Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum lítum við til veðurs en spáin fyrir morgundaginn er á þann veg að von er á asahláku víða eftir langan frostakafla.

Þá heyrum við í syni konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í starfi sem segir það ótrúlega óvirðingu að læknirinn sé kominn aftur til starfa á Landspítalanum. 

Enn fremur fjöllum við um Jacindu Ardern forsætisráðherra Nýja Sjálands sem kom flestum á óvart í nótt þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði sér að hverfa úr embætti. 

Einnig fjöllum við áfram um málefni laxeldis hér á landi en talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×