„Ég er ekkert að fara að stoppa hérna“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. janúar 2023 12:31 Það var keppandinn Birgir Örn sem var sendur heim úr Idol síðasta föstudag. Vísir/Hulda Margrét „Í enda dagsins er ég bara ótrúlega stoltur af mér og minni frammistöðu. Mér finnst eins og ég hafi gert mitt besta og ef það er ekki nóg þá er það bara þannig,“ segir Idol keppandinn Birgir Örn Magnússon sem sendur var heim síðasta föstudag. Fyrsta beina útsending Idol fór fram á föstudaginn í Idol höllinni. Átta keppendur stigu á svið en aðeins sjö keppendur komust áfram. Þema kvöldsins var „Þetta er ég“ og spreyttu keppendur sig á lögum sem þeir töldu endurspegla sinn tónlistarstíl. Birgir Örn, betur þekktur sem Biggi, flutti frumsamda lagið Found Each Other en hann hefur verið að semja sína eigin tónlist frá því að hann var unglingur. „Mig langaði að koma með eitthvað svona gritty, svolítið sexí, eitthvað svona sem yrði tekið eftir. Útaf því ég veit náttúrlega í enda dagsins að ég var kannski ekki sterkasti söngvarinn í keppninni þannig ég reyndi að draga upp einhver önnur spil,“ segir Biggi sem var gestur í Brennslunni í morgun. Frammistaða Bigga dugði þó ekki til. Það voru Biggi, Saga Matthildur og Þórhildur sem fengu fæst atkvæði í símakosningu þjóðarinnar og að lokum var það Biggi sem var sendur heim. Aðstandendur þáttanna höfðu ráðlagt Bigga frá því að taka frumsamið lag en hann fylgdi eigin sannfæringu og sér ekki eftir neinu. „Það er engin eftirsjá. Ég kom heim daginn eftir og horfði á þetta og klappaði sjálfum mér á bakið.“ „Svo þegar maður er búinn þá er maður sáttur af því að maður fylgdi hjartanu, fylgdi gut tilfinningunni alla leið og ég skildi allt eftir.“ Klippa: Birgir Örn - Found Each Other Þakklátur dómnefndinni fyrir að hafa staðið við bakið á sér Mikil umræða skapaðist þegar Biggi komst áfram í átta manna úrslitin en Einar Óli Ólafsson var sendur heim. Töldu margir að Biggi hefði komist áfram á kostnað Einars og voru áhorfendur ekki allir sammála þeirri ákvörðun dómnefndar. Biggi segist þakklátur dómnefndinni fyrir það að hafa veðjað á sig. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti „Í enda dagsins þykir mér bara svolítið vænt um þau öll. Þau stóðu náttúrlega svolítið við bakið á mér í þetta gegnum allt. Það var rosalega mikið gert úr þessu dæmi með mig og Einar Óla. Þau bökkuðu mig svolítið upp og mér þótti rosalega vænt um það. Ég vona bara að þau séu stolt af mér.“ Eftir frammistöðu Bigga á föstudaginn sagði dómarinn Daníel Ágúst að Biggi ætti augljóslega heima á sviðinu og að lagið hans færi ábyggilega í spilun á FM957. Biggi er hvergi nær hættur og segir að fleiri lög séu væntanleg frá honum sem og tónlistarmyndband við lagið Found Each Other. „Ég er ekkert að fara að stoppa hérna. Það tekur eitthvað annað við og bara meira en nóg.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Bigga í heild sinni. Klippa: Brennslan - Idol keppandinn Birgir Örn Idol Brennslan FM957 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. 12. janúar 2023 14:44 „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi var sendur heim úr Idolinu Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið. 13. janúar 2023 21:07 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Fyrsta beina útsending Idol fór fram á föstudaginn í Idol höllinni. Átta keppendur stigu á svið en aðeins sjö keppendur komust áfram. Þema kvöldsins var „Þetta er ég“ og spreyttu keppendur sig á lögum sem þeir töldu endurspegla sinn tónlistarstíl. Birgir Örn, betur þekktur sem Biggi, flutti frumsamda lagið Found Each Other en hann hefur verið að semja sína eigin tónlist frá því að hann var unglingur. „Mig langaði að koma með eitthvað svona gritty, svolítið sexí, eitthvað svona sem yrði tekið eftir. Útaf því ég veit náttúrlega í enda dagsins að ég var kannski ekki sterkasti söngvarinn í keppninni þannig ég reyndi að draga upp einhver önnur spil,“ segir Biggi sem var gestur í Brennslunni í morgun. Frammistaða Bigga dugði þó ekki til. Það voru Biggi, Saga Matthildur og Þórhildur sem fengu fæst atkvæði í símakosningu þjóðarinnar og að lokum var það Biggi sem var sendur heim. Aðstandendur þáttanna höfðu ráðlagt Bigga frá því að taka frumsamið lag en hann fylgdi eigin sannfæringu og sér ekki eftir neinu. „Það er engin eftirsjá. Ég kom heim daginn eftir og horfði á þetta og klappaði sjálfum mér á bakið.“ „Svo þegar maður er búinn þá er maður sáttur af því að maður fylgdi hjartanu, fylgdi gut tilfinningunni alla leið og ég skildi allt eftir.“ Klippa: Birgir Örn - Found Each Other Þakklátur dómnefndinni fyrir að hafa staðið við bakið á sér Mikil umræða skapaðist þegar Biggi komst áfram í átta manna úrslitin en Einar Óli Ólafsson var sendur heim. Töldu margir að Biggi hefði komist áfram á kostnað Einars og voru áhorfendur ekki allir sammála þeirri ákvörðun dómnefndar. Biggi segist þakklátur dómnefndinni fyrir það að hafa veðjað á sig. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti „Í enda dagsins þykir mér bara svolítið vænt um þau öll. Þau stóðu náttúrlega svolítið við bakið á mér í þetta gegnum allt. Það var rosalega mikið gert úr þessu dæmi með mig og Einar Óla. Þau bökkuðu mig svolítið upp og mér þótti rosalega vænt um það. Ég vona bara að þau séu stolt af mér.“ Eftir frammistöðu Bigga á föstudaginn sagði dómarinn Daníel Ágúst að Biggi ætti augljóslega heima á sviðinu og að lagið hans færi ábyggilega í spilun á FM957. Biggi er hvergi nær hættur og segir að fleiri lög séu væntanleg frá honum sem og tónlistarmyndband við lagið Found Each Other. „Ég er ekkert að fara að stoppa hérna. Það tekur eitthvað annað við og bara meira en nóg.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Bigga í heild sinni. Klippa: Brennslan - Idol keppandinn Birgir Örn
Idol Brennslan FM957 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. 12. janúar 2023 14:44 „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi var sendur heim úr Idolinu Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið. 13. janúar 2023 21:07 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
„Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. 12. janúar 2023 14:44
„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38
Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35
Þessi var sendur heim úr Idolinu Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið. 13. janúar 2023 21:07