Samsærið gegn Eflingu Birgir Dýrfjörð skrifar 13. janúar 2023 17:30 Vilhjálmur Birgisson,formaður starfsgreinasambandsins SGS, fór mikinn í fjölmiðlum þegar hann lýsti samningum sínum við samtök atvinnulífsins. Hann sagði þá vera svo fádæma árangursríka, að annað eins hefði ekki sést. Flestir glöddust yfir þessum einstaka árangri hans. Það brá þó skugga á gleðina þegar formaður VR sagðist hafa samþykkt samskonar samning með óbragð í munninum. Hann rauk svo út, og neitaði að gleðjast í sultu og rjóma og ilmandi vöfflum. þegar Efling lýsti svo frati á samninginn, og benti á að hann skilaði aðeins um 7% launahækkunum í 10% verðbólgu, og ört hækkandi verðlagi og rýrnandi kaupmætti. Á sama tíma, og óhófleg aukning hafi verið á hagnaði fyrirtækja í landinu. Með þessu frat-svari Eflingar hvarf glæsileikinn, sem Vilhjálmur hafði lýst. Mont-ræðurnar hans urðu að örgustu öfugmælum. Barnalegt sjálfshólið át sig sjálft. Keisarinn nakinn Skiljanlega brást Vilhjálmur illa við höfnun Eflingar. Það er ekkert grín að láta „Galna stelpu“ afhjúpa mann eins og keisarann í ævintýrinu, sem klókir menn höfðu platað til að trúa því, að hann væri klár og mikilsverður maður, en ekki bara hlægilegur nakinn spjátrungur. Upp komast svik um síðir Vilhjálmur svaraði svo Eflingu. Í þeim svörum lýsti hann því ítrekað yfir, í viðtölum og greinaskrifum, að hann myndi aldrei blanda sér í samningaferli Eflingar við samtök vinnuveitenda. Sjálfsagt hefur hann trúað að hann þyrfti þess ekki. Að hann gæti treyst orðum framkvæmdastjóra SA. sem hafði ítrekað lýsti því yfir, að SA myndi aldrei bregðast trúnaði við SGS, með því, að gera öðruvísi kjarasamning við Eflingu en SGS. Hvað þýðir þetta orðalag, að SA ætli ekki að bregðast trúnaði við SGS? Það þýðir einfaldlega, að SA og SGS hafi gert trúnaðarsamning um það, að Efling muni ekki fá skárri samning en SGS. Það þýðir, að forusta SGS og SA gerðu samsæri gegn launalægstu stéttinni í landinu. Samsæri gegn því að verkafólk, sem oft og tíðum á ekki krónur fyrir mat sínum, geti nýtt sérsamningsrétt sinn. Þannig ætla þau að stela lambi fátæka mannsins. Hvaða orð tungunnar ná að lýsa svona innræti forustufólks Starfsgreinasambandsins? Til fróðleiks Samkvæmt upplýsingum frá Forsætisráðuneytinu, þá er meðal húsaleiga á landsbyggðinni 152 þúsund krónur á mán. Meðal húsaleiga á Höfuðborgarsvæðinu er 220 þús. kr. á mán. Mism. 68 þús.kr. á mán. (Heimild Stefán Ólafss. Miðjan 11.01. ´23) Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Birgir Dýrfjörð Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson,formaður starfsgreinasambandsins SGS, fór mikinn í fjölmiðlum þegar hann lýsti samningum sínum við samtök atvinnulífsins. Hann sagði þá vera svo fádæma árangursríka, að annað eins hefði ekki sést. Flestir glöddust yfir þessum einstaka árangri hans. Það brá þó skugga á gleðina þegar formaður VR sagðist hafa samþykkt samskonar samning með óbragð í munninum. Hann rauk svo út, og neitaði að gleðjast í sultu og rjóma og ilmandi vöfflum. þegar Efling lýsti svo frati á samninginn, og benti á að hann skilaði aðeins um 7% launahækkunum í 10% verðbólgu, og ört hækkandi verðlagi og rýrnandi kaupmætti. Á sama tíma, og óhófleg aukning hafi verið á hagnaði fyrirtækja í landinu. Með þessu frat-svari Eflingar hvarf glæsileikinn, sem Vilhjálmur hafði lýst. Mont-ræðurnar hans urðu að örgustu öfugmælum. Barnalegt sjálfshólið át sig sjálft. Keisarinn nakinn Skiljanlega brást Vilhjálmur illa við höfnun Eflingar. Það er ekkert grín að láta „Galna stelpu“ afhjúpa mann eins og keisarann í ævintýrinu, sem klókir menn höfðu platað til að trúa því, að hann væri klár og mikilsverður maður, en ekki bara hlægilegur nakinn spjátrungur. Upp komast svik um síðir Vilhjálmur svaraði svo Eflingu. Í þeim svörum lýsti hann því ítrekað yfir, í viðtölum og greinaskrifum, að hann myndi aldrei blanda sér í samningaferli Eflingar við samtök vinnuveitenda. Sjálfsagt hefur hann trúað að hann þyrfti þess ekki. Að hann gæti treyst orðum framkvæmdastjóra SA. sem hafði ítrekað lýsti því yfir, að SA myndi aldrei bregðast trúnaði við SGS, með því, að gera öðruvísi kjarasamning við Eflingu en SGS. Hvað þýðir þetta orðalag, að SA ætli ekki að bregðast trúnaði við SGS? Það þýðir einfaldlega, að SA og SGS hafi gert trúnaðarsamning um það, að Efling muni ekki fá skárri samning en SGS. Það þýðir, að forusta SGS og SA gerðu samsæri gegn launalægstu stéttinni í landinu. Samsæri gegn því að verkafólk, sem oft og tíðum á ekki krónur fyrir mat sínum, geti nýtt sérsamningsrétt sinn. Þannig ætla þau að stela lambi fátæka mannsins. Hvaða orð tungunnar ná að lýsa svona innræti forustufólks Starfsgreinasambandsins? Til fróðleiks Samkvæmt upplýsingum frá Forsætisráðuneytinu, þá er meðal húsaleiga á landsbyggðinni 152 þúsund krónur á mán. Meðal húsaleiga á Höfuðborgarsvæðinu er 220 þús. kr. á mán. Mism. 68 þús.kr. á mán. (Heimild Stefán Ólafss. Miðjan 11.01. ´23) Höfundur er rafvirkjameistari.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar