Innlent

„Það er eins og verið sé að bíða eftir því að ein­hver drepist“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Klakinn féll af miklum hraða niður húsþakið.
Klakinn féll af miklum hraða niður húsþakið. aðsend

„Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf.

Eins og sést á myndinni er klakinn nokkuð massívur og ljóst að illa hefði farið ef Ólafur hefði verið nokkrum sekúndum fyrr á ferðinni. 

Klaka og grýlukerti má víða sjá á húsþökum og hafa mörg þeirra náð töluverðri lengd. Húseigendur bera ábyrgð á því að láta fjarlægja þau.

„Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepi sig á þessu áður en eitthvað er gert. Það þyrfti að loka götum ef þeir geta ekki hreinsað klakann,“ segir Ólafur sem sjálfur hefur tekið eftir löngum og massívum grýlukertum og klakabúnkum í miðborginni t.d. á Skólavörðustíg.

Grýlukerti sem þessi geta skapað mikla hættu. Myndin er úr safni.vísir/vilhelm

„Það þýðir ekkert að tala við borgina. Manni er bara bent á að senda tölvupóst sem týnist síðan í tóminu. Ég færi mig á götuna og labba þar næstu daga,“ segir Ólafur í lok samtalsins.


Tengdar fréttir

Hálka, grýlu­kerti og snjó­hengjur

Þegar vetrarslys, föll og snjó og íshrun, verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa.. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum.

Tveir sárir í and­liti eftir að snjór féll af þaki í mið­bænum

Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×