og er með allt þannig að ég get ekki hrósað henni meira,“ sagði Karólína. Íslendingar hafa auðvitað miklar mætur á henni en eru Þjóðverjarnir sama sinnis. „Já en það var ekki fyrr en núna þegar nýi þjálfari kom að allir föttuðu hvað hún væri magnaður leikmaður. Það er svo gaman að horfa upp á það hvernig þær eru í áfalli hvað hún er góð. Hún er alltaf mætt í alla bolta er bara veggur sem bjargar öllu á síðustu stundu. Þær dýrka hana líka,“ sagði Karólína. 150 prósent viss Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mjög efnilegur markmaður en hefur verið mjög óheppnin með meiðsli. Er hún að fara að verða sá markmaður sem okkur vantar? „Já ég er 150 prósent viss. Hún hefur náttúrulega verið rosalega óheppin með meiðsli og ég veit hvað er í gangi með puttana hjá henni. Ég held að þetta sé komið núna og við getum andað léttar,“ sagði Karólína Lea. „Ég held að þetta hafi verið hundrað prósent rétt skref hjá henni að fara í Bayern, æfa með þessum stelpum og hjá þessum þjálfurum. Hún er svo rosalega ung og þarf bara að vera þolinmóð og bíða eftir sínu tækifæri. Ég er hundrað prósent viss um að hún verður okkar framtíðarmarkmaður og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Karólína Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Karólína Lea missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og um leið mjög mikilvægum leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Karólína fór yfir stöðuna á sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á dögunum. Þessi erfiðu meiðsli hafa reynt mikið á hina 21 árs gömul Karólínu Leu og þá er gott að vera með eina Mömmu Gló hjá sér eins og Glódís Perla Viggósdóttir er jafnan kölluð innan fjölskyldunnar og hjá fleirum líka. Andlega hliðin alltaf mjög góð af því að þær eru hjá mér Svava Kristín vildi fá að vita hvernig væri fyrir Karólínu að eiga eina Glódísi að. „Það er alveg geggjað. Að hafa Glóu og Cessu (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þarna þýðir að mér líður ekki eins og ég sé í einhverju ströggli þannig séð. Andlega hliðin er alltaf mjög góð út af því að þær eru hjá mér. Við erum bara fjölskylda þarna í Þýskalandi og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Mamma Gló sér vel um mig,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir brosandi. Klippa: Karólína Lea um Glódísi Perlu og Cecilíu Rán Það er kannski erfitt að hugsa það til enda ef að Karólína hefði verið eini Íslendingurinn í Bayern-liðinu. „Ég get alveg sagt það að ég veit ekki hvort ég væri enn þá í Þýskalandi ef ég væri bara ein. Maður getur ekki sagt það en þær hafa gert þennan tíma mun betri og stundum líður manni eins og maður sé bara á Íslandi. Þær eru búnar að vera æðislegar,“ sagði Karólína Lea. Hvernig myndi hin unga Karólína lýsa reynsluboltanum Glódísi Perlu sem leikmanni og leiðtoga inn á vellinum? Allt annað lið þegar vantar hana „Hún er bara engri lík. Það er erfitt að lýsa henni því hún hefur einhvern veginn allt sem góður leikmaður þarf að hafa. Hún er með kraft, er algjör leiðtogi og maður sér það þegar það vantar hana á vellinum þá er þetta bara allt annað lið, bæði í landsliðinu og í Bayern úti,“ sagði Karólína. „Hún er búin að stimpla sig inn svakalega úti, komin inn í fyrirliðateymið og er algjör lykilmanneskja. Hún er með sendingar og er með allt þannig að ég get ekki hrósað henni meira,“ sagði Karólína. Íslendingar hafa auðvitað miklar mætur á henni en eru Þjóðverjarnir sama sinnis. „Já en það var ekki fyrr en núna þegar nýi þjálfari kom að allir föttuðu hvað hún væri magnaður leikmaður. Það er svo gaman að horfa upp á það hvernig þær eru í áfalli hvað hún er góð. Hún er alltaf mætt í alla bolta er bara veggur sem bjargar öllu á síðustu stundu. Þær dýrka hana líka,“ sagði Karólína. 150 prósent viss Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mjög efnilegur markmaður en hefur verið mjög óheppnin með meiðsli. Er hún að fara að verða sá markmaður sem okkur vantar? „Já ég er 150 prósent viss. Hún hefur náttúrulega verið rosalega óheppin með meiðsli og ég veit hvað er í gangi með puttana hjá henni. Ég held að þetta sé komið núna og við getum andað léttar,“ sagði Karólína Lea. „Ég held að þetta hafi verið hundrað prósent rétt skref hjá henni að fara í Bayern, æfa með þessum stelpum og hjá þessum þjálfurum. Hún er svo rosalega ung og þarf bara að vera þolinmóð og bíða eftir sínu tækifæri. Ég er hundrað prósent viss um að hún verður okkar framtíðarmarkmaður og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Karólína
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“