„Þetta er húseigandans að passa upp á“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 15. janúar 2023 20:35 Sigrún Þorsteinsdóttir forvarnafulltrúi VÍS brýnir fyrir húseigendum að fjarlægja klaka og grýlukerti af þakköntum. Samsett/Vísir/SteingrímurDúi Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg. Húseigendur á Amtmannsstíg hafa brugðið á það ráð að setja litla umferðarkeilu fyrir framan hús þar sem miklir klakabunkar hafa safnast fyrir í þakrennu. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnafulltrúi vátryggingafélagsins VÍS, er ekki viss um að slíkar ráðstafanir séu nægjanlegar. „Vissulega er þetta betra en ekki neitt en við myndum vilja sjá þetta betur gert. Og nota borða til að afmarka svæðið almennilega. Því það þarf ekki endilega að búast við því að almenningur sé að horfa upp fyrir sig þegar það er að labba um. Húseigendur þurfa svolítið að huga að þessu og fá þá bara fagaðila í verkið ef þeir ná ekki að gera það sjálfir, en maður á náttúrulega aldrei að setja sig í hættu við að ná þessu niður. En þetta er stórhættulegt,“ segir Sigrún. Hver ber ábyrgð ef eitthvað gerist? „Það er svolítið mismunandi. Það getur verið húseigandi, það getur líka verið þeir sem eru að ganga undir. En þetta er húseigandans að passa upp á að það sé í lagi með svæðið þar sem þetta er. Við hvetjum fólk, á fimmtudag og föstudag því þá fer að hlýna, þá á þetta allt eftir að koma niður. Við eru að sjá fullt af tjónum í þakköntum hjá okkur, höfum áhyggjur af pöllunum líka sem eru við sumarhús og fleiri heimili.“ Hún brýnir fyrir húseigendum að moka frá veggjum, passa upp á svalir og moka af þeim. Í kortunum eru hlýindi í veðri og sjá vátryggingafélög því fram á vatnstjón: „Nóg er af þeim í dag bara út frá álagi á kerfin á heimilum og í fyrirtækjum.“ Ekki er sjálfgefið að gangandi vegfarendur hafi tengt keiluna við klakabunkann sem læðist yfir þakrennuna.Vísir/SteingrímurDúi Reykjavík Veður Tryggingar Slysavarnir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12 Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Húseigendur á Amtmannsstíg hafa brugðið á það ráð að setja litla umferðarkeilu fyrir framan hús þar sem miklir klakabunkar hafa safnast fyrir í þakrennu. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnafulltrúi vátryggingafélagsins VÍS, er ekki viss um að slíkar ráðstafanir séu nægjanlegar. „Vissulega er þetta betra en ekki neitt en við myndum vilja sjá þetta betur gert. Og nota borða til að afmarka svæðið almennilega. Því það þarf ekki endilega að búast við því að almenningur sé að horfa upp fyrir sig þegar það er að labba um. Húseigendur þurfa svolítið að huga að þessu og fá þá bara fagaðila í verkið ef þeir ná ekki að gera það sjálfir, en maður á náttúrulega aldrei að setja sig í hættu við að ná þessu niður. En þetta er stórhættulegt,“ segir Sigrún. Hver ber ábyrgð ef eitthvað gerist? „Það er svolítið mismunandi. Það getur verið húseigandi, það getur líka verið þeir sem eru að ganga undir. En þetta er húseigandans að passa upp á að það sé í lagi með svæðið þar sem þetta er. Við hvetjum fólk, á fimmtudag og föstudag því þá fer að hlýna, þá á þetta allt eftir að koma niður. Við eru að sjá fullt af tjónum í þakköntum hjá okkur, höfum áhyggjur af pöllunum líka sem eru við sumarhús og fleiri heimili.“ Hún brýnir fyrir húseigendum að moka frá veggjum, passa upp á svalir og moka af þeim. Í kortunum eru hlýindi í veðri og sjá vátryggingafélög því fram á vatnstjón: „Nóg er af þeim í dag bara út frá álagi á kerfin á heimilum og í fyrirtækjum.“ Ekki er sjálfgefið að gangandi vegfarendur hafi tengt keiluna við klakabunkann sem læðist yfir þakrennuna.Vísir/SteingrímurDúi
Reykjavík Veður Tryggingar Slysavarnir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12 Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12
Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08