Innlent

Eldur í ruslagámi við JL-húsið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum við JL-húsið í kvöld.
Slökkviliðsmenn að störfum við JL-húsið í kvöld. Vísir/Telma

Eldur kviknaði í ruslagámi við JL-húsið í vesturbæ Reykjavíkur fyrr í kvöld. Einn dælubíll var sendur á svæðið og unnið er að því að slökkva eldinn. 

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Um er að ræða lítinn gám. 

Mögulegt er að um sé að ræða íkveikju en einnig gæti verið að þetta sé sjálfsíkveikja út frá efnum sem sett eru ofan í gáminn. 

Svona brunar eru oftast ekki rannsakaðir frekar nema þeir skemmi út frá sér. Slökkviliðið sér um að slökkva eldinn og svo er gámafyrirtækið látið hirða gáminn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×