Í tilkynningu frá Veggerðinni segir að komin verði þíða með rigningu og flughálku þar sem klaki sé fyrir.
Má reikna með hviðum allt að fjörutíu metrum á sekúndu á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli frá um klukkan fimm til níu í fyrramálið.
Sömu sögu sé að segja undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir morgni.
#Veður: Um landið SV-vert gengur SA-stormur yfir í fyrramálið. Komin þíða með rigningu og flughálku þar sem klaki er fyrir. Hviður allt að 40 m/s á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli frá um kl. 5 til 9. Eins undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi (N-til) fram eftir morgni. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 19, 2023
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna asahláku og hvassviðris á morgun.