Handbolti

Mæta reiðir til leiks gegn Suður-Kóreu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigvaldi er bjartsýnn á framhaldið.
Sigvaldi er bjartsýnn á framhaldið. vísir/vilhelm

Leikmenn landsliðsins voru eðlilega svolítið þreyttir á æfingu liðsins í gær enda hefur verið erfitt að sofna eftir tapið sárgrætilega gegn Ungverjum.

„Nóttin var erfið og tók tíma að sofna. Ég sofnaði upp úr þrjú. Svo vakna menn og taka spjall við strákana. Förum að tala um eitthvað annað í stað þess að spjalla um leikinn,“ segir hornamaðurinn frábæri, Sigvaldi Björn Guðjónsson, og viðurkennir fúslega að svekkelsið hafi verið gríðarlegt.

„Þetta tók vel á. Það er langt síðan ég hef hugsað svona mikið. Ótrúlega svekktur og leiðinlegt fyrir allt fólkið sem kom í höllina.“

Þrátt fyrir svekkelsið reyna strákarnir að horfa björtum augum fram á veginn.

„Mótið er rétt að byrja og við eigum nóg inni. Við tókum slæma leikinn núna og vinnum næsta. Þetta er langt mót og við áttum slakt korter,“ segir Sigvaldi að þeir munu mæta reiðir til leiks gegn Suður-Kóreu.

„Klárlega. Þetta gerist allt hratt. Það var pirringur og við ætlum að nýta hann í þessum leik.“

Klippa: Sigvaldi átti erfiða nótt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×