Fella ákvörðun MAST úr gildi og heimila innflutning á pólskum bolum Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 09:04 Matvælastofnun óttaðist að skaðvaldar gætu borist með sendingunni og fyrirskipaði að bolirnir skyldu endursendir eða þeim fargað. Ráðuneytið hafnaði þessu. Getty Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að synja fyrirtæki um heimild til innflutningar á trjábolum með berki frá Póllandi og að þeir skuli endursendir eða þeim eytt. Ráðuneytið var ósammála stofnuninni og taldi að þau vottorð sem hafi fylgt sendingunni hafi staðist allar kröfur. Í úrskurði ráðuneytisins er málið rakið ítarlega. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi borist tilkynning um vörusendinguna með trjábolum með berki í nóvember 2021. Innflutningsaðilinn hugðist nýta bolina við rekstur á starfsemi sinni og brenna þá til að kynda ofna við framleiðslu á kísilmálmi. Matvælastofnun óskaði þá eftir nánari upplýsingum frá innflytjenda, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofu Íslands, Umhverfisstofnun, pólskum plöntuverndaryfirvöldum og tilkynnti innflutningsaðilanum í kjölfarið að ákveðið hafi verið að synja innflutningsaðilanum um heimild til innflutningsins. Skaðvaldar sem berast í berki Stofnunin vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“ og rætt um þær sérstöku aðstæður plantna sem séu til staðar hérlendis. Einangrun landsins hafi gert það að verkum að plöntuflóran hérlendis hafi þróast með einstökum hætti og fyrir vikið sé hún viðkvæmari en ella fyrir ytri áhrifum og nýjum skaðvöldum – til dæmis sveppum eða skordýrum – sem geti haft neikvæð áhrif. Slíkir skaðvaldar geti auðveldlega borist með plöntum og afurðum þeirra og sé hættan mest í þeim tilvikum þar sem viður sé enn með berki við innflutninginn. Matvælastofnun vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“.Vísir/Magnús Hlynur Deilt um „víðavang“ Innflutningsaðilinn ákvað að kæra ákvörðun stofnunarinnar og rökstuddi mál sitt þannig að ákvörðunin stæðist ekki almenn viðmið varðandi túlkun reglugerðar um innflutning á plöntum. Heimilt sé að flytja inn trjávið með berki að því gefnu að heilbrigðisvottorð fylgi með. Þá vísaði innflutningsaðilinn til þess að enga skilgreiningu væri að finna í reglugerðinni um hvað teljist vera „villt planta“ eða „víðavangur“. Ekki væri hægt að fella trjáboli með berki úr nytjaskógum í Póllandi, sem reglulega séu nytjaðir, undir bannreglu reglugerðarinnar. Sömuleiðis taldi innflutningsaðilinn að Matvælastofnun hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti og að gera verði ríkar kröfur til rannsóknarskyldu stjórnvalda þegar grundvöllur ákvörðunar hennar byggir á „óljósri og matskenndri reglu“. Stóðst allar kröfur Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutning á trjábolunum fengist ekki staðist. Ekkert hafi komið fram við meðferð málsins sem styðji að vottorð frá pólskum yfirvöldum sem fylgdi sendingunni uppfylli ekki þær kröfur sem til slíks innflutnings séu gerðar. „Þvert á móti liggur fyrir yfirlýsing yfirvalda í Póllandi þess efnis að þau líti ekki svo á að hinir umdeildu trjábolir teljist villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi. Með vísan til alls framangreinds er hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Matvælastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar,“ segir í úrskurði ráðuneytisins. Skógrækt og landgræðsla Skordýr Pólland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins er málið rakið ítarlega. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi borist tilkynning um vörusendinguna með trjábolum með berki í nóvember 2021. Innflutningsaðilinn hugðist nýta bolina við rekstur á starfsemi sinni og brenna þá til að kynda ofna við framleiðslu á kísilmálmi. Matvælastofnun óskaði þá eftir nánari upplýsingum frá innflytjenda, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofu Íslands, Umhverfisstofnun, pólskum plöntuverndaryfirvöldum og tilkynnti innflutningsaðilanum í kjölfarið að ákveðið hafi verið að synja innflutningsaðilanum um heimild til innflutningsins. Skaðvaldar sem berast í berki Stofnunin vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“ og rætt um þær sérstöku aðstæður plantna sem séu til staðar hérlendis. Einangrun landsins hafi gert það að verkum að plöntuflóran hérlendis hafi þróast með einstökum hætti og fyrir vikið sé hún viðkvæmari en ella fyrir ytri áhrifum og nýjum skaðvöldum – til dæmis sveppum eða skordýrum – sem geti haft neikvæð áhrif. Slíkir skaðvaldar geti auðveldlega borist með plöntum og afurðum þeirra og sé hættan mest í þeim tilvikum þar sem viður sé enn með berki við innflutninginn. Matvælastofnun vísaði til að umræddir trjábolir væru „villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi“.Vísir/Magnús Hlynur Deilt um „víðavang“ Innflutningsaðilinn ákvað að kæra ákvörðun stofnunarinnar og rökstuddi mál sitt þannig að ákvörðunin stæðist ekki almenn viðmið varðandi túlkun reglugerðar um innflutning á plöntum. Heimilt sé að flytja inn trjávið með berki að því gefnu að heilbrigðisvottorð fylgi með. Þá vísaði innflutningsaðilinn til þess að enga skilgreiningu væri að finna í reglugerðinni um hvað teljist vera „villt planta“ eða „víðavangur“. Ekki væri hægt að fella trjáboli með berki úr nytjaskógum í Póllandi, sem reglulega séu nytjaðir, undir bannreglu reglugerðarinnar. Sömuleiðis taldi innflutningsaðilinn að Matvælastofnun hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti og að gera verði ríkar kröfur til rannsóknarskyldu stjórnvalda þegar grundvöllur ákvörðunar hennar byggir á „óljósri og matskenndri reglu“. Stóðst allar kröfur Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutning á trjábolunum fengist ekki staðist. Ekkert hafi komið fram við meðferð málsins sem styðji að vottorð frá pólskum yfirvöldum sem fylgdi sendingunni uppfylli ekki þær kröfur sem til slíks innflutnings séu gerðar. „Þvert á móti liggur fyrir yfirlýsing yfirvalda í Póllandi þess efnis að þau líti ekki svo á að hinir umdeildu trjábolir teljist villtar plöntur sem safnað hafi verið á víðavangi. Með vísan til alls framangreinds er hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Matvælastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar,“ segir í úrskurði ráðuneytisins.
Skógrækt og landgræðsla Skordýr Pólland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira