Viltu vera fráflæðisvandi? Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 10:01 Þegar við stöndum öll saman á sviðinu í lok sýningarinnar „Ég lifi enn - sönn saga” í Tjarnarbíói og hlustum á lokaræðu verksins fá margir leikhúsgestir hláturskast þegar við spyrjum hvort einhver vilji vera fráflæðisvandi og svari nú hver fyrir sig. En svona eru nú engu að síður umræður um eldra fólk dags daglega í fjölmiðlum, til að mynda. Við spyrjum um fleira, förum orðrétt með samtöl og lesum upp bréf sem hafa verið skrifuð til að auðvelda skilning aðstandenda á ástandi og aðbúnaði ættingja sinna. Það dásamlega við að æfa leiksýningu sem þessa er að maður fær nýja sýn og nýjar upplifanir í hvert sinn sem við rennum henni. Leiklistin er upplifun augnabliksins og er hér flutningur verks sem telur 70 mínútur, byggt á tveggja ára þróunarvinnu. Aðstandendur sýningarinnar fóru í rannsóknarvinnu um málefnið, héldu námskeið fyrir eldra fólk og fengu sögur í kaupbæti. Það er því allt satt, rétt og raunverulegt sem kemur fram í verkinu. Leikhús sem speglar samtímann Þótt mér finnist það merkilegt að standa aftur á sviði með bekkjarsystrum mínum úr Leiklistarkóla Íslands nú 31 ári síðar þá bliknar það í samanburði við málefni verksins. Málefni sem ég þekki mjög vel eftir að hafa fylgt nokkrum ættingjum í gegnum kerfið, en þar sem ég, 56 ára ung konan, er nú ættmóðirin í minni fjölskyldu þá tel ég þessu ferli lokið þar til ég geng sjálf inn í þetta tímabil. Þeir sem eiga ættingja komna yfir sjötugt geta flýtt fyrir sér á margan hátt með því að koma í Tjarnarbíó og upplifa sýninguna. Við erum nefnilega ekki ein í þessum sporum, heldur mörg. Mér er þakklæti efst í huga að vera þátttakandi í verki eins og „Ég lifi enn - sönn saga”, þakklæti og auðmýkt. Hér er leikhúsið að bjóða upp á samræður, spegla samtímann og veita málefni eldra fólks athygli sem er vel. Sýningin hefur fallið vel í kramið hjá gestum á öllum aldri og hefur fengið glimrandi viðtökur. Sjálfstæðu leikhúsin eiga Hauk í horni í Tjarnarbíói eða Hauka í hornum og vil ég hvetja alla að veita leikhúsinu athygli sem og verkum eins og ,,Ég lifi enn - sönn saga. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Leikhús Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar við stöndum öll saman á sviðinu í lok sýningarinnar „Ég lifi enn - sönn saga” í Tjarnarbíói og hlustum á lokaræðu verksins fá margir leikhúsgestir hláturskast þegar við spyrjum hvort einhver vilji vera fráflæðisvandi og svari nú hver fyrir sig. En svona eru nú engu að síður umræður um eldra fólk dags daglega í fjölmiðlum, til að mynda. Við spyrjum um fleira, förum orðrétt með samtöl og lesum upp bréf sem hafa verið skrifuð til að auðvelda skilning aðstandenda á ástandi og aðbúnaði ættingja sinna. Það dásamlega við að æfa leiksýningu sem þessa er að maður fær nýja sýn og nýjar upplifanir í hvert sinn sem við rennum henni. Leiklistin er upplifun augnabliksins og er hér flutningur verks sem telur 70 mínútur, byggt á tveggja ára þróunarvinnu. Aðstandendur sýningarinnar fóru í rannsóknarvinnu um málefnið, héldu námskeið fyrir eldra fólk og fengu sögur í kaupbæti. Það er því allt satt, rétt og raunverulegt sem kemur fram í verkinu. Leikhús sem speglar samtímann Þótt mér finnist það merkilegt að standa aftur á sviði með bekkjarsystrum mínum úr Leiklistarkóla Íslands nú 31 ári síðar þá bliknar það í samanburði við málefni verksins. Málefni sem ég þekki mjög vel eftir að hafa fylgt nokkrum ættingjum í gegnum kerfið, en þar sem ég, 56 ára ung konan, er nú ættmóðirin í minni fjölskyldu þá tel ég þessu ferli lokið þar til ég geng sjálf inn í þetta tímabil. Þeir sem eiga ættingja komna yfir sjötugt geta flýtt fyrir sér á margan hátt með því að koma í Tjarnarbíó og upplifa sýninguna. Við erum nefnilega ekki ein í þessum sporum, heldur mörg. Mér er þakklæti efst í huga að vera þátttakandi í verki eins og „Ég lifi enn - sönn saga”, þakklæti og auðmýkt. Hér er leikhúsið að bjóða upp á samræður, spegla samtímann og veita málefni eldra fólks athygli sem er vel. Sýningin hefur fallið vel í kramið hjá gestum á öllum aldri og hefur fengið glimrandi viðtökur. Sjálfstæðu leikhúsin eiga Hauk í horni í Tjarnarbíói eða Hauka í hornum og vil ég hvetja alla að veita leikhúsinu athygli sem og verkum eins og ,,Ég lifi enn - sönn saga. Höfundur er leikkona.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar