„Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 14:31 Sara Björk Gunnarsdóttir Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM í sumar og segir Sara Björk að þá hafi hugmyndin um að hætta kviknað. Draumur um að vera á meðal fyrstu íslensku kvennana til að spila á heimsmeistaramóti heillaði hins vegar. „Þetta var kannski svolítið í hausnum á mér eftir EM en svo var ég búin að ákveða það að ætla að komast á HM og klára það. Það hefði verið fullkomið að geta hætt þá, en því miður fór það ekki eins og maður ætlaði sér,“ segir Sara Björk. Klippa: Ótrúlega erfið ákvörðun Erfið ákvörðun Ísland tapaði naumlega leik fyrir Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar í forkeppni HM, en jafntefli hefði dugað á mótið. Í kjölfarið fór liðið í umspil þar sem liðið tapaði á grátlegan máta fyrir Portúgal þar sem dómari leiksins hafði sitt að segja. Eftir að HM draumurinn var úti tók Sara Björk sér góðan tíma til að íhuga málið áður en hún komst að þessari niðurstöðu. „Þannig að eftir Portúgalsleikinn var þetta orðið ofarlega í hausnum á mér og ég hugsaði þetta alveg fram yfir áramót og lét svo Steina [Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara] vita að ég væri búin að taka ákvörðun,“ segir Sara Björk. „En samt á sama tíma er var þetta ótrúlega erfið ákvörðun eftir svona mörg ár og líka það að ég mun halda áfram að spila með Juventus. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að tímapunkturinn og fyrir minn feril sé þetta besta ákvörðunin,“ segir Sara Björk. Álagið að segja til sín Sara Björk verður 33 ára gömul í september og hefur leikið á hæsta stigi Evrópuboltans undanfarin ár, með Rosengård, Lyon og nú Juventus. Hún segir margt liggja ákvörðuninni að baki, en álagið hafi þar sitt að segja auk móðurhlutverksins og hversu lítill tími gefst með fjölskyldunni. Sara Björk leikur í dag með Juventus á Ítalíu.Getty Images „Það eru margir hlutir sem spiluðu inn í. Þeir helstu eru að það er langt í næsta stórmót, ég er búin að vera núna að spila núna í nokkur ár á þessu stigi og maður finnur að líkaminn er að þreytast. Mér hefur fundist ég verið að halda svolítið mörgum boltum á lofti og vil reyna að minnka aðeins álagið og gefa mér og fjölskyldunni meiri tíma,“ „Ég vil reyna að vera 100 prósent á þeim stað sem ég er, einblína bara á Juventus og njóta heima með fjölskyldunni.“ segir Sara Björk. Viðtalsbútinn má sjá í spilaranum að ofan. Rætt verður nánar við Söru Björk í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Landslið kvenna í fótbolta Tímamót KSÍ Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM í sumar og segir Sara Björk að þá hafi hugmyndin um að hætta kviknað. Draumur um að vera á meðal fyrstu íslensku kvennana til að spila á heimsmeistaramóti heillaði hins vegar. „Þetta var kannski svolítið í hausnum á mér eftir EM en svo var ég búin að ákveða það að ætla að komast á HM og klára það. Það hefði verið fullkomið að geta hætt þá, en því miður fór það ekki eins og maður ætlaði sér,“ segir Sara Björk. Klippa: Ótrúlega erfið ákvörðun Erfið ákvörðun Ísland tapaði naumlega leik fyrir Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar í forkeppni HM, en jafntefli hefði dugað á mótið. Í kjölfarið fór liðið í umspil þar sem liðið tapaði á grátlegan máta fyrir Portúgal þar sem dómari leiksins hafði sitt að segja. Eftir að HM draumurinn var úti tók Sara Björk sér góðan tíma til að íhuga málið áður en hún komst að þessari niðurstöðu. „Þannig að eftir Portúgalsleikinn var þetta orðið ofarlega í hausnum á mér og ég hugsaði þetta alveg fram yfir áramót og lét svo Steina [Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara] vita að ég væri búin að taka ákvörðun,“ segir Sara Björk. „En samt á sama tíma er var þetta ótrúlega erfið ákvörðun eftir svona mörg ár og líka það að ég mun halda áfram að spila með Juventus. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að tímapunkturinn og fyrir minn feril sé þetta besta ákvörðunin,“ segir Sara Björk. Álagið að segja til sín Sara Björk verður 33 ára gömul í september og hefur leikið á hæsta stigi Evrópuboltans undanfarin ár, með Rosengård, Lyon og nú Juventus. Hún segir margt liggja ákvörðuninni að baki, en álagið hafi þar sitt að segja auk móðurhlutverksins og hversu lítill tími gefst með fjölskyldunni. Sara Björk leikur í dag með Juventus á Ítalíu.Getty Images „Það eru margir hlutir sem spiluðu inn í. Þeir helstu eru að það er langt í næsta stórmót, ég er búin að vera núna að spila núna í nokkur ár á þessu stigi og maður finnur að líkaminn er að þreytast. Mér hefur fundist ég verið að halda svolítið mörgum boltum á lofti og vil reyna að minnka aðeins álagið og gefa mér og fjölskyldunni meiri tíma,“ „Ég vil reyna að vera 100 prósent á þeim stað sem ég er, einblína bara á Juventus og njóta heima með fjölskyldunni.“ segir Sara Björk. Viðtalsbútinn má sjá í spilaranum að ofan. Rætt verður nánar við Söru Björk í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Landslið kvenna í fótbolta Tímamót KSÍ Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira