Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 15:16 Graskögglar þykja gott fóður í ýmsar skepnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp. Það þykir skynsamlegt að horfa til framleiðslu grasköggla með byggingu graskögglaverksmiðju á Hveravöllum í Reykjahverfi rétt við Húsavík til að nýta bæði vannýttar orkuauðlindir í formi glatvarma ásamt því að nýta vannýtt ræktarlönd á svæðinu betur. Það er Fjárfestingarfélaga Þingeyinga og Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, ásamt Orkuveitu Húsavíkur, KEA, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunni Eflu, sem standa að verkefninu. Pétur Snæbjörnsson er verkefnisstjóri verkefnisins. „Þetta verkefni í stuttu máli snýst um það að það þarf að láta sveitir landsins vaxa upp úr því, sem þær kunna og geta, sem er að rækta og rækta gras sérstaklega og búa til nýsköpun í landbúnaði, sem lýtur að því að auka meiri sérhæfingu og reyna að búa til verðmætasköpun úr þeim auðlindum, sem við höfum yfir að ráða,” segir Pétur og bætir við. „Þetta hljómar gríðarlega spennandi. Það eru flutt inn 200 þúsund tonn af fóðurvörum á ári og við hljótum að geta gert betur í okkar eigin ranni með þetta en við þurfum þá að nota réttu hjálpartækin. Hjálpartækin í þessu tilfelli er jarðhitinn og þar er eins og í öllum öðrum greinum er mikil sóun og það er hægt að nýta jarðhita auðlindina miklu betur.” Gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan verði hún að veruleika framleiði allt að 50 þúsund tonn af graskögglum á ári.Héraðsskjalasafn Árnesinga Pétur segir að verksmiðjan verði byggð ef allt gengur upp á svæði innan Norðurþings, sem heitir Reykjahverfi en þar er heitavatnssvæði við Hveravelli þar sem kemur upp 120 gráðu heitt vatn. Þegar afkastageta verksmiðjunnar er komin á fullt er ætlunin að framleiða um 50 þúsund tonn af graskögglum á ári. En hver er kostnaðurinn við svona verksmiðju? „Það er eftir að finna það endanlega út en við erum núna að fara í næsta skref verkefnisins, sem er að reyna að koma upp tilraunaframleiðslu næsta sumar þannig að við getum framleidd grasheyköggla eftir þeim aðferðum, sem ætlað er að gera,” segir Pétur. Pétur segir að heildarkostnaður við verksmiðjuna gæti verið um tveir milljarðar króna. Vonir standa til þess að starfsemi verksmiðjunnar geti hafist 2025. „Ég held að við eigum tækifæri í bættri auðlindanýtingu í landinu og með því bara að nýta hluti, sem við erum núna að sóa þá getum við bætt lífsafkomu okkar og aukið umhverfisvitundina svo mikið,” bætir Pétur við. Norðurþing Nýsköpun Landbúnaður Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Það þykir skynsamlegt að horfa til framleiðslu grasköggla með byggingu graskögglaverksmiðju á Hveravöllum í Reykjahverfi rétt við Húsavík til að nýta bæði vannýttar orkuauðlindir í formi glatvarma ásamt því að nýta vannýtt ræktarlönd á svæðinu betur. Það er Fjárfestingarfélaga Þingeyinga og Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, ásamt Orkuveitu Húsavíkur, KEA, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunni Eflu, sem standa að verkefninu. Pétur Snæbjörnsson er verkefnisstjóri verkefnisins. „Þetta verkefni í stuttu máli snýst um það að það þarf að láta sveitir landsins vaxa upp úr því, sem þær kunna og geta, sem er að rækta og rækta gras sérstaklega og búa til nýsköpun í landbúnaði, sem lýtur að því að auka meiri sérhæfingu og reyna að búa til verðmætasköpun úr þeim auðlindum, sem við höfum yfir að ráða,” segir Pétur og bætir við. „Þetta hljómar gríðarlega spennandi. Það eru flutt inn 200 þúsund tonn af fóðurvörum á ári og við hljótum að geta gert betur í okkar eigin ranni með þetta en við þurfum þá að nota réttu hjálpartækin. Hjálpartækin í þessu tilfelli er jarðhitinn og þar er eins og í öllum öðrum greinum er mikil sóun og það er hægt að nýta jarðhita auðlindina miklu betur.” Gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan verði hún að veruleika framleiði allt að 50 þúsund tonn af graskögglum á ári.Héraðsskjalasafn Árnesinga Pétur segir að verksmiðjan verði byggð ef allt gengur upp á svæði innan Norðurþings, sem heitir Reykjahverfi en þar er heitavatnssvæði við Hveravelli þar sem kemur upp 120 gráðu heitt vatn. Þegar afkastageta verksmiðjunnar er komin á fullt er ætlunin að framleiða um 50 þúsund tonn af graskögglum á ári. En hver er kostnaðurinn við svona verksmiðju? „Það er eftir að finna það endanlega út en við erum núna að fara í næsta skref verkefnisins, sem er að reyna að koma upp tilraunaframleiðslu næsta sumar þannig að við getum framleidd grasheyköggla eftir þeim aðferðum, sem ætlað er að gera,” segir Pétur. Pétur segir að heildarkostnaður við verksmiðjuna gæti verið um tveir milljarðar króna. Vonir standa til þess að starfsemi verksmiðjunnar geti hafist 2025. „Ég held að við eigum tækifæri í bættri auðlindanýtingu í landinu og með því bara að nýta hluti, sem við erum núna að sóa þá getum við bætt lífsafkomu okkar og aukið umhverfisvitundina svo mikið,” bætir Pétur við.
Norðurþing Nýsköpun Landbúnaður Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira