Sérfræðingar segja 900 milljónir Kínverja hafa fengið Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 10:29 Stjórnvöld í Kína hafa neitað að niðurgreiða bóluefnið frá Pfizer. AP/Chinatopix Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Peking University hafa um það bil 900 milljónir manns í Kína smitast af Covid-19. Þá er áætlað að um það bil 64 prósent íbúa landsins séu nú með veiruna. Stjórnvöld í Kína hafa ekki gefið út upplýsingar um stöðu faraldursins, fjölda smitaðra né látinna. Samkvæmt rannsókninni hafa um 91 prósent íbúa í Gansu-héraði smitast af veirunni, 84 prósent í Yunnan og 80 prósent í Qinghai. Zeng Guang, fyrrverandi yfirmaður sóttvarnastofnunar Kína, segir smitum munu fjölga á landsbyggðinni á meðan Kínverjar fagna nýja árinu. Þá segist hann gera ráð fyrir að hámark faraldursins muni vara í tvo til þrjá mánuði áður en smitum fer að fækka. Engar opinberar upplýsingar hafa verið gefnar út um stöðu kórónuveirufaraldursins í Kína frá því að stjórnvöld féllu frá því að reyna að halda smitum í núll. Hins vegar hefur mátt lesa stöðuna úr álaginu á sjúkrahúsum stórborga landsins. Zeng sagði í samtali við Caixin-fréttastofuna fyrr í þessum mánuði að það væri kominn tími til að einblína á landsbyggðina. Þar væri margt eldra fólk og fólk í áhættuhópum sem hefði verið án nokkur bjargráða. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gagnrýnt stjórnvöld í Kína fyrir að greina ekki frá raunverulegum fjölda andláta af völdum Covid. Samkvæmt opinberum gögnum eru þau rétt rúmlega 5.000. Alþjóðlegir sérfræðingar segja hins vegar líklegt að um milljón manns mun deyja af völdum sjúkdómsins í ár. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa ekki gefið út upplýsingar um stöðu faraldursins, fjölda smitaðra né látinna. Samkvæmt rannsókninni hafa um 91 prósent íbúa í Gansu-héraði smitast af veirunni, 84 prósent í Yunnan og 80 prósent í Qinghai. Zeng Guang, fyrrverandi yfirmaður sóttvarnastofnunar Kína, segir smitum munu fjölga á landsbyggðinni á meðan Kínverjar fagna nýja árinu. Þá segist hann gera ráð fyrir að hámark faraldursins muni vara í tvo til þrjá mánuði áður en smitum fer að fækka. Engar opinberar upplýsingar hafa verið gefnar út um stöðu kórónuveirufaraldursins í Kína frá því að stjórnvöld féllu frá því að reyna að halda smitum í núll. Hins vegar hefur mátt lesa stöðuna úr álaginu á sjúkrahúsum stórborga landsins. Zeng sagði í samtali við Caixin-fréttastofuna fyrr í þessum mánuði að það væri kominn tími til að einblína á landsbyggðina. Þar væri margt eldra fólk og fólk í áhættuhópum sem hefði verið án nokkur bjargráða. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gagnrýnt stjórnvöld í Kína fyrir að greina ekki frá raunverulegum fjölda andláta af völdum Covid. Samkvæmt opinberum gögnum eru þau rétt rúmlega 5.000. Alþjóðlegir sérfræðingar segja hins vegar líklegt að um milljón manns mun deyja af völdum sjúkdómsins í ár.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira