Erfiðast að skyldfólkið hafi komið skepnunum fyrir kattarnef Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2023 15:57 Guðmunda Tyrfingsdóttir mjólkaði kýr og sinnti skepnum áratugum saman. Hún slasaðist skömmu fyrir jól og nú er búið að aflífa allar skepnur hennar. Vísir/Magnús Hlynur Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús. „Matvælastofnun hefur svipt bónda á Suðurlandi vörslum allra gripa sinna þar sem enginn fékkst til að sjá um gripina í fjarveru bóndans vegna veikinda,“ sagði í tilkynningu á vef Matvælastofnunar í dag. Vörslusviptingin væri byggð á heimild í dýraverndarlögum þegar úrbætur þoli ekki bið. Gripirnir hafi hvorki haft aðgang að vatni né fóðri. „Nautgripir og hross voru send til slátrunar en sauðfé og hænur aflífuð og þeim fargað.“ Stálminnug og skýr í kollinum Guðmunda er ein af tíu systkinum og hefur áratugum saman búið ein með skepnum sínum í Lækjartúni. Guðmunda, sem er níræð, seldi kýr sínar fyrir tæpum fjórum árum en hélt áfram kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Dýrin hafa verið aflífuð og gerðist það eins og hendi væri veifað, ef svo má segja. Guðmunda fór úr axlarlið þegar hún datt á bænum skömmu fyrir jól. Var hún flutt á sjúkrahús og er óhætt að segja að veður hafi skjótt skipast í lofti. Fólk sem þekkti til Guðmundu, og var boðið og búið til að hjálpa henni, fékk símtöl frá skyldmennum Guðmundu og sagt að aðstoða hana ekki. Dæmi voru um að fólk sem kom til að sinna hænsnum hafi verið sagt að hypja sig. Guðmunda, sem man símanúmer og gerir enn skattskýrslur fyrir vinafólk sitt, dvelur nú á dvalarheimili á Hellu á meðan hún jafnar sig á axlarmeiðslunum. Hún lætur vel af dvöl sinni þar, hún hafi ekki yfir neinu að kvarta. Henni svíði þó sárast að skyldfólk sitt hafi ekki staðið með henni. Stór hluti fjölskyldunnar býr á næstu bæjum. Nágranni reiðubúinn til að aðstoða en ekki fengið „Ég geri ekki ráð fyrir því að neitt sé eftirlifandi,“ segir Guðmunda sem svarar í snjallsíma sinn á dvalarheimilinu á Hellu og vísar til dýranna sinna. „Það er búið að ráðstafa mér hingað. Ég veit ekki hve lengi, út janúar eða fram í febrúar.“ Hún segist hafa dottið illa fyrir jól og orðið fyrir axlarmeiðslum. Hún hafi beðið nágranna sinn um að hjálpa og sá hafi verið tilbúinn til þess. Að sinna skepnunum í hennar fjarveru. „Hann fékk þau skilaboð að það mætti enginn hjálpa mér,“ segir Guðmunda. Þá hafi Matvælastofnun ekki hlustað á hann frekar en hana. „Matvælastofnun tilkynnir mér að því ég dvelji ekki hér á Lækjartúni þá þurfi ekki að taka mark á því sem ég segi. Þau megi ráðstafa dýrunum að sínu áliti.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en viðkomandi nágranni fengið þau skilaboð frá frændfólki Guðmundu að ekki ætti að hjálpa henni. Það svíður sárast að sögn Guðmundu. „Það er erfiðast af öllu að skyldfólkið mitt skuli vera fremst í flokki við að koma þessu fyrir kattarnef.“ Afurðahæsta bú landsins eitt árið Aðspurð segir Guðmunda ekki taka því að fella nokkur tár vegna þessa. Hún reyni í það minnsta að gera það ekki. Dýrin voru hennar bestu vinir. Þegar kýrnar voru sem flestar hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, sagði Guðmunda árið 2019 þegar Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar, tók hús á henni. Nú eru dýrin sem hún sinnti daglega dauð. Þremur vikum eftir að flytja þurfti hana með sjúkrabíl af bæ hennar eftir slysið. „Það virðist allt vera mér mótstætt í þessu máli. Það hefur enginn mótmælt þessari ráðstöfun,“ segir Guðmunda. Hún sé komin í samband við lögfræðing sem ætli að hitta hana í næstu viku. Koma verði í ljós hverju það skilar. Guðmundu virðist sem atburðarásin hafi gengið upp hjá skyldfólki sínu. Engin mætti hjálpa, hringt hafi verið í Matvælastofnun og allt ákveðið í skyndi. „Það kom eftirlitsmaður einn daginn og eftir þann dag var sagt að ég þyrfti ekkert að skipta mér frekar af skepnunum.“ Fengu ekki að hjálpa Fjöldi manns hafi svo fylgst með því þegar hrossunum var komið í rétt og upp í vörubíl. Sama með kindurnar og nautgripirnir hafi farið í sláturhús. Fréttastofa hefur heyrt í fólki í sveitinni sem er vægast sagt hneykslað yfir framkomu systkina og sérstaklega systkinabarna Guðmundu. Símtöl hafi borist með skýr skilaboð þess efnis að enginn skyldi hjálpa Guðmundu. Þetta sama fólk vildi ekki koma fram undir nafni vegna þess áhyggja af viðbrögðum fólksins. Þess sama og bannað fólki að aðstoða Guðmundu þegar hún slasaðist. Þau ítreka að Guðmunda sé vel áttuð og hafi alltaf sinnt dýrunum vel. Þá veki athygli með hve skjótum hætti stofnunin hafi brugðist við í samanburði við umtalað mál í Borgarfirði á síðasta ári þar sem ljóst mátti vera að hestar voru vannærðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru tvær fylfullar hryssur og tveir sjö vetra hestar á bænum. Báðir tamdir. Þeir voru sendir til slátrunar. Samkvæmt sömu heimildum var nóg til af heyi og rennandi vatn á bænum þegar Guðmunda varð fyrir því óláni að slasa sig. Samkvæmt tilkynningu MAST var hvorki rennandi vatn né fóður á svæðinu við eftirlit á dögunum. Þá hafði líka verið fyrirskipað í sveitinni að enginn skildi koma til aðstoðar, eins og Guðmunda segir. Fréttastofa hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Stofnunin bregst yfirleitt við á þann veg að hún megi ekki tjá sig um einstök mál. Uppfært þriðjudaginn 17. janúar klukkan 15:16 Jarle Reiersen, héraðsdýralæknir í Suðurkjördæmi, segir línuna alveg skýra að Matvælastofnun tjái sig ekki um einstök mál. Almennt megi þó segja að ekki væri farið í alvarlega aðgerð nema ástæða sé talin rík. Aðspurður segir Jarle að stofnunin telji sig hafa farið í aðgerðir á faglegum forsendum. Dýraheilbrigði Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Tengdar fréttir Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. 18. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Matvælastofnun hefur svipt bónda á Suðurlandi vörslum allra gripa sinna þar sem enginn fékkst til að sjá um gripina í fjarveru bóndans vegna veikinda,“ sagði í tilkynningu á vef Matvælastofnunar í dag. Vörslusviptingin væri byggð á heimild í dýraverndarlögum þegar úrbætur þoli ekki bið. Gripirnir hafi hvorki haft aðgang að vatni né fóðri. „Nautgripir og hross voru send til slátrunar en sauðfé og hænur aflífuð og þeim fargað.“ Stálminnug og skýr í kollinum Guðmunda er ein af tíu systkinum og hefur áratugum saman búið ein með skepnum sínum í Lækjartúni. Guðmunda, sem er níræð, seldi kýr sínar fyrir tæpum fjórum árum en hélt áfram kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Dýrin hafa verið aflífuð og gerðist það eins og hendi væri veifað, ef svo má segja. Guðmunda fór úr axlarlið þegar hún datt á bænum skömmu fyrir jól. Var hún flutt á sjúkrahús og er óhætt að segja að veður hafi skjótt skipast í lofti. Fólk sem þekkti til Guðmundu, og var boðið og búið til að hjálpa henni, fékk símtöl frá skyldmennum Guðmundu og sagt að aðstoða hana ekki. Dæmi voru um að fólk sem kom til að sinna hænsnum hafi verið sagt að hypja sig. Guðmunda, sem man símanúmer og gerir enn skattskýrslur fyrir vinafólk sitt, dvelur nú á dvalarheimili á Hellu á meðan hún jafnar sig á axlarmeiðslunum. Hún lætur vel af dvöl sinni þar, hún hafi ekki yfir neinu að kvarta. Henni svíði þó sárast að skyldfólk sitt hafi ekki staðið með henni. Stór hluti fjölskyldunnar býr á næstu bæjum. Nágranni reiðubúinn til að aðstoða en ekki fengið „Ég geri ekki ráð fyrir því að neitt sé eftirlifandi,“ segir Guðmunda sem svarar í snjallsíma sinn á dvalarheimilinu á Hellu og vísar til dýranna sinna. „Það er búið að ráðstafa mér hingað. Ég veit ekki hve lengi, út janúar eða fram í febrúar.“ Hún segist hafa dottið illa fyrir jól og orðið fyrir axlarmeiðslum. Hún hafi beðið nágranna sinn um að hjálpa og sá hafi verið tilbúinn til þess. Að sinna skepnunum í hennar fjarveru. „Hann fékk þau skilaboð að það mætti enginn hjálpa mér,“ segir Guðmunda. Þá hafi Matvælastofnun ekki hlustað á hann frekar en hana. „Matvælastofnun tilkynnir mér að því ég dvelji ekki hér á Lækjartúni þá þurfi ekki að taka mark á því sem ég segi. Þau megi ráðstafa dýrunum að sínu áliti.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri en viðkomandi nágranni fengið þau skilaboð frá frændfólki Guðmundu að ekki ætti að hjálpa henni. Það svíður sárast að sögn Guðmundu. „Það er erfiðast af öllu að skyldfólkið mitt skuli vera fremst í flokki við að koma þessu fyrir kattarnef.“ Afurðahæsta bú landsins eitt árið Aðspurð segir Guðmunda ekki taka því að fella nokkur tár vegna þessa. Hún reyni í það minnsta að gera það ekki. Dýrin voru hennar bestu vinir. Þegar kýrnar voru sem flestar hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, sagði Guðmunda árið 2019 þegar Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar, tók hús á henni. Nú eru dýrin sem hún sinnti daglega dauð. Þremur vikum eftir að flytja þurfti hana með sjúkrabíl af bæ hennar eftir slysið. „Það virðist allt vera mér mótstætt í þessu máli. Það hefur enginn mótmælt þessari ráðstöfun,“ segir Guðmunda. Hún sé komin í samband við lögfræðing sem ætli að hitta hana í næstu viku. Koma verði í ljós hverju það skilar. Guðmundu virðist sem atburðarásin hafi gengið upp hjá skyldfólki sínu. Engin mætti hjálpa, hringt hafi verið í Matvælastofnun og allt ákveðið í skyndi. „Það kom eftirlitsmaður einn daginn og eftir þann dag var sagt að ég þyrfti ekkert að skipta mér frekar af skepnunum.“ Fengu ekki að hjálpa Fjöldi manns hafi svo fylgst með því þegar hrossunum var komið í rétt og upp í vörubíl. Sama með kindurnar og nautgripirnir hafi farið í sláturhús. Fréttastofa hefur heyrt í fólki í sveitinni sem er vægast sagt hneykslað yfir framkomu systkina og sérstaklega systkinabarna Guðmundu. Símtöl hafi borist með skýr skilaboð þess efnis að enginn skyldi hjálpa Guðmundu. Þetta sama fólk vildi ekki koma fram undir nafni vegna þess áhyggja af viðbrögðum fólksins. Þess sama og bannað fólki að aðstoða Guðmundu þegar hún slasaðist. Þau ítreka að Guðmunda sé vel áttuð og hafi alltaf sinnt dýrunum vel. Þá veki athygli með hve skjótum hætti stofnunin hafi brugðist við í samanburði við umtalað mál í Borgarfirði á síðasta ári þar sem ljóst mátti vera að hestar voru vannærðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru tvær fylfullar hryssur og tveir sjö vetra hestar á bænum. Báðir tamdir. Þeir voru sendir til slátrunar. Samkvæmt sömu heimildum var nóg til af heyi og rennandi vatn á bænum þegar Guðmunda varð fyrir því óláni að slasa sig. Samkvæmt tilkynningu MAST var hvorki rennandi vatn né fóður á svæðinu við eftirlit á dögunum. Þá hafði líka verið fyrirskipað í sveitinni að enginn skildi koma til aðstoðar, eins og Guðmunda segir. Fréttastofa hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn vegna málsins. Stofnunin bregst yfirleitt við á þann veg að hún megi ekki tjá sig um einstök mál. Uppfært þriðjudaginn 17. janúar klukkan 15:16 Jarle Reiersen, héraðsdýralæknir í Suðurkjördæmi, segir línuna alveg skýra að Matvælastofnun tjái sig ekki um einstök mál. Almennt megi þó segja að ekki væri farið í alvarlega aðgerð nema ástæða sé talin rík. Aðspurður segir Jarle að stofnunin telji sig hafa farið í aðgerðir á faglegum forsendum.
Dýraheilbrigði Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Tengdar fréttir Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. 18. ágúst 2019 19:15 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. 18. ágúst 2019 19:15