Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. janúar 2023 14:34 Gervigreindarspjallforritið ChatGPT kom út 30. nóvember sl. og hefur farið um snjallsíma fólks eins og eldur í sinu. Skólanemendur geta notað það til að leysa nánast hvaða vandamál eða verkefni sem er. Jakub Porzycki/Getty Images Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. Ár gervigreindarinnar Gervigreindin ryður sér hratt til rúms. Við sjáum hana dúkka upp út um allt. Árið 2022 var að mörgu leyti árið sem gervigreindin fór að blómstra fyrir alvöru, svo mikið að orðið „gervigreind“ var reyndar kosið orð ársins á Spáni. Og gervigreindarspjallforritið ChatGPT, sem dúkkaði upp undir lok síðasta árs, er nýjasta fyrirbrigðið sem allir eru að tala um núna og væntanlega næstu vikur og mánuði. ChatGPT spjallforritið kom út 30. nóvember. Fjórum dögum síðar var meira en ein milljón manna byrjuð að nota það. Skólayfirvöld hafa áhyggjur af heimanámi Og nú rúmum mánuði síðar óttast kennarar og skólastjórnendur að þetta forrit geti hreinlega rústað heimalærdómi nemenda. Því forritið getur á nokkrum augnablikum svarað nánast hvaða spurningum sem er, það gæti skrifað ritgerð fyrir þig um Shakespeare, Laxness eða hvern sem er, á ljóshraða, og jafnvel haft hana í bundnu máli ef þú biður um það, já eða sem rapptexta. Og forritið leysir flókin algebrudæmi áður en þú getur blikkað augunum. „Svona forrit geta verið mjög gagnleg við að efla sköpunargáfu nemenda,“ sagði Nuria Oliver, sérfræðingur í gervigreind í fréttum spænska ríkissjónvarpsins í gær. Margir nemendur víðsvegar um heiminn hafa tekið forritinu fagnandi og segja einfaldlega að þetta sé tækni sem ekki verði hægt að stöðva, en svo eru þeir sem óttast það að vélar geti vitað svona mikið. Forritið hefur verið bannað í mörgum skólum Forritið er komið undir smásjána nú þegar hjá menntamálayfirvöldum víða um heim. Nemendum í New York og Los Angeles hefur verið bannað að nota það í tímum, það hefur sömuleiðis verið bannað í háskólum í Ástralíu og Árósaháskóli hefur bannað notkun þess í prófum. Menntamálaráðuneyti Spánar er með forritið til skoðunar áður en það ákveður hvernig verði brugðist við notkun þess. Gervigreind Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ár gervigreindarinnar Gervigreindin ryður sér hratt til rúms. Við sjáum hana dúkka upp út um allt. Árið 2022 var að mörgu leyti árið sem gervigreindin fór að blómstra fyrir alvöru, svo mikið að orðið „gervigreind“ var reyndar kosið orð ársins á Spáni. Og gervigreindarspjallforritið ChatGPT, sem dúkkaði upp undir lok síðasta árs, er nýjasta fyrirbrigðið sem allir eru að tala um núna og væntanlega næstu vikur og mánuði. ChatGPT spjallforritið kom út 30. nóvember. Fjórum dögum síðar var meira en ein milljón manna byrjuð að nota það. Skólayfirvöld hafa áhyggjur af heimanámi Og nú rúmum mánuði síðar óttast kennarar og skólastjórnendur að þetta forrit geti hreinlega rústað heimalærdómi nemenda. Því forritið getur á nokkrum augnablikum svarað nánast hvaða spurningum sem er, það gæti skrifað ritgerð fyrir þig um Shakespeare, Laxness eða hvern sem er, á ljóshraða, og jafnvel haft hana í bundnu máli ef þú biður um það, já eða sem rapptexta. Og forritið leysir flókin algebrudæmi áður en þú getur blikkað augunum. „Svona forrit geta verið mjög gagnleg við að efla sköpunargáfu nemenda,“ sagði Nuria Oliver, sérfræðingur í gervigreind í fréttum spænska ríkissjónvarpsins í gær. Margir nemendur víðsvegar um heiminn hafa tekið forritinu fagnandi og segja einfaldlega að þetta sé tækni sem ekki verði hægt að stöðva, en svo eru þeir sem óttast það að vélar geti vitað svona mikið. Forritið hefur verið bannað í mörgum skólum Forritið er komið undir smásjána nú þegar hjá menntamálayfirvöldum víða um heim. Nemendum í New York og Los Angeles hefur verið bannað að nota það í tímum, það hefur sömuleiðis verið bannað í háskólum í Ástralíu og Árósaháskóli hefur bannað notkun þess í prófum. Menntamálaráðuneyti Spánar er með forritið til skoðunar áður en það ákveður hvernig verði brugðist við notkun þess.
Gervigreind Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google. 5. janúar 2023 16:59