„Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. janúar 2023 13:00 Jón Kaldal talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir hugmyndir SFS um möguleika til framleiðsluaukningar á eldisfiski í sjó fjarstæðukenndar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna segir mögulegt að margfalda framleiðslu á eldisfiski í sjó. Vísir Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í fréttum okkar í gær raunhæft að áætla að á næstu áratugum verði hægt að framleiða níu sinnum meira af eldisfiski í sjó hér á landi en nú er. Með landeldi væri hægt að tólffalda framleiðsluna. Þetta væri niðurstaða samtakanna eftir skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey. Þá fagnaði hún fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. Jón Kaldal talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins sem talar fyrir verndun íslenska laxastofnsins segir þessar hugmyndir fjarstæðukenndar. „Ég tel engar líkur á að þetta raungerist. Þetta er frekar eitthvað sem verið er að villa um fyrir almenningi og mögulega stjórnvöldum. Innanbúðarmenn í sjókvíaeldisfyrirtækjunum hafa sjálfir margir hverjir lagt fram það raunhæfa mat að sjókvíaeldi í núverandi mynd í netpokum muni heyra sögunni til kringum árið 2030. Einfaldlega vegna þess að umhverfisáhrifin eru ekki verjanleg,“ segir Jón. Hann segir þessar tölur líka fjarri mati Hafrannsóknarstofnunar. „Það liggur fyrir af hálfu Hafrannsóknarstofnunar áhættumat um erfðablöndun sem á að vera til varnar villtum laxi. Þar kemur fram að hámarks framleiðsla hér geti verið 106 þúsund tonn á ári,“ segir hann. Jón segir að endurskoða eigi áhættumatið á þessu ári og telur að þar verði einnig tekið tillit til sleppingarslysa úr sjókvíaeldi. „Til að setja þetta í samhengi þá sluppu úr einni sjókví í Arnarfirði 88 þúsund eldislaxar. Allur villti stofninn er í kringum 60 þúsund fiskar. Þetta er þegar farið að skaða íslenskt lífríki verulega,“ segir hann. Skattaparadísin Ísland SFS telur að verði framleiðsluaukning að veruleika muni mögulegt útflutningsverðmæti hljóða upp á 450 milljarða íslenskra króna. Jón efast um þessar tölur. Norðmenn eigi langstærstan hluta íslenskra sjókvíaeldisfyrirtækja. „Norðmenn eiga held ég tæplega níutíu prósent af íslensku sjókvíeldisfyrirtækjunum. Peningarnir í þessari starfsemi hér koma frá erlendu móðurfélögunum og arðurinn fer þangað líka. Norðmenn eru núna að flýja Noreg því auðlindaskatturinn þar fer í 40 prósent. Fulltrúar stærstu sjókvíaeldisfyrirtækja heims frá Noregi eins og Mowis og Salmar hafa talað um að skattumhverfi í Noregi sé að verða þeim óhagstætt og þeir líti hýru auga til vaxtar á Íslandi og Skotlandi. Það er merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi vegna þess að Íslendingar hafa ekki haft vit á því að rukka nóg fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar,“ segir Jón að lokum. Fiskeldi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Sjókvíaeldi Landeldi Tengdar fréttir Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu. 19. janúar 2023 11:30 SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. 18. janúar 2023 15:10 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í fréttum okkar í gær raunhæft að áætla að á næstu áratugum verði hægt að framleiða níu sinnum meira af eldisfiski í sjó hér á landi en nú er. Með landeldi væri hægt að tólffalda framleiðsluna. Þetta væri niðurstaða samtakanna eftir skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey. Þá fagnaði hún fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. Jón Kaldal talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins sem talar fyrir verndun íslenska laxastofnsins segir þessar hugmyndir fjarstæðukenndar. „Ég tel engar líkur á að þetta raungerist. Þetta er frekar eitthvað sem verið er að villa um fyrir almenningi og mögulega stjórnvöldum. Innanbúðarmenn í sjókvíaeldisfyrirtækjunum hafa sjálfir margir hverjir lagt fram það raunhæfa mat að sjókvíaeldi í núverandi mynd í netpokum muni heyra sögunni til kringum árið 2030. Einfaldlega vegna þess að umhverfisáhrifin eru ekki verjanleg,“ segir Jón. Hann segir þessar tölur líka fjarri mati Hafrannsóknarstofnunar. „Það liggur fyrir af hálfu Hafrannsóknarstofnunar áhættumat um erfðablöndun sem á að vera til varnar villtum laxi. Þar kemur fram að hámarks framleiðsla hér geti verið 106 þúsund tonn á ári,“ segir hann. Jón segir að endurskoða eigi áhættumatið á þessu ári og telur að þar verði einnig tekið tillit til sleppingarslysa úr sjókvíaeldi. „Til að setja þetta í samhengi þá sluppu úr einni sjókví í Arnarfirði 88 þúsund eldislaxar. Allur villti stofninn er í kringum 60 þúsund fiskar. Þetta er þegar farið að skaða íslenskt lífríki verulega,“ segir hann. Skattaparadísin Ísland SFS telur að verði framleiðsluaukning að veruleika muni mögulegt útflutningsverðmæti hljóða upp á 450 milljarða íslenskra króna. Jón efast um þessar tölur. Norðmenn eigi langstærstan hluta íslenskra sjókvíaeldisfyrirtækja. „Norðmenn eiga held ég tæplega níutíu prósent af íslensku sjókvíeldisfyrirtækjunum. Peningarnir í þessari starfsemi hér koma frá erlendu móðurfélögunum og arðurinn fer þangað líka. Norðmenn eru núna að flýja Noreg því auðlindaskatturinn þar fer í 40 prósent. Fulltrúar stærstu sjókvíaeldisfyrirtækja heims frá Noregi eins og Mowis og Salmar hafa talað um að skattumhverfi í Noregi sé að verða þeim óhagstætt og þeir líti hýru auga til vaxtar á Íslandi og Skotlandi. Það er merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi vegna þess að Íslendingar hafa ekki haft vit á því að rukka nóg fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar,“ segir Jón að lokum.
Fiskeldi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Sjókvíaeldi Landeldi Tengdar fréttir Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu. 19. janúar 2023 11:30 SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. 18. janúar 2023 15:10 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu. 19. janúar 2023 11:30
SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. 18. janúar 2023 15:10