0:00 stingur í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2023 12:31 Viggó Kristjánsson skorar eitt af átta mörkum sínum í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót. Getty/Marvin Ibo Lykilmenn íslenska liðsins voru bensínlausir á hryllilegum lokamínútum í tapleiknum á móti Ungverjum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Landsliðsþjálfarinn hefur því skiljanlega fengið á sig mikla gagnrýni eftir leikinn fyrir að gefa ekki bestu mönnum liðsins smá hvíld í fyrstu tveimur leikjunum. Sorglegasta tölfræði íslenska liðsins er örugglega spilatíminn hjá tveimur leikmönnum sem minntu svo vel á sig í æfingarleik rétt fyrir heimsmeistaramótið. Hér erum við að tala um örvhentu leikmennina Viggó Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir hafa þeir ekki fengið að koma inn á völlinn í eina einustu sekúndu á þessu heimsmeistaramóti. Það er enginn að mótmæla því að Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Björn Guðjónsson séu byrjunarliðsmenn í þessum stöðum á hægri vængnum en það er aftur á móti ekki eins og það séu einhverjir byrjendur á bekknum. Viggó Kristjánsson var með átta mörk og átta stoðsendingar í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum sem var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir mótið. Ómar Ingi hvíldi í leiknum og Viggó sýndi hvað hann er öflugur. Viggó er líka að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þar skorað 95 mörk í 18 leikjum eða 5,3 mörk í leik. Hann hefur einnig gefið 51 stoðsendingu og er á topp tíu í markaskorun og topp fimmtán í stoðsendingum í bestu deildinni í heimi. Sú staðreynd að landsliðsþjálfarinn treystir slíkum manni ekki til að stíga inn á völlinn í tveimur heilum leikjum er óskiljanleg. Óðinn Þór Ríkharðsson leysti Sigvalda af í hægra horninu í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót eftir að Sigvaldi klikkaði á fyrstu þremur skotum sínum. Óðinn þakkaði fyrir tækifærið og skoraði átta mörk úr níu skotum. Íslenska liðið hefur spilað 120 mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Ómar Ingi hefur hvílt sig í 50 sekúndur og Sigvaldi hefur verið út af vellinum í fjórar mínútur og 24 sekúndur. Þeir Viggó og Óðinn hafa samt hvorugur fengið að spila. 0:00 stingur vissulega í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum. Viggó og Óðinn eru í hóp fjögurra leikmanna sem eiga eftir að koma við sögu á mótinu en hinir eru Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarson, Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson hafa síðan verið út úr hóp í báðum leikjunum. Hákon Daði Styrmisson kom við sögu í Portúgalsleiknum en fékk ekki þær mínútur skráðar í opinberri tölfræði mótsins. Þriðji leikur íslenska liðsins er á móti Suður-Kóreu í dag. Vegna tapsins á móti Ungverjum er íslenska liðið ekki öruggt áfram í milliriðla því Kóreumenn gætu skilið íslenska liðið eftir í riðlinum og sent strákana okkar í Forsetabikarinn í Póllandi. Hér fyrir neðan má sjá heildartölur íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótisins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Sorglegasta tölfræði íslenska liðsins er örugglega spilatíminn hjá tveimur leikmönnum sem minntu svo vel á sig í æfingarleik rétt fyrir heimsmeistaramótið. Hér erum við að tala um örvhentu leikmennina Viggó Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir hafa þeir ekki fengið að koma inn á völlinn í eina einustu sekúndu á þessu heimsmeistaramóti. Það er enginn að mótmæla því að Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Björn Guðjónsson séu byrjunarliðsmenn í þessum stöðum á hægri vængnum en það er aftur á móti ekki eins og það séu einhverjir byrjendur á bekknum. Viggó Kristjánsson var með átta mörk og átta stoðsendingar í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum sem var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir mótið. Ómar Ingi hvíldi í leiknum og Viggó sýndi hvað hann er öflugur. Viggó er líka að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þar skorað 95 mörk í 18 leikjum eða 5,3 mörk í leik. Hann hefur einnig gefið 51 stoðsendingu og er á topp tíu í markaskorun og topp fimmtán í stoðsendingum í bestu deildinni í heimi. Sú staðreynd að landsliðsþjálfarinn treystir slíkum manni ekki til að stíga inn á völlinn í tveimur heilum leikjum er óskiljanleg. Óðinn Þór Ríkharðsson leysti Sigvalda af í hægra horninu í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót eftir að Sigvaldi klikkaði á fyrstu þremur skotum sínum. Óðinn þakkaði fyrir tækifærið og skoraði átta mörk úr níu skotum. Íslenska liðið hefur spilað 120 mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Ómar Ingi hefur hvílt sig í 50 sekúndur og Sigvaldi hefur verið út af vellinum í fjórar mínútur og 24 sekúndur. Þeir Viggó og Óðinn hafa samt hvorugur fengið að spila. 0:00 stingur vissulega í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum. Viggó og Óðinn eru í hóp fjögurra leikmanna sem eiga eftir að koma við sögu á mótinu en hinir eru Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarson, Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson hafa síðan verið út úr hóp í báðum leikjunum. Hákon Daði Styrmisson kom við sögu í Portúgalsleiknum en fékk ekki þær mínútur skráðar í opinberri tölfræði mótsins. Þriðji leikur íslenska liðsins er á móti Suður-Kóreu í dag. Vegna tapsins á móti Ungverjum er íslenska liðið ekki öruggt áfram í milliriðla því Kóreumenn gætu skilið íslenska liðið eftir í riðlinum og sent strákana okkar í Forsetabikarinn í Póllandi. Hér fyrir neðan má sjá heildartölur íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótisins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira