Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Bjarki Már bestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2023 22:00 Bjarki Már var besti maður Íslands í kvöld. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveimur mörkum á móti Ungverjum í kvöld, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. Íslenska liðið bauð upp á frábæran leik í rúmar fjörutíu mínútur en svo virtust menn klára algjörlega bensínið hjá sér. Liðið henti í framhaldinu frá sér frábærri stöðu og margir leikmenn duttu niður í einkunnum á þessum hræðilega lokakafla. Liðið leit svakalega vel út lengst af í leiknum en strákarnir okkar grófu upp öll mistök í bókinni á hryllilegum lokakafla sem tapaðist með átta mörkum. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari notar ekki hópinn sinn og fjölda fínna leikmanna sitja á bekknum allan leikinn. Það þarf að breytast snarlega ef liðið ætlar að gera eitthvað á þessu móti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fimmu þrátt fyrir fjölda mistaka undir lokin. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 4 (10 varin skot- 51:53 mín.) Átti afbragðsgóðan leik lengi framan af. Fljótur að koma boltanum í leik sem skilaði mörkum og skoraði sitt tuttugasta landsliðsmark. Traust frammistaða hjá honum í fyrstu tveimur leikjunum. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (9 mörk - 60:00 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins. Byrjaði leikinn af fítonskrafti. Var í heimsklassa í 55 mínútur en fór illa með færin á ögurstundu sem var dýrt þegar upp var staðið. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 42:53 mín.) Fyrirliðinn átti fína spretti í fyrri hálfleiknum, skoraði góð mörk og var öflugur varnarlega. Í síðari hálfleik náði hann engum takti í sínum leik, var ragur og hræddur. Þarf að gera mun betur til að íslenska liðið komist lengra. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 20:29 mín.) Gísli hefur ekki fundið fjölina sína í Svíþjóð. Hann er hins vegar ekki öfundsverður af hlutskipti sínu. Var í stöðugum árásum allan leikinn en sterkir Ungverjar sáu við honum og Gísli ólíkur sjálfum sér annan leikinn í röð. Það er greinilegt að hann hefur ætlað sér um of og virkar ekki í jafnvægi inn á vellinum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (7/4 mörk - 59:10 mín.) Ómar Ingi er listamaður af guðs náð. Án ef einn besti handboltamaður í heimi. Spilaði hverja einustu mínútu en þegar leið á leikinn varð hann orkulaus og lítill í sér. Tók ákvarðanir sem við höfum ekki séð frá Ómari Inga í langan tíma. Kannski ekki honum að kenna að hann fái ekki hvíld á réttum tímapunktum í leikjunum. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (3 mörk - 59:26 mín.) Nýtti færin sín vel, ekki síst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik fékk hann einfaldlega ekki boltann og í raun ekki við hann að sakast. Gæti þó gert betur í þeim færum sem hann klúraði í leiknum. Það voru dauðafæri. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (8 stopp - 41:44 mín.) Ýmir átti frábæran leik í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var hann í vandræðum eins og öll miðjublokkin enda réðust Ungverjar á miðsvæðið trekk í trekk sem skilaði þeim auðveldum mörkum. Vantar ekkert upp á baráttuna og viljann þar sem hann dregur gjarnan aðra leikmenn með sér. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 stopp - 28:48 mín.) Var hnökralítill varnarlega en skilar litlu sóknarlega enda eru tækifærin þar af skornum skammti. Sannaði á Evrópumótinu, ekki síst gegn Noregi, að hann getur hæglega hjálpað íslenska liðinu í vinstri skyttunni en fær bara ekki tækifæri til þess. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (4 mörk - 46:34 mín.) Annan leikinn í röð var Elliði sannfærandi. Skilaði fjórum mörkum og varnarlega heilt yfir frábær ekki síst framan af. Missti svolítið móðinn í síðari hálfleik þegar Ungverjar fóru að éta niður forystu íslenska liðsins sem var í raun lygilegt á kafla. Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (3 varin skot- 6:12 mín.) Ungi maðurinn kom inn og varði tvö mikilvæg skot. Ekki einfalt að koma inn í leikinn á þessum tímapunkti þar sem pressan var orðin yfirþyrmandi. Það vita allir hvað hann getur, bara spurning um að galdra það fram. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 2:51 mín.) Janus kom inn í stuttan tíma og virtist þrúgaður af taugaspennu. Leikmaður sem oftar en ekki hefur hjálpað íslenska liðinu á ögurstundu. Var ólíkur sjálfum sér og var ekki öfundsverður að koma inn þegar allt var að fara í skrúfuna. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - spilaði ekkiÓlafur Guðmundsson, vinstri skytta - spilaði ekkiViggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkiÓðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 2 Frábær frammistaða í fyrri hálfleik, ekki síst hvað varðar varnarleikinn. Var kominn með liðið í frábæra stöðu en eins og oft áður þá treysti hann ekki bekknum og lykilleikmenn voru komnir af fótum fram. Þá var of seint að bregðast við. Það er liðin tíð í alþjóðlegum bolta að lið geti spilað á átta mönnum tvo leiki í röð. Síðari hálfleikurinn var afleitur og hann hlýtur að vera á ábyrgð þjálfarans. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Íslenska liðið bauð upp á frábæran leik í rúmar fjörutíu mínútur en svo virtust menn klára algjörlega bensínið hjá sér. Liðið henti í framhaldinu frá sér frábærri stöðu og margir leikmenn duttu niður í einkunnum á þessum hræðilega lokakafla. Liðið leit svakalega vel út lengst af í leiknum en strákarnir okkar grófu upp öll mistök í bókinni á hryllilegum lokakafla sem tapaðist með átta mörkum. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari notar ekki hópinn sinn og fjölda fínna leikmanna sitja á bekknum allan leikinn. Það þarf að breytast snarlega ef liðið ætlar að gera eitthvað á þessu móti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fimmu þrátt fyrir fjölda mistaka undir lokin. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 4 (10 varin skot- 51:53 mín.) Átti afbragðsgóðan leik lengi framan af. Fljótur að koma boltanum í leik sem skilaði mörkum og skoraði sitt tuttugasta landsliðsmark. Traust frammistaða hjá honum í fyrstu tveimur leikjunum. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (9 mörk - 60:00 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins. Byrjaði leikinn af fítonskrafti. Var í heimsklassa í 55 mínútur en fór illa með færin á ögurstundu sem var dýrt þegar upp var staðið. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 42:53 mín.) Fyrirliðinn átti fína spretti í fyrri hálfleiknum, skoraði góð mörk og var öflugur varnarlega. Í síðari hálfleik náði hann engum takti í sínum leik, var ragur og hræddur. Þarf að gera mun betur til að íslenska liðið komist lengra. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 20:29 mín.) Gísli hefur ekki fundið fjölina sína í Svíþjóð. Hann er hins vegar ekki öfundsverður af hlutskipti sínu. Var í stöðugum árásum allan leikinn en sterkir Ungverjar sáu við honum og Gísli ólíkur sjálfum sér annan leikinn í röð. Það er greinilegt að hann hefur ætlað sér um of og virkar ekki í jafnvægi inn á vellinum. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (7/4 mörk - 59:10 mín.) Ómar Ingi er listamaður af guðs náð. Án ef einn besti handboltamaður í heimi. Spilaði hverja einustu mínútu en þegar leið á leikinn varð hann orkulaus og lítill í sér. Tók ákvarðanir sem við höfum ekki séð frá Ómari Inga í langan tíma. Kannski ekki honum að kenna að hann fái ekki hvíld á réttum tímapunktum í leikjunum. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (3 mörk - 59:26 mín.) Nýtti færin sín vel, ekki síst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik fékk hann einfaldlega ekki boltann og í raun ekki við hann að sakast. Gæti þó gert betur í þeim færum sem hann klúraði í leiknum. Það voru dauðafæri. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (8 stopp - 41:44 mín.) Ýmir átti frábæran leik í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var hann í vandræðum eins og öll miðjublokkin enda réðust Ungverjar á miðsvæðið trekk í trekk sem skilaði þeim auðveldum mörkum. Vantar ekkert upp á baráttuna og viljann þar sem hann dregur gjarnan aðra leikmenn með sér. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (2 stopp - 28:48 mín.) Var hnökralítill varnarlega en skilar litlu sóknarlega enda eru tækifærin þar af skornum skammti. Sannaði á Evrópumótinu, ekki síst gegn Noregi, að hann getur hæglega hjálpað íslenska liðinu í vinstri skyttunni en fær bara ekki tækifæri til þess. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (4 mörk - 46:34 mín.) Annan leikinn í röð var Elliði sannfærandi. Skilaði fjórum mörkum og varnarlega heilt yfir frábær ekki síst framan af. Missti svolítið móðinn í síðari hálfleik þegar Ungverjar fóru að éta niður forystu íslenska liðsins sem var í raun lygilegt á kafla. Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (3 varin skot- 6:12 mín.) Ungi maðurinn kom inn og varði tvö mikilvæg skot. Ekki einfalt að koma inn í leikinn á þessum tímapunkti þar sem pressan var orðin yfirþyrmandi. Það vita allir hvað hann getur, bara spurning um að galdra það fram. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 2:51 mín.) Janus kom inn í stuttan tíma og virtist þrúgaður af taugaspennu. Leikmaður sem oftar en ekki hefur hjálpað íslenska liðinu á ögurstundu. Var ólíkur sjálfum sér og var ekki öfundsverður að koma inn þegar allt var að fara í skrúfuna. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - spilaði ekkiÓlafur Guðmundsson, vinstri skytta - spilaði ekkiViggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkiÓðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - spilaði ekkiHákon Daði Styrmisson, vinstra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 2 Frábær frammistaða í fyrri hálfleik, ekki síst hvað varðar varnarleikinn. Var kominn með liðið í frábæra stöðu en eins og oft áður þá treysti hann ekki bekknum og lykilleikmenn voru komnir af fótum fram. Þá var of seint að bregðast við. Það er liðin tíð í alþjóðlegum bolta að lið geti spilað á átta mönnum tvo leiki í röð. Síðari hálfleikurinn var afleitur og hann hlýtur að vera á ábyrgð þjálfarans. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira