Lífið

Þessi var sendur heim úr Idolinu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þessi átta mættu til leiks í fyrsta Idolþáttinn í beinni útsendingu.
Þessi átta mættu til leiks í fyrsta Idolþáttinn í beinni útsendingu. Stöð 2

Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið.

Þema kvöldsins var „Þetta er ég“ og keppendur fluttu lög sem endurspegluðu tónlistarstíl þeirra, í því skyni að leyfa áhorfendum að kynnast þeim enn betur.

Í fyrsta skipti voru örlög keppenda í höndum áhorfenda. Áður hafði dómnefnd valið keppendur áfram en nú í kvöld og í næstu þáttum Idolsins fær landinn að kjósa í símakosningu. 

*Höskuldarviðvörun - ef þú hefur ekki horft á Idol þátt kvöldsins - ekki lesa lengra.*

Að lokinni símakosningu voru þrír í keppendur skipaðir í neðstu sætin. Þau Saga Matthildur, Birgir Örn og Þórhildur Helga voru í neðstu sætunum. 

Keppandinn Birgir Örn, sem flutti frumsamið lag, laut í lægra haldi og var sendur heim eftir kvöldið. Hann sagðist þakklátur fyrir tækifærið.

„Þetta stingur smá en lífið heldur áfram. Lífið er fallegt og ég hef mikið til að vera þakklátur fyrir. Maður er búinn að læra margt, um sjálfan sig líka. Þannig að þetta er búinn að vera gríðarlega góður tími og ég er þakklátur fyrir þetta allt,“ sagði Birgir Örn þegar úrslit kvöldsins lágu fyrir.


Tengdar fréttir

Þetta eru lögin sem Idol kepp­endur munu flytja í kvöld

Spennan magnast í Idol því fyrsta beina útsendingin fer fram í Idolhöllinni í Gufunesi í kvöld. Dómnefndin hefur valið þá átta keppendur sem standa eftir en í kvöld mun þjóðin velja þá sjö keppendur sem komast áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×