Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2023 18:31 Stjörnurnar á bak við myndina Villibráð á forsýningunni í Smáralind. Vísir/Hulda Margrét Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. Avatar er langvinsælasta mynd heims um þessar mundir. Tæplega fimm þúsund gestir sáu Villibráð um helgina samkvæmt tilkynningunni svo yfir 16.000 gestir kvikmyndahúsa landsins hafa séð myndina. Íslenska kvikmyndaárið er því að fara af stað með látum Handritið skrifaði leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson, ásamt Elsu Maríu Jakobsdóttur leikstjóra. Með stærstu hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Myndin var framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Ragnheiði Erlingsdóttur og Arnari Benjamín Kristjánssyni fyrir Zik Zak kvikmyndir í samstarfi við Scanbox Entertainment. Villibráð er endurgerð af ítölsku verðlaunakvikmyndinni Perfetti Sconoscuti eða Perfect Strangers, sem kom út árið 2016. Myndin hefur verið endurgerð átján sinnum og komst hún því í Heimsmetabók Guinness. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni. Hér fyrir neðan má sjá nokkra dóma sem myndin hefur hlotið. „Villibráð er ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér landi í mörg ár,“ segir meðal annars í fjögurra stjörnu dómi gagnrýnanda Morgunblaðsins. „Ég var með harðsperrur í maganum af hlátri. Ég hef ekki hlegið svona mikið á íslenskri kvikmynd síðan ég sá Stellu í orlofi.“ -Sigríður Pétursdóttir, Rás 2. „Það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið í bíó. Með því fyndnara sem ég hef séð, ég grenjaði úr hlátri.“-Auðunn Blöndal. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tengdar fréttir Óttast að eiga ekki lengur vini út af sönnu sögunum í Villibráð Tyrfingur Tyrfingsson einn handritahöfunda kvikmyndarinnar Villibráð segir að margt sannsögulegt komi fram í myndinni. 9. janúar 2023 15:45 Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villibráð Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 5. janúar 2023 11:34 „Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. 4. janúar 2023 20:12 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Avatar er langvinsælasta mynd heims um þessar mundir. Tæplega fimm þúsund gestir sáu Villibráð um helgina samkvæmt tilkynningunni svo yfir 16.000 gestir kvikmyndahúsa landsins hafa séð myndina. Íslenska kvikmyndaárið er því að fara af stað með látum Handritið skrifaði leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson, ásamt Elsu Maríu Jakobsdóttur leikstjóra. Með stærstu hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Myndin var framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Ragnheiði Erlingsdóttur og Arnari Benjamín Kristjánssyni fyrir Zik Zak kvikmyndir í samstarfi við Scanbox Entertainment. Villibráð er endurgerð af ítölsku verðlaunakvikmyndinni Perfetti Sconoscuti eða Perfect Strangers, sem kom út árið 2016. Myndin hefur verið endurgerð átján sinnum og komst hún því í Heimsmetabók Guinness. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni. Hér fyrir neðan má sjá nokkra dóma sem myndin hefur hlotið. „Villibráð er ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér landi í mörg ár,“ segir meðal annars í fjögurra stjörnu dómi gagnrýnanda Morgunblaðsins. „Ég var með harðsperrur í maganum af hlátri. Ég hef ekki hlegið svona mikið á íslenskri kvikmynd síðan ég sá Stellu í orlofi.“ -Sigríður Pétursdóttir, Rás 2. „Það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið í bíó. Með því fyndnara sem ég hef séð, ég grenjaði úr hlátri.“-Auðunn Blöndal.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tengdar fréttir Óttast að eiga ekki lengur vini út af sönnu sögunum í Villibráð Tyrfingur Tyrfingsson einn handritahöfunda kvikmyndarinnar Villibráð segir að margt sannsögulegt komi fram í myndinni. 9. janúar 2023 15:45 Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villibráð Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 5. janúar 2023 11:34 „Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. 4. janúar 2023 20:12 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óttast að eiga ekki lengur vini út af sönnu sögunum í Villibráð Tyrfingur Tyrfingsson einn handritahöfunda kvikmyndarinnar Villibráð segir að margt sannsögulegt komi fram í myndinni. 9. janúar 2023 15:45
Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villibráð Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 5. janúar 2023 11:34
„Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. 4. janúar 2023 20:12
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein