Það var slúðurmiðillinn TMZ sem greindi fyrst frá því að West væri tekinn saman við arkítektinn Biöncu Censori. Censori starfaði áður sem arkítekt fyrir tískuvörumerki West, Yeezy.
Heimildir miðilsins herma að West og Censori hafi nú á dögunum látið gefa sig sama við leynilega brúðkaupsathöfn. Þau hafi þó ekki lagt fram hjúskaparvottorð og hjónabandið hafi því ekki verið gert löglegt.
Síðustu daga hefur West sést skarta dularfullum hring sem talinn er vera giftingarhringur. Virðast þau því hafa strengt hvort öðru einhvers konar heit, þrátt fyrir að vera ekki löglega gift.
Skömmu eftir athöfnina sáust West og Censori svo saman á veitingastað í Beverly Hills.
Is this the new Mrs. West?! Meet Yeezy architectural designer Bianca Censori who has reportedly married Ye in a private ceremony
— Splash News (@SplashNews) January 13, 2023
Christopher Peterson pic.twitter.com/4VTzF1Few5
Þykir nauðalík Kim
Nýlega gaf West út lagið Censori Overload. Fyrir utan það að titill lagsins beri eftirnafn „eiginkonunnar“, þá má einnig finna ýmsar vísbendingar um ástarsambandið í textanum. Í textanum talar West meðal annars um það að hann ætti ekki að stunda meira kynlíf fyrr en hann giftir sig.
Smekkur West á kvenfólki hefur vakið sérstaka athygli eftir að hann skildi við fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, því hann þykir laðast að konum sem eru nauðalíkar sinni fyrrverandi.
West og Kardashian voru gift í sjö ár og eiga saman fjögur börn. Kardashian sótti um skilnað árið 2021 og varð skilnaðurinn endanlegur í lok síðasta árs.