Lífið

Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins

Atli Ísleifsson skrifar
Til stendur að jarða Lisu Marie Presley í grafreit á lóð Graceland, við hlið sonar síns sem lést árið 2020.
Til stendur að jarða Lisu Marie Presley í grafreit á lóð Graceland, við hlið sonar síns sem lést árið 2020. Getty

Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi.

Lisa Marie, sem var einkadóttir tónlistarmannsins Elvis Presley, lést á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu á föstudaginn, 54 ára að aldri.

Minningarstundin verður haldin á glasfletinum fyrir utan Graceland, sem var heimili Elvis.

Lisa Marie Presley lést eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang síðastliðinn föstudag og hafa syrgjendur flykkst til Graceland til að heiðra minningu hennar. Hafa margir þeirra skilið eftir blóm á lóðinni.

Til stendur að jarða Lisu Marie í grafreit á lóðinni, við hlið sonar síns, Benjamin Keough, sem lést árið 2020. Elvis Presley er sömuleiðis jarðsettur á sama grafreit.

Lisa Marie Presley fæddist í Memphis í Tennessee árið 1968 en flutti með móður sinni til Los Angeles þegar foreldrar hennar skildu.

Þegar Elvis lést árið 1977 erfði Lisa Marie eignir hans ásamt afa sínum og ömmu en varð eini erfingi föður síns 25 ára, að þeim látnum.

Dánarbúið var á sínum tíma metið á 100 milljónir dala en hún seldi meirihluta eignanna til Industrial Media árið 2005, fyrir utan Graceland.


Tengdar fréttir

Lisa Marie Presley er látin

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×