Á að ritskoða kennara? Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar 17. janúar 2023 18:00 Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi. Í kjölfarið er því haldið fram að þessir kennarar séu fullkomlega vanhæfir og eigi að hverfa frá störfum í hvelli. Þá séu stjórnendur umræddra skóla „aumkunarverðir“ og ættu að biðja stjórnmálamenn sem hefur sárnað „auðmjúklega afsökunar“ frekar en að benda á að samhengi glæranna vanti og árétta að kennarar njóti trausts sem fagfólk sem gæti að öllum sjónarhornum þegar fjallað er um álitamál. Gömul saga og ný Það er ekkert nýtt að kennarar, ekki síst í samfélagsgreinum eins og hér um ræðir, séu sakaðir um að ætla að kasta ryki í augu nemenda sinna í pólitískum tilgangi. Með ljósmyndum eða upptökum sem komnar eru í dreifingu um leið og kennari hefur sleppt orðinu er hægara um vik en nokkru sinni fyrr. En svo lengi sem kennarar geta staðið fyrir máli sínu, sýnt fram á að ólíkra sjónarmiða hafi verið gætt og að samanburður sé ekki samasem-merki er það fyrst og fremst truflandi en ekki aðför að starfinu. Og skólastjórnendur hafa trúlega margt fleira að iðja en að standa vörð um svo sjálfsagða hluti sem faglegt sjálfstæði skóla sinna og að verja starfsmenn fyrir áhlaupum sem þessum. Ritskoðun í menntun Hið alvarlega, og jafnframt helsta áhyggjuefnið í umfjöllun um þessi mál er hávær krafa um þöggun og ritskoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur því fram í Facebookfærslu að foreldrar „víða um lönd“ hafi „áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags.“ Ekki er gott að átta sig á hvaðan þær upplýsingar koma en hitt liggur fyrir að víða um lönd er sótt hart að málfrelsi í menntun. Sem dæmi má nefna að samtökin PEN, sem barist hafa fyrir tjáningarfrelsi í heila öld, birtu nýlega upplýsingar um gríðarlega fjölgun þess sem kallað er „educational gag orders“ í Bandaríkjunum á síðasta ári þar sem 137 lagatillögur um að banna ákveðin umfjöllunarefni í skólum voru teknar fyrir í 36 ríkjum – 250% fjölgun frá fyrra ári. Þeim fylgja sektir, stofnanir eru sviptar opinberum fjárframlögum, þeim er lokað eða kennarar sóttir til saka. Málefnin eru einkum tengd kynþáttaumræðu, hinsegin málum, málefnum kynjanna og sögu. Bækur eru bannaðar, kennarar látnir taka pokann sinn. Kennarar: Hikið ekki við að fjalla um mikilvæg mál Erfitt er að ímynda sér slíkar aðstæður á Íslandi, þó að ekkert sé útilokað eins og dæmin sanna. Það sem blasir hins vegar við er hættan á að kennarar veigri sér við að taka ákveðin efni fyrir, skauti framhjá eða þynni umfjöllun sína til að styggja engan. Þá verður illa komið fyrir menntun sem á að ögra nemendum til þroska og efla gagnrýna hugsun þeirra. Ég hef ekki trú á að fólk almennt óski þess að úr skólum landsins útskrifist sauðahjarðir sem aldrei hafa verið knúnar til að taka rökstudda afstöðu til nokkurra hluta. Nær væri að hvetja kennara til að gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í málefnalegri skoðun þýðingarmikilla efna og þjálfa þá til þátttöku í slíkum samræðum. Þó að einhverjir kunni að ýfa fjaðrirnar má það ekki hindra umfjöllun um mikilvæg mál í skólum landsins. Höfundur er brautarformaður Menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi. Í kjölfarið er því haldið fram að þessir kennarar séu fullkomlega vanhæfir og eigi að hverfa frá störfum í hvelli. Þá séu stjórnendur umræddra skóla „aumkunarverðir“ og ættu að biðja stjórnmálamenn sem hefur sárnað „auðmjúklega afsökunar“ frekar en að benda á að samhengi glæranna vanti og árétta að kennarar njóti trausts sem fagfólk sem gæti að öllum sjónarhornum þegar fjallað er um álitamál. Gömul saga og ný Það er ekkert nýtt að kennarar, ekki síst í samfélagsgreinum eins og hér um ræðir, séu sakaðir um að ætla að kasta ryki í augu nemenda sinna í pólitískum tilgangi. Með ljósmyndum eða upptökum sem komnar eru í dreifingu um leið og kennari hefur sleppt orðinu er hægara um vik en nokkru sinni fyrr. En svo lengi sem kennarar geta staðið fyrir máli sínu, sýnt fram á að ólíkra sjónarmiða hafi verið gætt og að samanburður sé ekki samasem-merki er það fyrst og fremst truflandi en ekki aðför að starfinu. Og skólastjórnendur hafa trúlega margt fleira að iðja en að standa vörð um svo sjálfsagða hluti sem faglegt sjálfstæði skóla sinna og að verja starfsmenn fyrir áhlaupum sem þessum. Ritskoðun í menntun Hið alvarlega, og jafnframt helsta áhyggjuefnið í umfjöllun um þessi mál er hávær krafa um þöggun og ritskoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur því fram í Facebookfærslu að foreldrar „víða um lönd“ hafi „áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags.“ Ekki er gott að átta sig á hvaðan þær upplýsingar koma en hitt liggur fyrir að víða um lönd er sótt hart að málfrelsi í menntun. Sem dæmi má nefna að samtökin PEN, sem barist hafa fyrir tjáningarfrelsi í heila öld, birtu nýlega upplýsingar um gríðarlega fjölgun þess sem kallað er „educational gag orders“ í Bandaríkjunum á síðasta ári þar sem 137 lagatillögur um að banna ákveðin umfjöllunarefni í skólum voru teknar fyrir í 36 ríkjum – 250% fjölgun frá fyrra ári. Þeim fylgja sektir, stofnanir eru sviptar opinberum fjárframlögum, þeim er lokað eða kennarar sóttir til saka. Málefnin eru einkum tengd kynþáttaumræðu, hinsegin málum, málefnum kynjanna og sögu. Bækur eru bannaðar, kennarar látnir taka pokann sinn. Kennarar: Hikið ekki við að fjalla um mikilvæg mál Erfitt er að ímynda sér slíkar aðstæður á Íslandi, þó að ekkert sé útilokað eins og dæmin sanna. Það sem blasir hins vegar við er hættan á að kennarar veigri sér við að taka ákveðin efni fyrir, skauti framhjá eða þynni umfjöllun sína til að styggja engan. Þá verður illa komið fyrir menntun sem á að ögra nemendum til þroska og efla gagnrýna hugsun þeirra. Ég hef ekki trú á að fólk almennt óski þess að úr skólum landsins útskrifist sauðahjarðir sem aldrei hafa verið knúnar til að taka rökstudda afstöðu til nokkurra hluta. Nær væri að hvetja kennara til að gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í málefnalegri skoðun þýðingarmikilla efna og þjálfa þá til þátttöku í slíkum samræðum. Þó að einhverjir kunni að ýfa fjaðrirnar má það ekki hindra umfjöllun um mikilvæg mál í skólum landsins. Höfundur er brautarformaður Menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun