Innlent

Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vatn gæti flætt víða þegar hlýnar og rignir á morgun.
Vatn gæti flætt víða þegar hlýnar og rignir á morgun. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs.

Eftir langan frostakafla má gera ráð fyrir allt að 10 stiga hita á láglendi og mikilli rigningu.

„Af þessu tilefni vill SHS ítreka við húseigendur, að þeir hreinsi snjóhengjur og grýlukerti af húsþökum í dag. Ástæðan er sú að við þessar erfiðu veðuraðstæður geti fólki stafað hætta af þegar snjór og ís fellur niður. Við slíkar aðstæðu getur einnig orðið umtalsvert eignatjón,“ segir í tilkynningunni.

Þá er ítrekað mikilvægi þess að hreinsa frá niðurföllum til að draga úr líkum á því að vatn flæði inn í hús. Þá bendir slökkviliðið á að ef fólk beiti hálkuvörnum við húsnæði sé betra að nota sand en salt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×