Ardern segir af sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2023 06:41 Ardern ásamt unnusta sínum Clarke Gayford eftir blaðamannafundinn í morgun. AP/New Zealand Herald/Mark Mitchell Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. „Ég er að hætta vegna þess að þessu forréttindahlutverki fylgir líka ábyrgð. Ábyrgðin til að vera meðvituð um það hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða og líka hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvað þetta starf felur í sér. Og ég veit að ég er ekki lengur með nóg í tanknum til að gera það almennilega. Þetta er það einfalt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi í morgun. Ardern hefur staðfest að þingkosningar verða haldnar í október og mun sitja sem þingmaður Verkamannaflokksins fram að þeim. „Ég er mennsk, stjórnmálamenn eru mennskir. Við gefum allt sem við getum, eins lengi og við getum. Og svo er komið nóg. Og hjá mér er komið nóg,“ sagði Ardern. Hún sagðist hafa íhugað það í sumarfríinu hvort hún hefði orku til að halda áfram og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Ardern varð yngsti kvenforsætisráðherra heims þegar hún tók embætti árið 2017 aðeins 37 ára gömul. Hún hefur stýrt Nýja-Sjálandi gegnum heimsfaraldur, hamfarir og hryðjuverkaárásir. Hún sagði tímann við stjórnvölinn hafa verið afar gefandi en einnig krefjandi. Þá sagðist hún vona að Nýsjálendingar minntust hennar sem forsætisráðherra sem reyndi að hafa góðmennsku en einnig styrk að leiðarljósi. Jákvæðrar en einbeittrar. „Og að þú getur verið leiðtogi eftir eigin höfði; leiðtogi sem veit hvenær það er kominn tími til að hætta,“ sagði Ardern. Hún sagðist ekki hafa gert neinar áætlanir um næstu skref, nema að hún ætlaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ardern við minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Christchurch.AP/Mark Baker Hún sagðist hlakka til þess að verða til staðar þegar dóttir hennar hæfi skólagöngu sína og ávarpaði eiginmann sinn: „Clarke... látum verða af því að ganga í hjónaband.“ Yfirlýsing Ardern hefur komið flestum í opna skjöldu en stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur dalað nokkuð og hann mælist ekki lengur stærstur. Það liggur ekki fyrir hver mun taka við forsætisráðherraembættinu fram að kosningum. Nýja-Sjáland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
„Ég er að hætta vegna þess að þessu forréttindahlutverki fylgir líka ábyrgð. Ábyrgðin til að vera meðvituð um það hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða og líka hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvað þetta starf felur í sér. Og ég veit að ég er ekki lengur með nóg í tanknum til að gera það almennilega. Þetta er það einfalt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi í morgun. Ardern hefur staðfest að þingkosningar verða haldnar í október og mun sitja sem þingmaður Verkamannaflokksins fram að þeim. „Ég er mennsk, stjórnmálamenn eru mennskir. Við gefum allt sem við getum, eins lengi og við getum. Og svo er komið nóg. Og hjá mér er komið nóg,“ sagði Ardern. Hún sagðist hafa íhugað það í sumarfríinu hvort hún hefði orku til að halda áfram og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Ardern varð yngsti kvenforsætisráðherra heims þegar hún tók embætti árið 2017 aðeins 37 ára gömul. Hún hefur stýrt Nýja-Sjálandi gegnum heimsfaraldur, hamfarir og hryðjuverkaárásir. Hún sagði tímann við stjórnvölinn hafa verið afar gefandi en einnig krefjandi. Þá sagðist hún vona að Nýsjálendingar minntust hennar sem forsætisráðherra sem reyndi að hafa góðmennsku en einnig styrk að leiðarljósi. Jákvæðrar en einbeittrar. „Og að þú getur verið leiðtogi eftir eigin höfði; leiðtogi sem veit hvenær það er kominn tími til að hætta,“ sagði Ardern. Hún sagðist ekki hafa gert neinar áætlanir um næstu skref, nema að hún ætlaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ardern við minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Christchurch.AP/Mark Baker Hún sagðist hlakka til þess að verða til staðar þegar dóttir hennar hæfi skólagöngu sína og ávarpaði eiginmann sinn: „Clarke... látum verða af því að ganga í hjónaband.“ Yfirlýsing Ardern hefur komið flestum í opna skjöldu en stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur dalað nokkuð og hann mælist ekki lengur stærstur. Það liggur ekki fyrir hver mun taka við forsætisráðherraembættinu fram að kosningum.
Nýja-Sjáland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira